Stefnir á að bæta Íslandsmetið Hjörvar Ólafsson skrifar 10. júlí 2018 08:30 Andrea Kolbeinsdóttir á meistaramóti ÍR. Andrea Kolbeinsdóttir keppir í undanrásum í 3.000 metra hindrunarhlaupi á heimsmeistaramótinu fyrir frjálsíþróttafólk sem er 20 ára eða yngra og haldið er í Tampere í Finnlandi þessa dagana. „Við tókum æfingu á keppnisvellinum í hádeginu í gær og það var mikil stemming. Það er mjög gaman að æfa á sama stað og sterkasta frjálsíþróttafólk í heimi í þessum aldursflokki. Í minni grein er til að mynda Keníubúinn Celliphine Chepteek Chespol mætt til leiks, en hún er besti keppandinn í þessari grein bara yfir höfuð, það er í fullorðinsflokki einnig,“ segir Andrea í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er með því stærsta sem ég hef gert á hlaupaferlinum, en þetta er á pari við það þegar ég setti Íslandsmet í hálfu maraþoni þegar ég keppti í fullorðinsflokki í greininni í Valencia í mars. Það er draumur minn að keppa einhvern tímann í heilu maraþoni og vonandi tekst mér það einn daginn. Markmið mitt í þessu móti er að bæta Íslandsmet mitt,“ segir Andrea sem náði lágmarki á mótið og bætti í leiðinni Íslandsmetið í júní síðastliðnum. Hún hljóp þá á 10:31,69 mínútum. Til samanburðar má nefna að Celliphine Chepteek Chespol sem þykir sigurstranglegust á mótinu hefur hlaupið best á 8:58,78 mínútum sem er næsthraðasti tími í greininni frá upphafi. Því fer Andrea með raunhæfar væntingar inn í mótið. „Mitt hlaupaprógramm miðast aðallega við það að hlaupa 5.000 metra og upp í hálft maraþon [21 kílómetra]. Þessi grein, 3.000 metra hindrunarhlaup, er skemmtileg viðbót sem ég æfi ekki alla jafna nema bara skömmu fyrir þau mót sem ég hyggst taka þátt í. Það verður erfitt að komast upp úr undanrásunum, en það eru um það bil 40 keppendur skráðir til leiks og 15 bestu tímarnir fara í úrslit. Það er fínt að sleppa við Chespol úr mínum riðli þar sem hún mun halda tempóinu mjög háu í sínum riðli. Mín taktík er að byrja ekki of skarpt, en reyna að halda þó í við fremstu keppendur og ná svo góðum endaspretti,“ segir Andrea um markmið sín fyrir mótið. Spennandi tímar eru fram undan hjá Andreu sem útskrifaðist sem stúdent úr Verslunarskóla Íslands í vor. Hún er þó svekkt yfir að missa af Reykjavíkurmaraþoninu sem hlaupið er í ágúst, en hún verður komin vestur um haf á þeim tíma. „Ég er á leiðinni í skóla í Bandaríkjunum í haust á frjálsíþróttastyrk. Förinni er heitið til Kaliforníu þar sem ég mun læra Health science [heilbrigðisvísindi] í CBU og æfa frjálsar íþróttir á fullu samhliða því. Þetta er grunnnám fyrir læknisfræði sem ég stefni á að læra í framhaldinu. Aðaláherslan þar ytra er á vegalengdir upp að 10.000 metrum, þannig að ég mun einblína á það. Það verður leiðinlegt að missa af Reykjavíkurmaraþoninu, en það verður hins vegar gaman að hefja nýja áskorun á skemmtilegum stað,“ segir Andrea um framhaldið.Hjörvar Ólafsson Frjálsar íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Sjá meira
Andrea Kolbeinsdóttir keppir í undanrásum í 3.000 metra hindrunarhlaupi á heimsmeistaramótinu fyrir frjálsíþróttafólk sem er 20 ára eða yngra og haldið er í Tampere í Finnlandi þessa dagana. „Við tókum æfingu á keppnisvellinum í hádeginu í gær og það var mikil stemming. Það er mjög gaman að æfa á sama stað og sterkasta frjálsíþróttafólk í heimi í þessum aldursflokki. Í minni grein er til að mynda Keníubúinn Celliphine Chepteek Chespol mætt til leiks, en hún er besti keppandinn í þessari grein bara yfir höfuð, það er í fullorðinsflokki einnig,“ segir Andrea í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er með því stærsta sem ég hef gert á hlaupaferlinum, en þetta er á pari við það þegar ég setti Íslandsmet í hálfu maraþoni þegar ég keppti í fullorðinsflokki í greininni í Valencia í mars. Það er draumur minn að keppa einhvern tímann í heilu maraþoni og vonandi tekst mér það einn daginn. Markmið mitt í þessu móti er að bæta Íslandsmet mitt,“ segir Andrea sem náði lágmarki á mótið og bætti í leiðinni Íslandsmetið í júní síðastliðnum. Hún hljóp þá á 10:31,69 mínútum. Til samanburðar má nefna að Celliphine Chepteek Chespol sem þykir sigurstranglegust á mótinu hefur hlaupið best á 8:58,78 mínútum sem er næsthraðasti tími í greininni frá upphafi. Því fer Andrea með raunhæfar væntingar inn í mótið. „Mitt hlaupaprógramm miðast aðallega við það að hlaupa 5.000 metra og upp í hálft maraþon [21 kílómetra]. Þessi grein, 3.000 metra hindrunarhlaup, er skemmtileg viðbót sem ég æfi ekki alla jafna nema bara skömmu fyrir þau mót sem ég hyggst taka þátt í. Það verður erfitt að komast upp úr undanrásunum, en það eru um það bil 40 keppendur skráðir til leiks og 15 bestu tímarnir fara í úrslit. Það er fínt að sleppa við Chespol úr mínum riðli þar sem hún mun halda tempóinu mjög háu í sínum riðli. Mín taktík er að byrja ekki of skarpt, en reyna að halda þó í við fremstu keppendur og ná svo góðum endaspretti,“ segir Andrea um markmið sín fyrir mótið. Spennandi tímar eru fram undan hjá Andreu sem útskrifaðist sem stúdent úr Verslunarskóla Íslands í vor. Hún er þó svekkt yfir að missa af Reykjavíkurmaraþoninu sem hlaupið er í ágúst, en hún verður komin vestur um haf á þeim tíma. „Ég er á leiðinni í skóla í Bandaríkjunum í haust á frjálsíþróttastyrk. Förinni er heitið til Kaliforníu þar sem ég mun læra Health science [heilbrigðisvísindi] í CBU og æfa frjálsar íþróttir á fullu samhliða því. Þetta er grunnnám fyrir læknisfræði sem ég stefni á að læra í framhaldinu. Aðaláherslan þar ytra er á vegalengdir upp að 10.000 metrum, þannig að ég mun einblína á það. Það verður leiðinlegt að missa af Reykjavíkurmaraþoninu, en það verður hins vegar gaman að hefja nýja áskorun á skemmtilegum stað,“ segir Andrea um framhaldið.Hjörvar Ólafsson
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Sjá meira