Ísland Pólland Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 10. júlí 2018 07:00 Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. Með nýrri lagasetningu ætlar ríkisstjórnin þar í landi að þvinga 27 af 72 (37,5%) dómurum hæstaréttar Póllands á eftirlaun. Að sögn pólsku ríkisstjórnarinnar er ástæðan endurbætur á réttarkerfi landsins. Ekki virðast allir Pólverjar vera sammála því og telja að stjórnin vilji með þessu ná völdum yfir dómstólum landsins. Einn þeirra er Kriystian Markiewicz formaður pólska dómarafélagsins sem sagði nákvæmlega það í samtali við danska ríkisútvarpið. Hann bætti við að nýju dómararnir yrðu ekki óháðir því þeir væru útnefndir af þeim sem fara með hið pólitíska vald sem leiði af sér að dómstólarnir muni ekki taka réttar ákvarðanir í málum þar sem niðurstöðurnar verði pantaðar af stjórnmálamönnum. Evrópusambandið deilir þessum áhyggjum formanns pólska dómarafélagsins og ætlar að beita Pólland hörðum refsiaðgerðum. Frá Íslandi er það frétta að dómsmálaráðherra ákvað að skipa 4 dómara af 15 (26,6%) við Landsrétt samkvæmt eigin geðþótta og brjóta í leiðinni lög og reglur sem gilda um skipan dómara. Meðal annars skipaði dómsmálaráðherra eiginkonu flokksbróður síns, sem hafði áður látið henni eftir efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, svo hún gæti örugglega orðið ráðherra. Hún skipaði líka eiginmann vinkonu sinnar sem starfaði með ráðherranum á lögmannsstofu í Reykjavík. Til þess að dómsmálaráðherra fengi nú alveg örugglega að ráða því hverjir yrðu dómarar við Landsrétt ákvað þáverandi ríkisstjórn í krafti meirihluta síns á Alþingi að taka þátt í lögbrotum ráðherrans og því voru greidd atkvæði um öll dómaraefnin í einu, en ekki hvert þeirra um sig, sem er augljóst brot á lögum um dómstóla. Þessir verknaðir íslenska ríkisins eru nú til meðferðar hjá mannréttindadómstól Evrópu sem ákvað á mettíma að taka málið til meðferðar. Málið er nú forgangsmál hjá dómstólnum og „potentially a leading case“, sbr. bréf dómstólsins dags. 21. júní sl. Á sama tíma hefur Stjórnarráð Íslands (ríkisstjórnin) sent frá sér tilkynningu þess efnis að Ísland gefi kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Í tilkynningu ríkisstjórnarinnar kemur fram að mannréttindaráðið hafi það að markmiði að efla og vernda mannréttindi, fjalla um mannréttindabrot og gera tillögur að úrbótum í mannréttindamálum. Vegna þessara tíðinda var rætt við forsætisráðherra í fjölmiðlum. Hún sagði að Ísland hefði getið sér gott orð fyrir framgöngu sína í mannréttindamálum og hefði verið eftir því tekið á alþjóðavísu. Af sama tilefni sagði utanríkisráðherra að Ísland hefði gagnrýnt ríki sem eiga sæti í ráðinu sem eru ekki til fyrirmyndar í mannréttindamálum s.s. Filippseyjar. Það er gott að vita af mannréttindum íbúa alls heimsins í öruggum höndum íslenska ríkisins. Á sama tíma er leitt að heyra að pólskir stjórnmálamenn séu að reyna að hafa áhrif á skipan dómstóla í landinu og þar með niðurstöður þeirra. Kannski verður það fyrsta verk Íslands sem forystuþjóðar í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að tukta pólsku ríkisstjórnina til og tryggja Pólverjum aðgang að sjálfstæðum og óháðum dómstólum sem eru skipaðir samkvæmt lögum. Eða eins og Megas og Tolli komust að orði með Íkarusi á sínum tíma: ... en ástandið í Póllandi fer hríðversnandi dag frá degi það dylst þeim ekki sem er hér við hungurmörk svo ég held ég bara þegi ég veit ekki betur en það sé sýnt & sannað að svo skal böl bœta að benda á eitthvað annað.Höfundur er hæstaréttarlögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. Með nýrri lagasetningu ætlar ríkisstjórnin þar í landi að þvinga 27 af 72 (37,5%) dómurum hæstaréttar Póllands á eftirlaun. Að sögn pólsku ríkisstjórnarinnar er ástæðan endurbætur á réttarkerfi landsins. Ekki virðast allir Pólverjar vera sammála því og telja að stjórnin vilji með þessu ná völdum yfir dómstólum landsins. Einn þeirra er Kriystian Markiewicz formaður pólska dómarafélagsins sem sagði nákvæmlega það í samtali við danska ríkisútvarpið. Hann bætti við að nýju dómararnir yrðu ekki óháðir því þeir væru útnefndir af þeim sem fara með hið pólitíska vald sem leiði af sér að dómstólarnir muni ekki taka réttar ákvarðanir í málum þar sem niðurstöðurnar verði pantaðar af stjórnmálamönnum. Evrópusambandið deilir þessum áhyggjum formanns pólska dómarafélagsins og ætlar að beita Pólland hörðum refsiaðgerðum. Frá Íslandi er það frétta að dómsmálaráðherra ákvað að skipa 4 dómara af 15 (26,6%) við Landsrétt samkvæmt eigin geðþótta og brjóta í leiðinni lög og reglur sem gilda um skipan dómara. Meðal annars skipaði dómsmálaráðherra eiginkonu flokksbróður síns, sem hafði áður látið henni eftir efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, svo hún gæti örugglega orðið ráðherra. Hún skipaði líka eiginmann vinkonu sinnar sem starfaði með ráðherranum á lögmannsstofu í Reykjavík. Til þess að dómsmálaráðherra fengi nú alveg örugglega að ráða því hverjir yrðu dómarar við Landsrétt ákvað þáverandi ríkisstjórn í krafti meirihluta síns á Alþingi að taka þátt í lögbrotum ráðherrans og því voru greidd atkvæði um öll dómaraefnin í einu, en ekki hvert þeirra um sig, sem er augljóst brot á lögum um dómstóla. Þessir verknaðir íslenska ríkisins eru nú til meðferðar hjá mannréttindadómstól Evrópu sem ákvað á mettíma að taka málið til meðferðar. Málið er nú forgangsmál hjá dómstólnum og „potentially a leading case“, sbr. bréf dómstólsins dags. 21. júní sl. Á sama tíma hefur Stjórnarráð Íslands (ríkisstjórnin) sent frá sér tilkynningu þess efnis að Ísland gefi kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Í tilkynningu ríkisstjórnarinnar kemur fram að mannréttindaráðið hafi það að markmiði að efla og vernda mannréttindi, fjalla um mannréttindabrot og gera tillögur að úrbótum í mannréttindamálum. Vegna þessara tíðinda var rætt við forsætisráðherra í fjölmiðlum. Hún sagði að Ísland hefði getið sér gott orð fyrir framgöngu sína í mannréttindamálum og hefði verið eftir því tekið á alþjóðavísu. Af sama tilefni sagði utanríkisráðherra að Ísland hefði gagnrýnt ríki sem eiga sæti í ráðinu sem eru ekki til fyrirmyndar í mannréttindamálum s.s. Filippseyjar. Það er gott að vita af mannréttindum íbúa alls heimsins í öruggum höndum íslenska ríkisins. Á sama tíma er leitt að heyra að pólskir stjórnmálamenn séu að reyna að hafa áhrif á skipan dómstóla í landinu og þar með niðurstöður þeirra. Kannski verður það fyrsta verk Íslands sem forystuþjóðar í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að tukta pólsku ríkisstjórnina til og tryggja Pólverjum aðgang að sjálfstæðum og óháðum dómstólum sem eru skipaðir samkvæmt lögum. Eða eins og Megas og Tolli komust að orði með Íkarusi á sínum tíma: ... en ástandið í Póllandi fer hríðversnandi dag frá degi það dylst þeim ekki sem er hér við hungurmörk svo ég held ég bara þegi ég veit ekki betur en það sé sýnt & sannað að svo skal böl bœta að benda á eitthvað annað.Höfundur er hæstaréttarlögmaður
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun