Sólfari NASA skotið á loft um helgina Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2018 16:15 Parker-sólfarið er nefnt í höfuðið á Eugene Parker sem setti fyrstur fram kenningu um tilvist sólvinds á 6. áratug síðustu aldar. Vísir/AP Parker-sólarkanna bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA verður skotið út í geim á laugardag ef allt fer að óskum. Sólfarið á að fara nær sólinni okkar en nokkuð geimfar hefur hætt sér áður. Markmiðið er meðal annars að rannsaka sólvindinn sem er fær um að raska tæknivæddu samfélagi manna. Leiðangur af þessu tagi hefur verið til umræðu í vísindasamfélaginu um áratugaskeið, að því er segir í frétt Spaceflight Insider. Stóra stundin á að renna upp á laugardagskvöld. Þá stendur til að skjóta Parker-sólarkannanum á loft á Delta IV-eldflaug frá Canaveral-höfða á Flórída. Parker á að fljúga inn í kórónu sólarinnar, ytri hluta lofthjúps hennar, um átta sinnum nær sólinni en nokkurt annað geimfar hefur gert til þessa. Geimfarið mun fara á braut um sólina en þegar það verður sem næst henni verður það í aðeins um sex og hálfrar milljón kílómetra fjarlægð frá yfirborði hennar. Til samanburðar skilja að jafnaði um 150 milljón kílómetrar jörðina og sólina að. Gangi allt eftir gæti leiðangurinn staðið til ársins 2025 og jafnvel lengur. Parker verður jafnframt hraðskreiðasti manngerði hluturinn þegar sólfarið steypist í átt að þyngdarbrunni sólarinnar á tæplega 700.000 kílómetra hraða á klukkustund. Gæti bætt spár um sólstorma Til að þola allt að 1.500°C hita svo nærri sólinni er Parker-sólfarið búið hitaskildi sem á að verja viðkvæm mælitækin fyrir því að steikjast í geisluninni. Þá óttast vísindamenn og verkfræðingar að ef eitthvað ryk gengur um sólina í andstæða átt við braut Parker þá geti jafnvel minnstu kornin sprengt gat í gegnum farið, slíkur er hraðinn. Ætlunin er að varpa frekara ljósi á eðli sólarinnar og sólvindsins svonefnda. Sólvindurinn er straumur hlaðinna agna sem myndar meðal annars segulljós, sem Íslendingar þekkja sem norðurljós, þegar þær skella á lofthjúpi jarðarinnar. Hann getur meðal annars truflað fjarskipti og gervihnetti á jörðinni. Rannsóknir Parker gætu meðal annars hjálpað vísindamönnum að spá betur fyrir um sólstorma í framtíðinni. Á braut um sólina á Parker að mæla raf- og segulsvið sólarinnar og hlöðnu agnir sólvindsins sem mun leika um farið. Einkennismerki Parker-leiðangursins á Delta IV-eldflauginni sem verður notuð til að skjóta geimfarinu út í geim.Vísir/Getty Fá ekki svörin nema að fara á staðinn David McComas, einn af aðavísindamönnum Parker-leiðangursins, segir fjölmargar spurningar brenna á vísindamönnum um sólvindinn sem þeysist á rúmlega 1,6 milljón km/klst hraða frá sólinni öllum stundum. „Við vitum ekki hvernig hann hraðar á sér til þess að ná slíkum hraða. Við vitum ekki hvernig orka frá sólinni pumpast inn í lægri kórónuna til þess að hita upp kórónuna og mynda sólvindinn. Jafnvel þó að við höfum reynt að finna út úr þessum hlutum í öll þessi ár þá er bara ekki mögulegt að svara þessum virkilega mikilvægu spurningum þangað til að við fáum gögn frá staðnum,“ segir McComas við Spaceflight Insider. NASA hefur í lengsta lagi til 23. ágúst til þess að skjóta Parker á loft til þess að geimfarið geti notfært sér þyngdarkraft reikistjörnunnar Venusar til að slöngva sér áfram að sólinni. Fresti veður eða tæknileg vandamál geimskoti fram yfir þann tíma gefst næsta tækifæri ekki fyrr en í maí á næsta ári. Hér fyrir neðan má sjá stutta umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um