Stjórnvaldsaðgerðir í þágu fyrstu kaupenda hafi hjálpað til Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 12:20 Hlutfallslega voru flest fyrstu kaup á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Suðurnesjum þar sem rúmlega 30% allra íbúðakaupa á öðrum ársfjórðungi voru fyrstu kaup. Vísir/Anton Brink Fyrstu íbúðarkaup voru 905 talsins á öðrum ársfjórðungi þessa árs og hafa þau ekki verið fleiri á einum ársfjórðungi í áratug. Þetta kemur fram í nýjustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir að stjórnvaldsaðgerðir á borð við heimildina til að nota séreignarsparnað skattfrjálst í útborgun húsnæðiskaupa og afslátt stimpilgjalda við fyrstu íbúðarkaup, hafi hjálpað fólki að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Ólafur segir að þeir hafi verið 1.600 talsins sem keyptu sína fyrstu íbúð á fyrstu tveimur ársfjórðungum þessa árs. Á sama tímabili hafi 600 manns tekið út séreignasparnað sinn vegna heimildarinnar til að ráðstafa séreignasparnaði sínum skattfrjálst. „Það er tæplega hálf milljón, að meðaltali, sem fólk er að taka út þannig að það hjálpar klárlega í einhverjum tilfellum,“ segir Ólafur.Fyrstu kaup í dag erfið í samanburði við undanfarin ár „Þessi fjölgun fyrstu kaupa er ekki síst ánægjuleg vegna þess að við höfum séð það í okkar könnunum að fyrstu íbúðarkaup hafa verið mjög erfið í sögulegu samhengi undanfarin ár. Við höfum séð það að meðalaldur fyrstu kaupenda hefur farið hækkandi og það eru sífellt fleiri fyrstu kaupendur sem fá aðstoð frá fjölskyldu og ættingjum til að ráðast í íbúðarkaup. Þetta endurspeglar hvað það hefur verið erfitt að kaupa fyrstu íbúð,“ segir Ólafur. Það sé skýr vísbending um að erfiðara sé að komast inn á húsnæðismarkaðinn en áður.Meðalaldur fyrstu kaupenda hefur hækkað og fleiri leita aðstoðar hjá fjölskyldu og ættingjum við fyrstu íbúð en áður.vísir/gettyAðspurður segir Ólafur að það sé ákveðin misskipting sem birtist í þessu því það séu alls ekki allir sem búi svo vel að geta leitað til fjölskyldu og ættingja eftir stuðningi. Það sé mikið umhugsunarefni. Ólafur segir að fjölgun nýbygginga skapi hreyfingu á markaði en hann hefur áhyggjur af því að flestar nýbygginganna séu afar kostnaðarsamar. Það þurfi í auknum mæli að huga að stöðu tekjulægri hópa og fyrstu kaupenda og byggja hagkvæmar og smærri íbúðir á viðráðanlegu verði. Mikilvægt að láta skynsemina ráða för Þegar Ólafur er beðinn um góðar ráðleggingar til handa þeim sem vilja stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði segir hann að þegar komi að íbúðarkaupum sé afar mikilvægt að láta skynsemina ráða för. Þá sé alltaf betra að skoða fleiri íbúðir en færri og velta málunum vandlega fyrir sér. Ólafur bendir jafnframt á gott sé að forðast eins og frekast er unnt að taka of hátt lán. Það sé mismunandi eftir lánastofnunum hvernig fyrirkomulagið er en í einhverjum tilfellum sé hægt að fá lán fyrir allt að 90% af kaupverði. „Ef fólk er að taka svona hátt lán þá eru vextirnir náttúrulega hærri.“ Það sé áhættusamara eftir því sem lánsfjárhæðin eykst og öruggara að reyna að vera með eins lágt veðhlutfall og hægt er. Berst þá talið að erfiðleikum þess að leggja til hliðar vegna slæmrar stöðu á leigumarkaði. „Þetta er mjög erfitt fyrir marga, ekki síst fyrir fólk á leigumarkaði. Það er nú þegar kannski að greiða stóran hluta af sínum ráðstöfunartekjum í leigu og þá er auðvitað erfitt að safna fyrir íbúðarkaupum,“ segir Ólafur. Húsnæðismál Tengdar fréttir Fyrstu íbúðakaup hafa ekki verið fleiri frá 2008 Fyrstu íbúðakaup einstaklinga voru samtals 905 talsins á öðrum ársfjórðungi þessa árs og hafa þau ekki verið fleiri á einum ársfjórðungi í áratug, eða frá bankahruni. 9. ágúst 2018 08:08 Meirihluti fyrstu kaupenda fær aðstoð ættingja eða vina Aldur fyrstu fasteignakaupenda fer sífellt hækkandi og meirihluti leigjenda telur ólíklegt að fara inn á markaðinn í bráð. Þá fær meirihluti fyrstu kaupenda aðstoð frá ættingjum eða vinum. 