Enska landsliðið hefur staðið sig frábærlega á HM í Rússlandi og betur en flestir bjuggust við. Þar á meðal er einn helsti knattspyrnuspekingur ensku þjóðarinnar.
Það vakti athygli þegar Gary Lineker lofaði og stóð við að kynna þáttinn sinn á nærbuxunum ef Leicester City yrði Englandsmeistari.
Gary Lineker var lykilmaður hjá enska fótboltalandsliðinu þegar liðið komst í undanúrslit HM fyrir 28 árum síðan. Nú hefur hann gefið athyglisvert loforð fari enska liðið alla leið á HM í Rússlandi.
Enska landsliðið mætir Króatíu í undanúrslitaleiknum annað kvöld en liðið komst síðast svona langt á HM í Ítalíu 1990.
Þá skoraði Gary Lineker mark Englendinga í 1-1 jafntefli á móti Þýskalandi en Þjóðverjar unnu í vítakeppni. Lineker skoraði úr sinni vítaspyrnu en Stuart Pearce og Chris Waddle klikkuðu á tveimur síðustu spyrnum enska landsliðsins.
Félagar Lineker hjá BBC minntu sinn mann á loforðið á Twitter í dag. Gary Lineker lofaði því nefnilega fyrir heimsmeistarakeppnina í Rússlandi að hann myndi kynna þáttinn sinn MOTD í Mankini-sundskýlu ef Englendingar yrðu heimsmeistarar.
Ahead of #Croatia v #England in the #WorldCup semi-final, we thought we'd remind everyone about this: "@GaryLineker: 'If England win the World Cup 2018, I'd present MOTD in a mankini'" #bbcworldcup#croenghttps://t.co/FucsSotTUapic.twitter.com/eLtkT3soRF
— BBC Newsround (@BBCNewsround) July 10, 2018