Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júlí 2018 06:37 Michael Cohen var náinn samstarfsmaður Donald Trump til margra ára. Hann virðist ætla að verða forsetanum óþægur ljár í þúfu. Vísir/Getty Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. Tilgangur fundarins var að aðstoða Trump í kosningabaráttu hans. Rússneskur lögfræðingur sagðist búa yfir óþægilegum upplýsingum um mótframbjóðanda Trump, Hillary Clinton, sem hann vildi láta kosningaliði Trump í té. Meðal þeirra sem sóttu fundinn voru sonur Trump, Donald Trump yngri, tengdasonur Trump og kosningastjóri hans. Sonurinn birti fyrr á þessu ári tölvupóstssamskipti sem hann átti vegna fundarins þar sem ofangreint kom fram. Hann hefur að sama skapi haldið því fram að ekkert bitastætt hafi komið út úr fundinum og því hafi honum verið slitið skömmu eftir að hann hófst.Engin upptaka Hins vegar hafa Trump-liðar ætíð neitað því að forsetinn hafi vitað af fundinum þrátt fyrir að hann hafi farið fram aðeins örfáum hæðum fyrir neðan íbúð Trump í turninum. Þá hefur verið sýnt fram á að eftir fundinn hafi Trump yngri hringt símtal í leyninúmer. Margir hafa talið að faðir hans hafi verið á hinni línunni, en það hefur ekki fengist sannreynt. Samkvæmt miðlum vestanhafs er Cohen tilbúinn að bera vitni um vitneskju Trump fyrir nefnd sem rannsakar afskipti Rússa af kosningunum. Hann er þó ekki talinn hafa neina hljóðupptökur sem rennt geta stoðum undir fullyrðinguna. Greint var frá því í liðinni viku að Cohen hafi tekið upp fundi sína með Trump.Lögmaðurinn var einn nánasti samstarfsmaður Trump en sætir nú lögreglurannsókn vegna grunsamlegra fjármálagjörninga. Talið er að Cohen hafi lofað lögreglunni samstarfsvilja sínum með það fyrir augum að hljóta vægari refsingu. Samstarfsvilji Cohen myndi koma Trump sér illa, í ljósi náins sambands þeirra í gegnum árin. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26 Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um upptöku sem alríkislögreglan lagði hald á. 21. júlí 2018 13:42 Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. Tilgangur fundarins var að aðstoða Trump í kosningabaráttu hans. Rússneskur lögfræðingur sagðist búa yfir óþægilegum upplýsingum um mótframbjóðanda Trump, Hillary Clinton, sem hann vildi láta kosningaliði Trump í té. Meðal þeirra sem sóttu fundinn voru sonur Trump, Donald Trump yngri, tengdasonur Trump og kosningastjóri hans. Sonurinn birti fyrr á þessu ári tölvupóstssamskipti sem hann átti vegna fundarins þar sem ofangreint kom fram. Hann hefur að sama skapi haldið því fram að ekkert bitastætt hafi komið út úr fundinum og því hafi honum verið slitið skömmu eftir að hann hófst.Engin upptaka Hins vegar hafa Trump-liðar ætíð neitað því að forsetinn hafi vitað af fundinum þrátt fyrir að hann hafi farið fram aðeins örfáum hæðum fyrir neðan íbúð Trump í turninum. Þá hefur verið sýnt fram á að eftir fundinn hafi Trump yngri hringt símtal í leyninúmer. Margir hafa talið að faðir hans hafi verið á hinni línunni, en það hefur ekki fengist sannreynt. Samkvæmt miðlum vestanhafs er Cohen tilbúinn að bera vitni um vitneskju Trump fyrir nefnd sem rannsakar afskipti Rússa af kosningunum. Hann er þó ekki talinn hafa neina hljóðupptökur sem rennt geta stoðum undir fullyrðinguna. Greint var frá því í liðinni viku að Cohen hafi tekið upp fundi sína með Trump.Lögmaðurinn var einn nánasti samstarfsmaður Trump en sætir nú lögreglurannsókn vegna grunsamlegra fjármálagjörninga. Talið er að Cohen hafi lofað lögreglunni samstarfsvilja sínum með það fyrir augum að hljóta vægari refsingu. Samstarfsvilji Cohen myndi koma Trump sér illa, í ljósi náins sambands þeirra í gegnum árin.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26 Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um upptöku sem alríkislögreglan lagði hald á. 21. júlí 2018 13:42 Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26
Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um upptöku sem alríkislögreglan lagði hald á. 21. júlí 2018 13:42
Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34