10. júlí 2018 14:15 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Fyrstu íbúðarkaup voru 905 talsins á öðrum ársfjórðungi þessa árs og hafa þau ekki verið fleiri á einum ársfjórðungi í áratug. Þetta kemur fram í nýjustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir að stjórnvaldsaðgerðir á borð við heimildina til að nota séreignarsparnað skattfrjálst í útborgun húsnæðiskaupa og afslátt stimpilgjalda við fyrstu íbúðarkaup, hafi hjálpað fólki að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Ólafur segir að þeir hafi verið 1.600 talsins sem keyptu sína fyrstu íbúð á fyrstu tveimur ársfjórðungum þessa árs. Á sama tímabili hafi 600 manns tekið út séreignasparnað sinn vegna heimildarinnar til að ráðstafa séreignasparnaði sínum skattfrjálst. „Það er tæplega hálf milljón, að meðaltali, sem fólk er að taka út þannig að það hjálpar klárlega í einhverjum tilfellum,“ segir Ólafur.Fyrstu kaup í dag erfið í samanburði við undanfarin ár „Þessi fjölgun fyrstu kaupa er ekki síst ánægjuleg vegna þess að við höfum séð það í okkar könnunum að fyrstu íbúðarkaup hafa verið mjög erfið í sögulegu samhengi undanfarin ár. Við höfum séð það að meðalaldur fyrstu kaupenda hefur farið hækkandi og það eru sífellt fleiri fyrstu kaupendur sem fá aðstoð frá fjölskyldu og ættingjum til að ráðast í íbúðarkaup. Þetta endurspeglar hvað það hefur verið erfitt að kaupa fyrstu íbúð,“ segir Ólafur. Það sé skýr vísbending um að erfiðara sé að komast inn á húsnæðismarkaðinn en áður.Meðalaldur fyrstu kaupenda hefur hækkað og fleiri leita aðstoðar hjá fjölskyldu og ættingjum við fyrstu íbúð en áður.vísir/gettyAðspurður segir Ólafur að það sé ákveðin misskipting sem birtist í þessu því það séu alls ekki allir sem búi svo vel að geta leitað til fjölskyldu og ættingja eftir stuðningi. Það sé mikið umhugsunarefni. Ólafur segir að fjölgun nýbygginga skapi hreyfingu á markaði en hann hefur áhyggjur af því að flestar nýbygginganna séu afar kostnaðarsamar. Það þurfi í auknum mæli að huga að stöðu tekjulægri hópa og fyrstu kaupenda og byggja hagkvæmar og smærri íbúðir á viðráðanlegu verði. Mikilvægt að láta skynsemina ráða för Þegar Ólafur er beðinn um góðar ráðleggingar til handa þeim sem vilja stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði segir hann að þegar komi að íbúðarkaupum sé afar mikilvægt að láta skynsemina ráða för. Þá sé alltaf betra að skoða fleiri íbúðir en færri og velta málunum vandlega fyrir sér. Ólafur bendir jafnframt á gott sé að forðast eins og frekast er unnt að taka of hátt lán. Það sé mismunandi eftir lánastofnunum hvernig fyrirkomulagið er en í einhverjum tilfellum sé hægt að fá lán fyrir allt að 90% af kaupverði. „Ef fólk er að taka svona hátt lán þá eru vextirnir náttúrulega hærri.“ Það sé áhættusamara eftir því sem lánsfjárhæðin eykst og öruggara að reyna að vera með eins lágt veðhlutfall og hægt er. Berst þá talið að erfiðleikum þess að leggja til hliðar vegna slæmrar stöðu á leigumarkaði. „Þetta er mjög erfitt fyrir marga, ekki síst fyrir fólk á leigumarkaði. Það er nú þegar kannski að greiða stóran hluta af sínum ráðstöfunartekjum í leigu og þá er auðvitað erfitt að safna fyrir íbúðarkaupum,“ segir Ólafur.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Fyrstu íbúðakaup hafa ekki verið fleiri frá 2008 Fyrstu íbúðakaup einstaklinga voru samtals 905 talsins á öðrum ársfjórðungi þessa árs og hafa þau ekki verið fleiri á einum ársfjórðungi í áratug, eða frá bankahruni. 9. ágúst 2018 08:08 Meirihluti fyrstu kaupenda fær aðstoð ættingja eða vina Aldur fyrstu fasteignakaupenda fer sífellt hækkandi og meirihluti leigjenda telur ólíklegt að fara inn á markaðinn í bráð. Þá fær meirihluti fyrstu kaupenda aðstoð frá ættingjum eða vinum. 10. júlí 2018 14:15 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Fyrstu íbúðakaup hafa ekki verið fleiri frá 2008 Fyrstu íbúðakaup einstaklinga voru samtals 905 talsins á öðrum ársfjórðungi þessa árs og hafa þau ekki verið fleiri á einum ársfjórðungi í áratug, eða frá bankahruni. 9. ágúst 2018 08:08
Meirihluti fyrstu kaupenda fær aðstoð ættingja eða vina Aldur fyrstu fasteignakaupenda fer sífellt hækkandi og meirihluti leigjenda telur ólíklegt að fara inn á markaðinn í bráð. Þá fær meirihluti fyrstu kaupenda aðstoð frá ættingjum eða vinum. 10. júlí 2018 14:15