Umbreytingar í veðri gætu hafist um helgina Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2018 22:34 Fátt hefur verið um fína drætti í sumarveðrinu SV-lands. Gangi spáin eftir gæti breyting orðið þar á. Myndin er fengin úr safni þökk sé tíðarfarsins í sumar. Vísir/Eyþór Veðurspálíkön benda til þess að þrálát staða veðurkerfa sem hefur sett mark sitt á sumarið á Íslandi gæti riðlast um helgina. Því gæti fylgt fleiri sólardagar og hiti yfir meðaltali. Veðurfræðingur hvetur þó til hóflegrar bjartsýni. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallar um horfur fyrir ágústmánuð í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Vitnar hannar þar til hugleiðingar bandarísks veðurfræðings sem hefur túlkað mánaðarspá fyrir ágúst út frá bandarísku spálíkani. Spá hans gerir ráð fyrir því að fyrirstöðuhæð sem hefur marað yfir Skandinavíu í sumar hjaðni og umbreyting gæti orðið þegar um helgina. Við taki bylgjumynstur í háloftunum næstu vikurnar sem einkennist af hæðarhrygg frá Íslandi og Suður-Grænlandi til Bretlandseyja og öðrum yfir Norðvestur-Kanada og Íshafinu. „Ef þessi spá gengi eftir væru það ágæt tíðindi fyrir okkur. Í stað lægðaraveigju háloftavindsins og háloftakulda með sólarleysi og vætu, verður hæðarsveigja í straumnum. Sú breyting væri afgerandi og fylgdu þá fleiri sólardagar og hiti væntanlega yfir meðallagi. Vissulega ólíkir dagar eins og oftast, en tíðin frekar í þessa veru, en þá sem ríkt hefur framan af sumri,“ skrifar Einar. Spáin úr bandaríska spálíkaninu segir Einar samræmast mánaðaspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar (ECMWF) merkilega vel. Í henni sjáist svipaðar hæðarsveigjur og í því bandaríska. Hann hvetur þó til þess að fólk stilli væntingum sínum í hóf. „Sjáum hvað setur og verum hóflega bjartsýn!“ skrifar Einar. Veður Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
Veðurspálíkön benda til þess að þrálát staða veðurkerfa sem hefur sett mark sitt á sumarið á Íslandi gæti riðlast um helgina. Því gæti fylgt fleiri sólardagar og hiti yfir meðaltali. Veðurfræðingur hvetur þó til hóflegrar bjartsýni. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallar um horfur fyrir ágústmánuð í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Vitnar hannar þar til hugleiðingar bandarísks veðurfræðings sem hefur túlkað mánaðarspá fyrir ágúst út frá bandarísku spálíkani. Spá hans gerir ráð fyrir því að fyrirstöðuhæð sem hefur marað yfir Skandinavíu í sumar hjaðni og umbreyting gæti orðið þegar um helgina. Við taki bylgjumynstur í háloftunum næstu vikurnar sem einkennist af hæðarhrygg frá Íslandi og Suður-Grænlandi til Bretlandseyja og öðrum yfir Norðvestur-Kanada og Íshafinu. „Ef þessi spá gengi eftir væru það ágæt tíðindi fyrir okkur. Í stað lægðaraveigju háloftavindsins og háloftakulda með sólarleysi og vætu, verður hæðarsveigja í straumnum. Sú breyting væri afgerandi og fylgdu þá fleiri sólardagar og hiti væntanlega yfir meðallagi. Vissulega ólíkir dagar eins og oftast, en tíðin frekar í þessa veru, en þá sem ríkt hefur framan af sumri,“ skrifar Einar. Spáin úr bandaríska spálíkaninu segir Einar samræmast mánaðaspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar (ECMWF) merkilega vel. Í henni sjáist svipaðar hæðarsveigjur og í því bandaríska. Hann hvetur þó til þess að fólk stilli væntingum sínum í hóf. „Sjáum hvað setur og verum hóflega bjartsýn!“ skrifar Einar.
Veður Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira