Radiohead krefst svara vegna dauða tæknimanns á sviði Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2018 11:04 Thom Yorke, söngvari Radiohead, á tónleikum sveitarinnar í New York 11. júlí síðastliðinn. Vísir/getty Breska hljómsveitin Radiohead krefst svara vegna slyss sem varð þegar svið, sem hljómsveitin átti að halda tónleika á skömmu síðar, féll saman í kanadísku borginni Toronto árið 2012. Tæknimaður sveitarinnar, Scott Johnson, lést í slysinu. Radiohead sneri aftur til Toronto í gær, í fyrsta sinn síðan slysið varð, og hélt þar tónleika. Söngvari sveitarinnar, Thom Yorke, ávarpaði áhorfendaskarann og lýsti yfir óánægju með rannsókn á slysinu, sem hvílt hefur eins og mara á meðlimum sveitarinnar í sex ár. „Fólkið sem á að taka ábyrgð á slysinu hefur enn ekki tekið ábyrgð. Þögnin er ærandi,“ sagði Yorke og efndi í kjölfarið til mínútuþagnar í minningu Johnson. Myndband af ávarpi Yorke má sjá í spilaranum hér að neðan.Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, varð slysið klukkutíma áður en áhorfendum var hleypt inn á tónleikastaðinn Downsview Park í Toronto árið 2012. Eins og áður sagði lést hinn 33 ára gamli Johnson nær samstundis er hann varð fyrir brakinu og þrír slösuðust að auki. Ári síðar voru þrír ákærðir fyrir aðild að slysinu: afþreyingarfyrirtækið Live Nation, verkfræðingurinn Domenic Cugliari og verktakinn Optex Staging and Service. Allir ákærðu neituðu sök. Dómsmálinu var hins vegar vísað frá vegna úrskurðar Hæstaréttar Kanada sem hafði úrskurðaði að öll mál ættu að fara fyrir dóm í héraðsdómstólum innan átján mánaða. Meðlimir Radiohead hafa ítrekað lýst yfir óánægju sinni með lyktir málsins. Á miðvikudag sagðist trommari sveitarinnar, Phil Selway, „bálreiður“ yfir því að andlát Johnson hefði aldrei verið útskýrt á fullnægjandi hátt. Hann bætti þó við að rannsókn á slysinu ætti að hefjast á næsta ári. Tónlist Tengdar fréttir Kannast ekki við lögsókn Radiohead gegn Lönu Del Rey Talsmaður útgáfufyrirtækisins Warner/Chappell, sem er með hljómsveitina Radiohead á sínum snærum, segir það ekki rétt að hljómsveitin hafi höfðað mál gegn tónlistarkonunni Lönu del Rey. 9. janúar 2018 21:22 Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. 2. júní 2017 14:52 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira
Breska hljómsveitin Radiohead krefst svara vegna slyss sem varð þegar svið, sem hljómsveitin átti að halda tónleika á skömmu síðar, féll saman í kanadísku borginni Toronto árið 2012. Tæknimaður sveitarinnar, Scott Johnson, lést í slysinu. Radiohead sneri aftur til Toronto í gær, í fyrsta sinn síðan slysið varð, og hélt þar tónleika. Söngvari sveitarinnar, Thom Yorke, ávarpaði áhorfendaskarann og lýsti yfir óánægju með rannsókn á slysinu, sem hvílt hefur eins og mara á meðlimum sveitarinnar í sex ár. „Fólkið sem á að taka ábyrgð á slysinu hefur enn ekki tekið ábyrgð. Þögnin er ærandi,“ sagði Yorke og efndi í kjölfarið til mínútuþagnar í minningu Johnson. Myndband af ávarpi Yorke má sjá í spilaranum hér að neðan.Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, varð slysið klukkutíma áður en áhorfendum var hleypt inn á tónleikastaðinn Downsview Park í Toronto árið 2012. Eins og áður sagði lést hinn 33 ára gamli Johnson nær samstundis er hann varð fyrir brakinu og þrír slösuðust að auki. Ári síðar voru þrír ákærðir fyrir aðild að slysinu: afþreyingarfyrirtækið Live Nation, verkfræðingurinn Domenic Cugliari og verktakinn Optex Staging and Service. Allir ákærðu neituðu sök. Dómsmálinu var hins vegar vísað frá vegna úrskurðar Hæstaréttar Kanada sem hafði úrskurðaði að öll mál ættu að fara fyrir dóm í héraðsdómstólum innan átján mánaða. Meðlimir Radiohead hafa ítrekað lýst yfir óánægju sinni með lyktir málsins. Á miðvikudag sagðist trommari sveitarinnar, Phil Selway, „bálreiður“ yfir því að andlát Johnson hefði aldrei verið útskýrt á fullnægjandi hátt. Hann bætti þó við að rannsókn á slysinu ætti að hefjast á næsta ári.
Tónlist Tengdar fréttir Kannast ekki við lögsókn Radiohead gegn Lönu Del Rey Talsmaður útgáfufyrirtækisins Warner/Chappell, sem er með hljómsveitina Radiohead á sínum snærum, segir það ekki rétt að hljómsveitin hafi höfðað mál gegn tónlistarkonunni Lönu del Rey. 9. janúar 2018 21:22 Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. 2. júní 2017 14:52 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira
Kannast ekki við lögsókn Radiohead gegn Lönu Del Rey Talsmaður útgáfufyrirtækisins Warner/Chappell, sem er með hljómsveitina Radiohead á sínum snærum, segir það ekki rétt að hljómsveitin hafi höfðað mál gegn tónlistarkonunni Lönu del Rey. 9. janúar 2018 21:22
Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. 2. júní 2017 14:52
Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30