Parker-sólarkannann. Tækni Vísindi Sólin Geimurinn Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Parker-sólarkanna bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA verður skotið út í geim á laugardag ef allt fer að óskum. Sólfarið á að fara nær sólinni okkar en nokkuð geimfar hefur hætt sér áður. Markmiðið er meðal annars að rannsaka sólvindinn sem er fær um að raska tæknivæddu samfélagi manna. Leiðangur af þessu tagi hefur verið til umræðu í vísindasamfélaginu um áratugaskeið, að því er segir í frétt Spaceflight Insider. Stóra stundin á að renna upp á laugardagskvöld. Þá stendur til að skjóta Parker-sólarkannanum á loft á Delta IV-eldflaug frá Canaveral-höfða á Flórída. Parker á að fljúga inn í kórónu sólarinnar, ytri hluta lofthjúps hennar, um átta sinnum nær sólinni en nokkurt annað geimfar hefur gert til þessa. Geimfarið mun fara á braut um sólina en þegar það verður sem næst henni verður það í aðeins um sex og hálfrar milljón kílómetra fjarlægð frá yfirborði hennar. Til samanburðar skilja að jafnaði um 150 milljón kílómetrar jörðina og sólina að. Gangi allt eftir gæti leiðangurinn staðið til ársins 2025 og jafnvel lengur. Parker verður jafnframt hraðskreiðasti manngerði hluturinn þegar sólfarið steypist í átt að þyngdarbrunni sólarinnar á tæplega 700.000 kílómetra hraða á klukkustund. Gæti bætt spár um sólstorma Til að þola allt að 1.500°C hita svo nærri sólinni er Parker-sólfarið búið hitaskildi sem á að verja viðkvæm mælitækin fyrir því að steikjast í geisluninni. Þá óttast vísindamenn og verkfræðingar að ef eitthvað ryk gengur um sólina í andstæða átt við braut Parker þá geti jafnvel minnstu kornin sprengt gat í gegnum farið, slíkur er hraðinn. Ætlunin er að varpa frekara ljósi á eðli sólarinnar og sólvindsins svonefnda. Sólvindurinn er straumur hlaðinna agna sem myndar meðal annars segulljós, sem Íslendingar þekkja sem norðurljós, þegar þær skella á lofthjúpi jarðarinnar. Hann getur meðal annars truflað fjarskipti og gervihnetti á jörðinni. Rannsóknir Parker gætu meðal annars hjálpað vísindamönnum að spá betur fyrir um sólstorma í framtíðinni. Á braut um sólina á Parker að mæla raf- og segulsvið sólarinnar og hlöðnu agnir sólvindsins sem mun leika um farið. Einkennismerki Parker-leiðangursins á Delta IV-eldflauginni sem verður notuð til að skjóta geimfarinu út í geim.Vísir/Getty Fá ekki svörin nema að fara á staðinn David McComas, einn af aðavísindamönnum Parker-leiðangursins, segir fjölmargar spurningar brenna á vísindamönnum um sólvindinn sem þeysist á rúmlega 1,6 milljón km/klst hraða frá sólinni öllum stundum. „Við vitum ekki hvernig hann hraðar á sér til þess að ná slíkum hraða. Við vitum ekki hvernig orka frá sólinni pumpast inn í lægri kórónuna til þess að hita upp kórónuna og mynda sólvindinn. Jafnvel þó að við höfum reynt að finna út úr þessum hlutum í öll þessi ár þá er bara ekki mögulegt að svara þessum virkilega mikilvægu spurningum þangað til að við fáum gögn frá staðnum,“ segir McComas við Spaceflight Insider. NASA hefur í lengsta lagi til 23. ágúst til þess að skjóta Parker á loft til þess að geimfarið geti notfært sér þyngdarkraft reikistjörnunnar Venusar til að slöngva sér áfram að sólinni. Fresti veður eða tæknileg vandamál geimskoti fram yfir þann tíma gefst næsta tækifæri ekki fyrr en í maí á næsta ári. Hér fyrir neðan má sjá stutta umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um Parker-sólarkannann.
Tækni Vísindi Sólin Geimurinn Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira