Conte tekur undir með Trump í NATO-deilu Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 31. júlí 2018 06:00 Það fór vel með Donald Trump og Giuseppe Conte. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti og Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, fundu ýmsa sameiginlega fleti þegar þeir funduðu í Hvíta húsinu í gær, meðal annars í innflytjendamálum og fjármögnun Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO). Trump hrósaði Conte fyrir harða stefnu í innflytjendamálum sem spiluðu stórt hlutverk í ítölsku þingkosningunum. Ríkisstjórn Conte, sem komst til valda í byrjun sumars, vinnur nú að því að takmarka fólksflutninga til landsins, sér í lagi fjölda hælisleitenda sem koma á bátum frá Afríku. „Ég er sammála mörgu af því sem þið eruð að gera hvað varðar löglega og jafnvel ólöglega innflytjendur,“ sagði Trump við Conte á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu. „Hann hefur tekið harða afstöðu, afstöðu sem fá stjórnvöld hafa tekið og í mínum huga er hann að gera rétt.“ Conte greindi blaðamönnum frá því að hann væri á sama máli og Trump þegar kemur að fjármögnun NATO en Trump hefur kallað eftir því að aðildarþjóðir NATO leggi meira af mörkum til bandalagsins. Sagði Conte að krafa Trumps væri „sanngjörn“ og að hann myndi sjálfur tala fyrir henni í Evrópu. „Við verðum að semja við Bandaríkin til þess að finna hagsmunajafnvægi á milli ítalskra, bandarískra og evrópskra borgara,“ bætti Conte við. Þá benti Trump á viðskiptahallann á milli landanna tveggja sem nemur 31 milljarði dala og sagðist hann gera ráð fyrir að hallinn yrði „lagfærður fljótlega“. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Flóttamenn NATO Tengdar fréttir Trump fagnar sigri eftir leiðtogafund NATO Helstu leiðtogar Atlantshafsbandalagsins eru sammála um að bandalagið sé sterkara nú en fyrir tveggja daga átakafund sem lauk í dag. 12. júlí 2018 20:44 NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 12. júlí 2018 19:03 Mun Trump skemma sérstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna? Seinni hluti fréttaskýringar um hið sérstaklega nána samband Bretlands og Bandaríkjanna, og hvaða þýðingu það hefur fyrir heiminn. 17. júlí 2018 14:00 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, fundu ýmsa sameiginlega fleti þegar þeir funduðu í Hvíta húsinu í gær, meðal annars í innflytjendamálum og fjármögnun Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO). Trump hrósaði Conte fyrir harða stefnu í innflytjendamálum sem spiluðu stórt hlutverk í ítölsku þingkosningunum. Ríkisstjórn Conte, sem komst til valda í byrjun sumars, vinnur nú að því að takmarka fólksflutninga til landsins, sér í lagi fjölda hælisleitenda sem koma á bátum frá Afríku. „Ég er sammála mörgu af því sem þið eruð að gera hvað varðar löglega og jafnvel ólöglega innflytjendur,“ sagði Trump við Conte á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu. „Hann hefur tekið harða afstöðu, afstöðu sem fá stjórnvöld hafa tekið og í mínum huga er hann að gera rétt.“ Conte greindi blaðamönnum frá því að hann væri á sama máli og Trump þegar kemur að fjármögnun NATO en Trump hefur kallað eftir því að aðildarþjóðir NATO leggi meira af mörkum til bandalagsins. Sagði Conte að krafa Trumps væri „sanngjörn“ og að hann myndi sjálfur tala fyrir henni í Evrópu. „Við verðum að semja við Bandaríkin til þess að finna hagsmunajafnvægi á milli ítalskra, bandarískra og evrópskra borgara,“ bætti Conte við. Þá benti Trump á viðskiptahallann á milli landanna tveggja sem nemur 31 milljarði dala og sagðist hann gera ráð fyrir að hallinn yrði „lagfærður fljótlega“.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Flóttamenn NATO Tengdar fréttir Trump fagnar sigri eftir leiðtogafund NATO Helstu leiðtogar Atlantshafsbandalagsins eru sammála um að bandalagið sé sterkara nú en fyrir tveggja daga átakafund sem lauk í dag. 12. júlí 2018 20:44 NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 12. júlí 2018 19:03 Mun Trump skemma sérstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna? Seinni hluti fréttaskýringar um hið sérstaklega nána samband Bretlands og Bandaríkjanna, og hvaða þýðingu það hefur fyrir heiminn. 17. júlí 2018 14:00 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Trump fagnar sigri eftir leiðtogafund NATO Helstu leiðtogar Atlantshafsbandalagsins eru sammála um að bandalagið sé sterkara nú en fyrir tveggja daga átakafund sem lauk í dag. 12. júlí 2018 20:44
NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 12. júlí 2018 19:03
Mun Trump skemma sérstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna? Seinni hluti fréttaskýringar um hið sérstaklega nána samband Bretlands og Bandaríkjanna, og hvaða þýðingu það hefur fyrir heiminn. 17. júlí 2018 14:00