Tíminn verður að leiða í ljós hvort tónleikarnir hafi varanleg áhrif á völlinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2018 21:26 Sviðið á Laugardalsvelli var ansi stórt. Vísir/Birgir Grasið á Laugardalsvelli er í góðu standi eftir stórtónleika rokksveitarinnar Guns N‘ Roses sem haldnir voru á vellinum á þriðjudagskvöld. Að sögn vallarstjóra virðast tónleikarnir ekki hafa haft varanleg áhrif á völlinn. Ef þau birtist hins vegar síðar verði brugðist við á viðeigandi hátt. „Vellinum líður bara mjög vel,“ segir Kristinn V. Jóhannsson vallarstjóri á Laugardalsvelli í samtali við Vísi. „Eins og staðan er núna þá eru Fram og Þróttur að spila fótboltaleik á honum þannig að þetta gekk bara frábærlega.“Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli.Mynd/SkjáskotKristinn segir skipulag og samstarf KSÍ og Laugardalsvallar við tónleikahaldara hafa gengið afar vel. „Allir sem komu að þessu voru með sitt á hreinu og fáir sem engir hnökrar.“Sjá einnig: Rúmlega 25 þúsund manns sáu Guns N' Roses á Laugardalsvelli Sérstakt gólf var lagt yfir völlinn fyrir tónleikana til að hlífa grasinu sem best. Þegar var hafist handa við að taka gólfið af vellinum að tónleikunum loknum og tók verkið töluverðan tíma. Aðspurður segir Kristinn að þrátt fyrir að völlurinn sé í góðu ásigkomulagi sjái örlítið á honum. „Við tökum alveg eftir því að það hafi verið tónleikar á vellinum. En þetta er ekkert sem við bjuggumst ekki við eða vorum ekki undirbúin fyrir.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær talaði Kristinn um að svæðið undir sviðinu, sem var níðþungt, hafi verið stærsta spurningarmerkið. Inntur eftir því hvort þunginn muni koma til með að hafa varanleg áhrif á völlinn segir Kristinn það ólíklegt. „Ég get ekki sagt það. Af því að við fórum í verkefni þar sem við vorum að gera allt í fyrsta skipti þá vorum við með... kannski ekki áhyggjur, heldur vissum ekki alveg hvað tæki við þegar gólfið færi af. Við vorum búin að gera okkur hugmyndir um það og bjuggumst við því sem birtist í nótt,“ segir Kristinn. „Varanleg áhrif birtast kannski seinna en það er þá eitthvað sem við tæklum þá. Tíminn verður bara að leiða það í ljós.“ Fótbolti Tónlist Tengdar fréttir Rúmlega 25 þúsund manns sáu Guns N´Roses á Laugardalsvelli Stærstu seldu tónleikar Íslandssögunnar áttu sér stað þriðjudagskvöldið þegar bandaríska rokksveitin Guns N' Roses lék á Laugardalsvelli fyrir framan rúmlega 25 þúsund tónleikagesti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna, Solstice Production. 26. júlí 2018 11:30 Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00 Svæðið undir níðþungu sviðinu stærsta spurningamerkið Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir stórtónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli hafa gengið vel og tónleikagesti upp til hópa hafa komið vel fram, þrátt fyrir talsverða ölvun. 25. júlí 2018 21:21 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira
Grasið á Laugardalsvelli er í góðu standi eftir stórtónleika rokksveitarinnar Guns N‘ Roses sem haldnir voru á vellinum á þriðjudagskvöld. Að sögn vallarstjóra virðast tónleikarnir ekki hafa haft varanleg áhrif á völlinn. Ef þau birtist hins vegar síðar verði brugðist við á viðeigandi hátt. „Vellinum líður bara mjög vel,“ segir Kristinn V. Jóhannsson vallarstjóri á Laugardalsvelli í samtali við Vísi. „Eins og staðan er núna þá eru Fram og Þróttur að spila fótboltaleik á honum þannig að þetta gekk bara frábærlega.“Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli.Mynd/SkjáskotKristinn segir skipulag og samstarf KSÍ og Laugardalsvallar við tónleikahaldara hafa gengið afar vel. „Allir sem komu að þessu voru með sitt á hreinu og fáir sem engir hnökrar.“Sjá einnig: Rúmlega 25 þúsund manns sáu Guns N' Roses á Laugardalsvelli Sérstakt gólf var lagt yfir völlinn fyrir tónleikana til að hlífa grasinu sem best. Þegar var hafist handa við að taka gólfið af vellinum að tónleikunum loknum og tók verkið töluverðan tíma. Aðspurður segir Kristinn að þrátt fyrir að völlurinn sé í góðu ásigkomulagi sjái örlítið á honum. „Við tökum alveg eftir því að það hafi verið tónleikar á vellinum. En þetta er ekkert sem við bjuggumst ekki við eða vorum ekki undirbúin fyrir.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær talaði Kristinn um að svæðið undir sviðinu, sem var níðþungt, hafi verið stærsta spurningarmerkið. Inntur eftir því hvort þunginn muni koma til með að hafa varanleg áhrif á völlinn segir Kristinn það ólíklegt. „Ég get ekki sagt það. Af því að við fórum í verkefni þar sem við vorum að gera allt í fyrsta skipti þá vorum við með... kannski ekki áhyggjur, heldur vissum ekki alveg hvað tæki við þegar gólfið færi af. Við vorum búin að gera okkur hugmyndir um það og bjuggumst við því sem birtist í nótt,“ segir Kristinn. „Varanleg áhrif birtast kannski seinna en það er þá eitthvað sem við tæklum þá. Tíminn verður bara að leiða það í ljós.“
Fótbolti Tónlist Tengdar fréttir Rúmlega 25 þúsund manns sáu Guns N´Roses á Laugardalsvelli Stærstu seldu tónleikar Íslandssögunnar áttu sér stað þriðjudagskvöldið þegar bandaríska rokksveitin Guns N' Roses lék á Laugardalsvelli fyrir framan rúmlega 25 þúsund tónleikagesti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna, Solstice Production. 26. júlí 2018 11:30 Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00 Svæðið undir níðþungu sviðinu stærsta spurningamerkið Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir stórtónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli hafa gengið vel og tónleikagesti upp til hópa hafa komið vel fram, þrátt fyrir talsverða ölvun. 25. júlí 2018 21:21 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira
Rúmlega 25 þúsund manns sáu Guns N´Roses á Laugardalsvelli Stærstu seldu tónleikar Íslandssögunnar áttu sér stað þriðjudagskvöldið þegar bandaríska rokksveitin Guns N' Roses lék á Laugardalsvelli fyrir framan rúmlega 25 þúsund tónleikagesti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna, Solstice Production. 26. júlí 2018 11:30
Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00
Svæðið undir níðþungu sviðinu stærsta spurningamerkið Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir stórtónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli hafa gengið vel og tónleikagesti upp til hópa hafa komið vel fram, þrátt fyrir talsverða ölvun. 25. júlí 2018 21:21