Ófögnuður Þórarinn Þórarinsson skrifar 20. júlí 2018 07:00 Fundir eru nánast undantekningalaust til mikillar óþurftar. Tímasóun sem virtist vera þeim kærust sem minnstan áhuga hafa á því að koma einhverju af viti í verk. Verstir eru þó fundirnir þegar saman kemur fólk ýmist með tóm höfuð, eða full af ógeðslegum hugsunum og áformum. Tveir ólíkir menn áttu slíkan fund í byrjun vikunnar og fyrirfram óttaðist fólk með viti meðal annars að þetta yrði eins og að viðvaningur stigi inn í hnefaleikaferhyrninginn á móti Muhammad Ali. Og vissulega kom Donald Trump ansi lemstraður frá stuttri og snarpri viðureign sinni við Vladimír Pútín. Ekki furða þar sem annar er vínbelgur sem er við það að springa af heimsku, hroka og skrumi en hinn útsmoginn, eldklár og viðsjárverður járnkall, hertur og mótaður hjá hinum forna erkifjanda James Bond, Bandaríkjanna og hins vestræna heims, KGB. Háskalegustu Leppalúðar Rússagrýlunnar komu úr dýpstu og dimmustu hellum Sovétríkjanna og þaðan var Pútín kominn til þess að tuska til sjálfumglaðan silfurskeiðung frá New York sem kann ekki einu sinni að hnýta bindishnút. Pútín gæti hæglega verið skúrkur í James Bond-mynd. Svo svakalegur að hann gæti hæglega stútað besta njósnara hennar hátignar á meðan Trump gæti í besta falli verið vondi kallinn í Austin Powers-mynd, enda ekki einu sinni fær um að ganga skammlaust við hlið drottningar. Skömmu eftir að þessi ófagnaðarfundur holdgervinga bíómyndaskúrka var haldinn í Finnlandi skunduðu gulu skósveinarnir úr Aulinn ég-myndunum á Þingvöll og hringsnerust þar um sjálfa sig í fullkomnu tilgangsleysi að fagna aldar fullveldi þjóðar sem var ekki einu sinni boðið á ballið. Aularnir, við erum þeir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Fundir eru nánast undantekningalaust til mikillar óþurftar. Tímasóun sem virtist vera þeim kærust sem minnstan áhuga hafa á því að koma einhverju af viti í verk. Verstir eru þó fundirnir þegar saman kemur fólk ýmist með tóm höfuð, eða full af ógeðslegum hugsunum og áformum. Tveir ólíkir menn áttu slíkan fund í byrjun vikunnar og fyrirfram óttaðist fólk með viti meðal annars að þetta yrði eins og að viðvaningur stigi inn í hnefaleikaferhyrninginn á móti Muhammad Ali. Og vissulega kom Donald Trump ansi lemstraður frá stuttri og snarpri viðureign sinni við Vladimír Pútín. Ekki furða þar sem annar er vínbelgur sem er við það að springa af heimsku, hroka og skrumi en hinn útsmoginn, eldklár og viðsjárverður járnkall, hertur og mótaður hjá hinum forna erkifjanda James Bond, Bandaríkjanna og hins vestræna heims, KGB. Háskalegustu Leppalúðar Rússagrýlunnar komu úr dýpstu og dimmustu hellum Sovétríkjanna og þaðan var Pútín kominn til þess að tuska til sjálfumglaðan silfurskeiðung frá New York sem kann ekki einu sinni að hnýta bindishnút. Pútín gæti hæglega verið skúrkur í James Bond-mynd. Svo svakalegur að hann gæti hæglega stútað besta njósnara hennar hátignar á meðan Trump gæti í besta falli verið vondi kallinn í Austin Powers-mynd, enda ekki einu sinni fær um að ganga skammlaust við hlið drottningar. Skömmu eftir að þessi ófagnaðarfundur holdgervinga bíómyndaskúrka var haldinn í Finnlandi skunduðu gulu skósveinarnir úr Aulinn ég-myndunum á Þingvöll og hringsnerust þar um sjálfa sig í fullkomnu tilgangsleysi að fagna aldar fullveldi þjóðar sem var ekki einu sinni boðið á ballið. Aularnir, við erum þeir.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar