Farþegar á fyrsta farrými hjá Air India útbitnir af lús Birgir Olgeirsson skrifar 26. júlí 2018 11:47 Farþegaþota Air India yfir Mumbaí. Vísir/Getty Farþegar á fyrsta farrými flugvélar indverska ríkisflugfélagsins voru illa bitnir af veggjalús í áætlunarferð frá New York í Bandaríkjunum til indversku borgarinnar Múmbaí 18. júlí síðastliðinn. Forsvarsmenn flugfélagsins hefur beðist afsökunar á þessu og fyrirskipað rannsókn á málinu. Hefur flugfélagið heitið því að sótthreinsa vélina hátt og lágt til að koma í veg fyrir að þetta muni endurtaka sig. Einn af farþegunum er Saumya Shetty en hún var með skordýrabit út um allan líkamann og birti myndir af útbrotunum á Twitter. What an #airindia #businessclass would do to you? AI still has to get in touch with me inspite if my repeated attempts to get in touch with them. @airindiain @NewYorkTimes11 @cnni pic.twitter.com/tDHfmhX0Vx— Saumya Shetty (@saumshetty) July 20, 2018 Hún sagði í samtali við fjölmiðla að hún hefði þurft að hafa mikið fyrir því að ná athygli flugfélagsins og fékk ekki afsökunarbeiðni frá flugfélaginu fyrr en hún hafði heimsótt starfsstöð þess. Í afsökunarbréfinu kom fram búið væri að hreinsa vélina og skipta um áklæði á sætum vélarinnar. Í bréfinu kom fram að þessi lúsarfaraldur gæti hafa átt sér stað vegna veðuraðstæðna. Shetty sagði þessa útskýringu á lúsafaraldrinum ekki trúlega, það er að hann sé veðrinu að kenna, og bætti við að flugfélagið hefði boðist til að endurgreiða 75 prósent af því sem hún greiddi fyrir flugfarið. Air India er stærsta flugfélag Indlands en á vef fréttastofu BBC er tekið fram að flugfélagið sé stórskuldugt. BBC segir fyrirtækið hafa tapað markaðshlutdeild og hefur hrapað í áliti viðskiptavina vegna slæmrar þjónustu. Fyrir nokkrum árum þurfti að snúa vél flugfélagsins, á leið frá Mumbaí til London, við eftir að rotta sást í farþegarými vélarinnar. Air India hefur ekki skilað hagnaði síðan árið 2007. Árið 2017 kynntu yfirvöld í Indlandi áætlanir þess efnis að einkavæði flugfélagið. Enginn var þó tilbúinn til að kaupa ráðandi hlut í flugfélaginu. Hefði einhver ákveðið að kaupa ráðandi hlut í félaginu, þá hefði hann jafnframt þurft að taka við skuld sem nemur um fimm milljörðum dollara, eða sem nemur um 519 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Fréttir af flugi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Farþegar á fyrsta farrými flugvélar indverska ríkisflugfélagsins voru illa bitnir af veggjalús í áætlunarferð frá New York í Bandaríkjunum til indversku borgarinnar Múmbaí 18. júlí síðastliðinn. Forsvarsmenn flugfélagsins hefur beðist afsökunar á þessu og fyrirskipað rannsókn á málinu. Hefur flugfélagið heitið því að sótthreinsa vélina hátt og lágt til að koma í veg fyrir að þetta muni endurtaka sig. Einn af farþegunum er Saumya Shetty en hún var með skordýrabit út um allan líkamann og birti myndir af útbrotunum á Twitter. What an #airindia #businessclass would do to you? AI still has to get in touch with me inspite if my repeated attempts to get in touch with them. @airindiain @NewYorkTimes11 @cnni pic.twitter.com/tDHfmhX0Vx— Saumya Shetty (@saumshetty) July 20, 2018 Hún sagði í samtali við fjölmiðla að hún hefði þurft að hafa mikið fyrir því að ná athygli flugfélagsins og fékk ekki afsökunarbeiðni frá flugfélaginu fyrr en hún hafði heimsótt starfsstöð þess. Í afsökunarbréfinu kom fram búið væri að hreinsa vélina og skipta um áklæði á sætum vélarinnar. Í bréfinu kom fram að þessi lúsarfaraldur gæti hafa átt sér stað vegna veðuraðstæðna. Shetty sagði þessa útskýringu á lúsafaraldrinum ekki trúlega, það er að hann sé veðrinu að kenna, og bætti við að flugfélagið hefði boðist til að endurgreiða 75 prósent af því sem hún greiddi fyrir flugfarið. Air India er stærsta flugfélag Indlands en á vef fréttastofu BBC er tekið fram að flugfélagið sé stórskuldugt. BBC segir fyrirtækið hafa tapað markaðshlutdeild og hefur hrapað í áliti viðskiptavina vegna slæmrar þjónustu. Fyrir nokkrum árum þurfti að snúa vél flugfélagsins, á leið frá Mumbaí til London, við eftir að rotta sást í farþegarými vélarinnar. Air India hefur ekki skilað hagnaði síðan árið 2007. Árið 2017 kynntu yfirvöld í Indlandi áætlanir þess efnis að einkavæði flugfélagið. Enginn var þó tilbúinn til að kaupa ráðandi hlut í flugfélaginu. Hefði einhver ákveðið að kaupa ráðandi hlut í félaginu, þá hefði hann jafnframt þurft að taka við skuld sem nemur um fimm milljörðum dollara, eða sem nemur um 519 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.
Fréttir af flugi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira