Spá allt að 25 stiga hita og sól í Reykjavík á sunnudag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júlí 2018 11:34 Spákort næstkomandi sunnudags. veðurstofa íslands Spákort næstkomandi sunnudags fyrir höfuðborgarsvæðið lítur ekki amalega út í augnablikinu en samkvæmt því má búast við 24 stiga hita og heiðskíru veðri í Reykjavík klukkan 14. Slíkt veður væri kærkomið þar sem íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa lítið séð til sólar það sem af er sumri og meira af rigningu. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hitinn gæti farið upp í allt að 25 stig á einhverjum stöðum í Reykjavík en slær þó töluverða varnagla á spánni þar sem allt þurfi að ganga upp til þess að hún gangi eftir. „Þetta kom svolítið snöggt inn í spárnar og ég er ekki alveg tilbúinn að gleypa þetta svona í fyrstu atrennu. Aðstæðurnar eru til staðar en það þarf í rauninni allt að ganga upp, eins og spáin lítur út núna þá virðist þetta ætla að ganga upp, en það má ofboðslega lítið út af bregða. Það verður hlýtt en hvort það fer yfir 20 gráður er svolítið viðkvæmt,“ segir Óli Þór í samtali við Vísi.Góða veðrið stoppar stutt við Hann segir þetta góða veður, ef spáin gengur eftir, standa tiltölulega stutt yfir, eða frá klukkan 10 til 11 um morguninn til klukkan 16 til 17 síðdegis. Um kvöldmatarleytið verður síðan farið að rigna, samkvæmt spánum eins og þær líta út núna. Spurður út í hvaða aðstæður þurfi að vera til staðar svo spáin gengur eftir segir Óli Þór: „Það er norðaustan átt og mjög hlýtt loft yfir landinu en þarf eiginlega að vera nægilega mikill vindur til að hafgolan nái ekki að vinna á móti og koma inn. Þá er þetta loft búið að ferðast þvert yfir landið og er að koma niður hérna mun þurrara en það lagði af stað við Austfirðina þar sem það kom að landi. Þá hlýnar það mun hraðar á leiðinni niður á láglendi hérna megin heldur en það kólnaði á leiðinni upp hinu megin. Þetta eru þessi svokölluðu hnjúkaþeysáhrif.“ Ef vindáttin er aðeins norðan við austur, austnorðaustan eða jafnvel norðaustan, þá getur spáin gengið eftir því hlýja loftið kemur niður af hálendinu. „En ef hann fer hins vegar aðeins lengra til suðurs og verður suðaustan þá fáum við þetta ekki. Þannig að þetta er svolítið viðkvæm staða en þetta eru þær aðstæður sem geta gefið okkur hlýjustu veðrin hér á suðvesturhorninu,“ segir Óli Þór.Yrði langbesti dagur sumarsinsEf þetta gengur eftir þá væri þetta væntanlega besti dagur sumarsins hér í Reykjavík? „Já, þetta verður klárlega langbesti dagur sumarsins ef þetta gengur eftir og verður meira að segja betri en besti dagurinn í fyrra,“ segir Óli Þór. Eins og áður segir gæti hitinn farið upp í allt að 25 gráður sums staðar í Reykjavík. „Ef allt gengur upp, alveg upp í topp. En ég yrði mjög ánægður ef við næðum 20 gráðum, bara þannig að við næðum að rjúfa 20 gráðurnar í ár,“ segir Óli Þór. Veður Tengdar fréttir Landinn aldrei leitað meira að góða veðrinu Íslendingar leita í gríð og erg að upplýsingum um veðrið. Ekki leitað meira að veðurtengdum leitarorðum á Google frá því að mælingar hófust. Veðurfræðingur segir sumarið slæmt sunnan- og vestanlands. Þó er von á ágætisveðri 27. júlí 2018 07:00 Veðrið býður upp á dagamun Austlæg eða breytileg átt og dálítil rigning um vestanvert landið í fyrstu, en það styttir upp og birtir til síðdegis. 27. júlí 2018 07:29 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Spákort næstkomandi sunnudags fyrir höfuðborgarsvæðið lítur ekki amalega út í augnablikinu en samkvæmt því má búast við 24 stiga hita og heiðskíru veðri í Reykjavík klukkan 14. Slíkt veður væri kærkomið þar sem íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa lítið séð til sólar það sem af er sumri og meira af rigningu. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hitinn gæti farið upp í allt að 25 stig á einhverjum stöðum í Reykjavík en slær þó töluverða varnagla á spánni þar sem allt þurfi að ganga upp til þess að hún gangi eftir. „Þetta kom svolítið snöggt inn í spárnar og ég er ekki alveg tilbúinn að gleypa þetta svona í fyrstu atrennu. Aðstæðurnar eru til staðar en það þarf í rauninni allt að ganga upp, eins og spáin lítur út núna þá virðist þetta ætla að ganga upp, en það má ofboðslega lítið út af bregða. Það verður hlýtt en hvort það fer yfir 20 gráður er svolítið viðkvæmt,“ segir Óli Þór í samtali við Vísi.Góða veðrið stoppar stutt við Hann segir þetta góða veður, ef spáin gengur eftir, standa tiltölulega stutt yfir, eða frá klukkan 10 til 11 um morguninn til klukkan 16 til 17 síðdegis. Um kvöldmatarleytið verður síðan farið að rigna, samkvæmt spánum eins og þær líta út núna. Spurður út í hvaða aðstæður þurfi að vera til staðar svo spáin gengur eftir segir Óli Þór: „Það er norðaustan átt og mjög hlýtt loft yfir landinu en þarf eiginlega að vera nægilega mikill vindur til að hafgolan nái ekki að vinna á móti og koma inn. Þá er þetta loft búið að ferðast þvert yfir landið og er að koma niður hérna mun þurrara en það lagði af stað við Austfirðina þar sem það kom að landi. Þá hlýnar það mun hraðar á leiðinni niður á láglendi hérna megin heldur en það kólnaði á leiðinni upp hinu megin. Þetta eru þessi svokölluðu hnjúkaþeysáhrif.“ Ef vindáttin er aðeins norðan við austur, austnorðaustan eða jafnvel norðaustan, þá getur spáin gengið eftir því hlýja loftið kemur niður af hálendinu. „En ef hann fer hins vegar aðeins lengra til suðurs og verður suðaustan þá fáum við þetta ekki. Þannig að þetta er svolítið viðkvæm staða en þetta eru þær aðstæður sem geta gefið okkur hlýjustu veðrin hér á suðvesturhorninu,“ segir Óli Þór.Yrði langbesti dagur sumarsinsEf þetta gengur eftir þá væri þetta væntanlega besti dagur sumarsins hér í Reykjavík? „Já, þetta verður klárlega langbesti dagur sumarsins ef þetta gengur eftir og verður meira að segja betri en besti dagurinn í fyrra,“ segir Óli Þór. Eins og áður segir gæti hitinn farið upp í allt að 25 gráður sums staðar í Reykjavík. „Ef allt gengur upp, alveg upp í topp. En ég yrði mjög ánægður ef við næðum 20 gráðum, bara þannig að við næðum að rjúfa 20 gráðurnar í ár,“ segir Óli Þór.
Veður Tengdar fréttir Landinn aldrei leitað meira að góða veðrinu Íslendingar leita í gríð og erg að upplýsingum um veðrið. Ekki leitað meira að veðurtengdum leitarorðum á Google frá því að mælingar hófust. Veðurfræðingur segir sumarið slæmt sunnan- og vestanlands. Þó er von á ágætisveðri 27. júlí 2018 07:00 Veðrið býður upp á dagamun Austlæg eða breytileg átt og dálítil rigning um vestanvert landið í fyrstu, en það styttir upp og birtir til síðdegis. 27. júlí 2018 07:29 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Landinn aldrei leitað meira að góða veðrinu Íslendingar leita í gríð og erg að upplýsingum um veðrið. Ekki leitað meira að veðurtengdum leitarorðum á Google frá því að mælingar hófust. Veðurfræðingur segir sumarið slæmt sunnan- og vestanlands. Þó er von á ágætisveðri 27. júlí 2018 07:00
Veðrið býður upp á dagamun Austlæg eða breytileg átt og dálítil rigning um vestanvert landið í fyrstu, en það styttir upp og birtir til síðdegis. 27. júlí 2018 07:29