Markaðshlutdeild Icelandair minni en helmingur í fyrsta sinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2018 11:15 Markaðshlutdeild Icelandair hefur lækkað umtalsvert á undanförnum árum, samhliða harðnandi samkeppni. Visir/pjetur Allt stefnir í að Icelandair muni í ár, í fyrsta sinn, vera með minna en helmings markaðshlutdeild á flugferðum til og frá Íslandi. Fluggreiningarfyrirtækið CAPA áætlar að markaðshlutdeild flugfélagsins verði 47,1 prósent í ár, samanborið við 51,4 prósent í fyrra og rúmlega 80 prósent árið 2012 - árið sem WOW Air tók til starfa. WOW hefur á þeim tíma aukið markaðshlutdeild sína jafnt og þétt. Talið er að hún verði 31,3 prósent í ár en markaðshlutdeild fyrirtækisins var 27,6 prósent í fyrra.Sjá einnig: Kallar á frekari uppstokkunSamanlögð markaðshlutdeild annarra flugfélaga til og frá Íslandi hefur einnig aukist á liðnum árum. Áætlanir CAPA gera ráð fyrir því að hún verði rúmur fimmtungur á þessu ári, samanborið við 15,4 prósent hlutdeild árið 2014. Alls býður 31 flugfélag upp á reglulegt millilandaflug til Keflavíkur í ár. Gert er ráð fyrir því að flugsætum til og frá Íslandi muni að sama skapi fjölga í ár um 13 prósent. Heildarfjöldi flugsæta í lok árs yrði því um 12,1 milljón talsins. Flugsætum Icelandair mun fjölga um 4 prósent í ár og mun heildarfjöldi þeirra í lok árs telja 4,7 milljónir. Það telsti hlutfallslega lítill vöxtur, samanborið við 28 prósent flugsætafjölgun WOW Air á milli ára og 13,3 prósent vöxt annarra flugfélaga sem fljúga til og frá Íslandi. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Spá því að EBITDA Icelandair Group lækki um helming á öðrum fjórðungi Greiningarfyrirtækið IFS telur að EBITDA-hagnaður Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verði 21,9 milljónir dala á öðrum fjórðungi ársins og lækki þannig um 48 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýrri afkomuspá IFS sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 12. júlí 2018 06:00 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 WOW Air tapaði 2,4 milljörðum í fyrra Skúli Mogensen segir afkomuna vonbrigði. 13. júlí 2018 15:11 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Allt stefnir í að Icelandair muni í ár, í fyrsta sinn, vera með minna en helmings markaðshlutdeild á flugferðum til og frá Íslandi. Fluggreiningarfyrirtækið CAPA áætlar að markaðshlutdeild flugfélagsins verði 47,1 prósent í ár, samanborið við 51,4 prósent í fyrra og rúmlega 80 prósent árið 2012 - árið sem WOW Air tók til starfa. WOW hefur á þeim tíma aukið markaðshlutdeild sína jafnt og þétt. Talið er að hún verði 31,3 prósent í ár en markaðshlutdeild fyrirtækisins var 27,6 prósent í fyrra.Sjá einnig: Kallar á frekari uppstokkunSamanlögð markaðshlutdeild annarra flugfélaga til og frá Íslandi hefur einnig aukist á liðnum árum. Áætlanir CAPA gera ráð fyrir því að hún verði rúmur fimmtungur á þessu ári, samanborið við 15,4 prósent hlutdeild árið 2014. Alls býður 31 flugfélag upp á reglulegt millilandaflug til Keflavíkur í ár. Gert er ráð fyrir því að flugsætum til og frá Íslandi muni að sama skapi fjölga í ár um 13 prósent. Heildarfjöldi flugsæta í lok árs yrði því um 12,1 milljón talsins. Flugsætum Icelandair mun fjölga um 4 prósent í ár og mun heildarfjöldi þeirra í lok árs telja 4,7 milljónir. Það telsti hlutfallslega lítill vöxtur, samanborið við 28 prósent flugsætafjölgun WOW Air á milli ára og 13,3 prósent vöxt annarra flugfélaga sem fljúga til og frá Íslandi.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Spá því að EBITDA Icelandair Group lækki um helming á öðrum fjórðungi Greiningarfyrirtækið IFS telur að EBITDA-hagnaður Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verði 21,9 milljónir dala á öðrum fjórðungi ársins og lækki þannig um 48 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýrri afkomuspá IFS sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 12. júlí 2018 06:00 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 WOW Air tapaði 2,4 milljörðum í fyrra Skúli Mogensen segir afkomuna vonbrigði. 13. júlí 2018 15:11 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Spá því að EBITDA Icelandair Group lækki um helming á öðrum fjórðungi Greiningarfyrirtækið IFS telur að EBITDA-hagnaður Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verði 21,9 milljónir dala á öðrum fjórðungi ársins og lækki þannig um 48 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýrri afkomuspá IFS sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 12. júlí 2018 06:00
Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43
Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00