Facebook logar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 23. júlí 2018 10:00 Það hlýtur að vera ákjósanlegt að lifa fremur rólegu lífi í sátt við sem flesta. Þeir sem slíkt líf kjósa eru ekki líklegir til að rjúka upp við öll möguleg tækifæri og hella úr skálum reiði sinnar. Þeir sjá sér engan hag í því enda er vitað að slíkt er engan veginn gott fyrir sálarlífið og rænir fólk orku sem það gæti nýtt til mun þarfari verka. Það eru þó óþarflega margir einstaklingar sem kjósa einmitt að eyða ómældum tíma og orku í að skammast sem allra mest, helst sem oftast. Þannig virðist þeim líða best. Sumir þessara einstaklinga virðast vera geðvondir að upplagi meðan aðrir vilja bara láta taka eftir sér og telja að ákjósanlegasta leiðin til þess sé að hafa nógu hátt. Síðan er dágóður hópur, hvimleiður og einstaklega hávær, sem lifir í pólitískum rétttrúnaði sem hann vill þvinga upp á aðra og mislíkar allt sem ekki þjónar málstaðnum og bendir ásakandi á þá sem ekki vilja fylgja þeim. Á netinu eru kjöraðstæður fyrir alla þá sem hafa það nánast að tómstundagamni að þefa uppi það sem þeir telja vera ósóma. Þar er mögulegt að koma óánægju sinni á framfæri á örskotsstundu, fá sterk viðbrögð og vekja um leið rækilega athygli á sjálfum sér. Það er því engin furða að þar hafa margir hreiðrað um sig og eru beinlínis í leit að einhverju sem þeir geta gert að deiluefni. Þar sem þeir eru venjulega afar fundvísir hafa þeir stöðugt við eitthvað að iðja. Oft þarf ekki mikið til að gífurleg gremja grípi um sig hjá þessum hópi. Ótal dæmi má nefna, hér er eitt, sem er ekki hárnákvæmt en á sér því miður hliðstæður í íslenskum raunveruleika: Dólgafemínisti flettir endurútgáfu á sígildri og ljúfri barnabók þar sem stúlka situr við sauma meðan bróðir hennar er úti að leika. Femínistinn froðufellir vegna stórhættulegra kynjaviðhorfa sem endurspeglast í bókinni og fær skoðanasystur sínar á Facebook í lið með sér. Sameinaðar í fordæmingu koma þær sér í hlutverk geltandi varðhunda og krefjast þess að bókin verði tekin úr umferð hið snarasta. Hrekklausum útgefanda fer að líða eins og hann hafi framið glæp og hikstar nánast niðurbrotinn upp úr sér afsökunum, enda skilst honum að allt sé vitlaust á Facebook. Hann, eins og svo margir, þráir að fá þar like en ekki skammir. Þegar netverjar leggjast margir saman á árarnar í fordæmingu sinni þá heitir það í daglegu tali: „Facebook logar“. Hún logar náttúrlega alls ekki. Langflestir Facebook notendur hafa engan áhuga á málinu sem sagt er hafa kveikt í Facebook. Það sem gerðist var að hávaðahópur fékk mikla athygli og komst í fjölmiðla, en það jafngildir engan veginn því að skoðunin sé meirihlutaskoðun. Stór hópur tók alls ekki eftir málinu og þeir sem tóku eftir því hristu margir höfuðið og fannst hreinn vitleysisgangur hafa verið þar á ferð. Facebook „logar“ með reglulegu millibili, en það er engin sérstök ástæða til að kippa sér upp við það. Hópur hávaðafólks er stöðugt að finna sér mál til að hamast á en hefur samt ekki ýkja mikið úthald og missir áhugann eftir nokkra daga. Það er nefnilega komið upp nýtt mál, algjör skandall, sem þarf að einbeita sér að – í þrjá daga eða svo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Árni Sverrisson, ,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Það hlýtur að vera ákjósanlegt að lifa fremur rólegu lífi í sátt við sem flesta. Þeir sem slíkt líf kjósa eru ekki líklegir til að rjúka upp við öll möguleg tækifæri og hella úr skálum reiði sinnar. Þeir sjá sér engan hag í því enda er vitað að slíkt er engan veginn gott fyrir sálarlífið og rænir fólk orku sem það gæti nýtt til mun þarfari verka. Það eru þó óþarflega margir einstaklingar sem kjósa einmitt að eyða ómældum tíma og orku í að skammast sem allra mest, helst sem oftast. Þannig virðist þeim líða best. Sumir þessara einstaklinga virðast vera geðvondir að upplagi meðan aðrir vilja bara láta taka eftir sér og telja að ákjósanlegasta leiðin til þess sé að hafa nógu hátt. Síðan er dágóður hópur, hvimleiður og einstaklega hávær, sem lifir í pólitískum rétttrúnaði sem hann vill þvinga upp á aðra og mislíkar allt sem ekki þjónar málstaðnum og bendir ásakandi á þá sem ekki vilja fylgja þeim. Á netinu eru kjöraðstæður fyrir alla þá sem hafa það nánast að tómstundagamni að þefa uppi það sem þeir telja vera ósóma. Þar er mögulegt að koma óánægju sinni á framfæri á örskotsstundu, fá sterk viðbrögð og vekja um leið rækilega athygli á sjálfum sér. Það er því engin furða að þar hafa margir hreiðrað um sig og eru beinlínis í leit að einhverju sem þeir geta gert að deiluefni. Þar sem þeir eru venjulega afar fundvísir hafa þeir stöðugt við eitthvað að iðja. Oft þarf ekki mikið til að gífurleg gremja grípi um sig hjá þessum hópi. Ótal dæmi má nefna, hér er eitt, sem er ekki hárnákvæmt en á sér því miður hliðstæður í íslenskum raunveruleika: Dólgafemínisti flettir endurútgáfu á sígildri og ljúfri barnabók þar sem stúlka situr við sauma meðan bróðir hennar er úti að leika. Femínistinn froðufellir vegna stórhættulegra kynjaviðhorfa sem endurspeglast í bókinni og fær skoðanasystur sínar á Facebook í lið með sér. Sameinaðar í fordæmingu koma þær sér í hlutverk geltandi varðhunda og krefjast þess að bókin verði tekin úr umferð hið snarasta. Hrekklausum útgefanda fer að líða eins og hann hafi framið glæp og hikstar nánast niðurbrotinn upp úr sér afsökunum, enda skilst honum að allt sé vitlaust á Facebook. Hann, eins og svo margir, þráir að fá þar like en ekki skammir. Þegar netverjar leggjast margir saman á árarnar í fordæmingu sinni þá heitir það í daglegu tali: „Facebook logar“. Hún logar náttúrlega alls ekki. Langflestir Facebook notendur hafa engan áhuga á málinu sem sagt er hafa kveikt í Facebook. Það sem gerðist var að hávaðahópur fékk mikla athygli og komst í fjölmiðla, en það jafngildir engan veginn því að skoðunin sé meirihlutaskoðun. Stór hópur tók alls ekki eftir málinu og þeir sem tóku eftir því hristu margir höfuðið og fannst hreinn vitleysisgangur hafa verið þar á ferð. Facebook „logar“ með reglulegu millibili, en það er engin sérstök ástæða til að kippa sér upp við það. Hópur hávaðafólks er stöðugt að finna sér mál til að hamast á en hefur samt ekki ýkja mikið úthald og missir áhugann eftir nokkra daga. Það er nefnilega komið upp nýtt mál, algjör skandall, sem þarf að einbeita sér að – í þrjá daga eða svo.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Árni Sverrisson, ,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun