Ætlaði sér aldrei að særa embættismenn borgarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 20. júlí 2018 22:49 Frá fyrsta borgarstjórnarfundinum á þessu kjörtímabili þar sem allt lék á reiðiskjálfi. Vísir/Stöð 2 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur beðist afsökunar á orðaskiptum sem áttu sér stað eftir að Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, upplýsti að Marta hygðist taka sæti í nýju umhverfis- og heilbrigðisráði. Fulltrúum minnihlutans í borgarstjórn, það er fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins, Miðflokksins og Sósíalista, fannst þetta til marks um grófan trúnaðarbrest og hélt Marta því fram að sameiginlegur listi Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins í ráð og nefndir borgarstjórnar væri trúnaðarmál. Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, ritaði í framhaldinu minnisblað þar sem kom fram að hún teldi að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar þegar Marta sakaði starfsmenn borgarinnar um trúnaðarbrest og brot á starfsskyldum sínum.Á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar í dag lagði Marta fram bréf þar sem hún sagði að kenna mætti málið við storm í vatnsglasi.Marta Guðjónsdóttir, Borgarfulltrúi.Stóð ekki til að efast um heilindi embættismanns Hún segir málið hafa orðið til orðaskipta sem einn af embættismönnum borgarinnar túlkaði sem einhverskonar árás á sig og ásakanir um brot á starfsskyldu. „Af hálfu borgarfulltrúa í minnihluta borgarstjórnar er talið að hugleiðingar embættismannsins um þetta efni hafi verið án nægilegs tilefnis. Aldrei stóð til að efast um heilindi eða starfshæfni embættismannsins,“ segir Marta í bréfi sínu.Sjá einnig: Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Hún segir að málið ætti að verða tilefni til þess að þess sé gætt framvegis að fylgja reglum á skrifstofum borgarinnar við birtingu á upplýsingum um tillögugerð borgarfulltrúa. Þar þurfi að gæta jafnræðis og tryggja að vitneskja um slíkar tillögur berist öllum borgarfulltrúum á sama tíma og með sama efnisinnihaldi. „Hafi orðaskiptin vegna þessa máls vakið upp særindi hjá embættismönnum, einum eða fleiri, biðja viðkomandi borgarfulltrúar úr minnihluta velvirðingar á því og taka fram að ekki hafi vakað fyrir þeim að vekja upp slíkar tilfinningar,“ skrifar Marta fyrir hönd borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins en fulltrúar Sósíalista, Miðflokksins og Flokks fólksins tóku undir það sem kom fram í bréfi hennar.Hlakka til samstarfsins Forsætisnefnd bókaði í sameiningu að komin séu málalok og vonast væri eftir góðu samstarfi allra flokka á kjörtímabilinu. Helga Björk Laxdal lagði fram bókun þar sem hún þakkaði kærlega fyrir þau viðbrögð sem komu fram í bréfinu. Sagði hún starfsfólk skrifstofu borgarstjórnar afar þakklátt fyrir þessi málalok og hlakkar til samstarfsins á kjörtímabilinu. Tengdar fréttir Telur að siðareglur hafi verið brotnar og vill borgarfulltrúa á námskeið Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, telur að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar 26. júní 2018 10:20 Segir að skrifstofustjóri eigi „ekki að skipta sér af“ pólitískum umræðum kjörinna fulltrúa Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki rétt að hún hafi sakað eða nafngreint nokkurn starfsmann Reykjavíkurborgar um trúnaðarbrest og upplýsingaleka. 27. júní 2018 11:24 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur beðist afsökunar á orðaskiptum sem áttu sér stað eftir að Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, upplýsti að Marta hygðist taka sæti í nýju umhverfis- og heilbrigðisráði. Fulltrúum minnihlutans í borgarstjórn, það er fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins, Miðflokksins og Sósíalista, fannst þetta til marks um grófan trúnaðarbrest og hélt Marta því fram að sameiginlegur listi Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins í ráð og nefndir borgarstjórnar væri trúnaðarmál. Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, ritaði í framhaldinu minnisblað þar sem kom fram að hún teldi að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar þegar Marta sakaði starfsmenn borgarinnar um trúnaðarbrest og brot á starfsskyldum sínum.Á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar í dag lagði Marta fram bréf þar sem hún sagði að kenna mætti málið við storm í vatnsglasi.Marta Guðjónsdóttir, Borgarfulltrúi.Stóð ekki til að efast um heilindi embættismanns Hún segir málið hafa orðið til orðaskipta sem einn af embættismönnum borgarinnar túlkaði sem einhverskonar árás á sig og ásakanir um brot á starfsskyldu. „Af hálfu borgarfulltrúa í minnihluta borgarstjórnar er talið að hugleiðingar embættismannsins um þetta efni hafi verið án nægilegs tilefnis. Aldrei stóð til að efast um heilindi eða starfshæfni embættismannsins,“ segir Marta í bréfi sínu.Sjá einnig: Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Hún segir að málið ætti að verða tilefni til þess að þess sé gætt framvegis að fylgja reglum á skrifstofum borgarinnar við birtingu á upplýsingum um tillögugerð borgarfulltrúa. Þar þurfi að gæta jafnræðis og tryggja að vitneskja um slíkar tillögur berist öllum borgarfulltrúum á sama tíma og með sama efnisinnihaldi. „Hafi orðaskiptin vegna þessa máls vakið upp særindi hjá embættismönnum, einum eða fleiri, biðja viðkomandi borgarfulltrúar úr minnihluta velvirðingar á því og taka fram að ekki hafi vakað fyrir þeim að vekja upp slíkar tilfinningar,“ skrifar Marta fyrir hönd borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins en fulltrúar Sósíalista, Miðflokksins og Flokks fólksins tóku undir það sem kom fram í bréfi hennar.Hlakka til samstarfsins Forsætisnefnd bókaði í sameiningu að komin séu málalok og vonast væri eftir góðu samstarfi allra flokka á kjörtímabilinu. Helga Björk Laxdal lagði fram bókun þar sem hún þakkaði kærlega fyrir þau viðbrögð sem komu fram í bréfinu. Sagði hún starfsfólk skrifstofu borgarstjórnar afar þakklátt fyrir þessi málalok og hlakkar til samstarfsins á kjörtímabilinu.
Tengdar fréttir Telur að siðareglur hafi verið brotnar og vill borgarfulltrúa á námskeið Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, telur að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar 26. júní 2018 10:20 Segir að skrifstofustjóri eigi „ekki að skipta sér af“ pólitískum umræðum kjörinna fulltrúa Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki rétt að hún hafi sakað eða nafngreint nokkurn starfsmann Reykjavíkurborgar um trúnaðarbrest og upplýsingaleka. 27. júní 2018 11:24 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Telur að siðareglur hafi verið brotnar og vill borgarfulltrúa á námskeið Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, telur að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar 26. júní 2018 10:20
Segir að skrifstofustjóri eigi „ekki að skipta sér af“ pólitískum umræðum kjörinna fulltrúa Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki rétt að hún hafi sakað eða nafngreint nokkurn starfsmann Reykjavíkurborgar um trúnaðarbrest og upplýsingaleka. 27. júní 2018 11:24