Öruggur sigur Birgis og Axels í fyrsta leik á EM Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 14:50 Axel Bóasson er Íslandsmeistari í golfi 2018 mynd/golf.is Íslandsmeistarinn Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson unnu fyrsta leik sinn á EM í golfi örugglega í Skotlandi í dag. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir töpuðu sínum fyrsta leik. Í dag hófst keppni á EM í golfi. Nýju móti sem fór af stað í tengslum við nýtt fyrirkomulag á Evrópumeistaramótum þar sem keppt er í fjölmörgum íþróttum á sama tíma, meðal annars sundi og frjálsum íþróttum. Í golfkeppninni er keppt í liðakeppni í svokölluðum fjórbolta í holukeppni. Þá leika báðir keppendur beggja liða holurnar og betra samanlagt skor liðsins telur á hverri holu. Birgir Leifur og Axel mættu þeim Lars Buijs og Christopher Mivis í fyrsta leik. Þeir unnu 6&5, það er þeir voru með sex holu forystu þegar aðeins fimm holur voru eftir og því ómögulegt fyrir Belgana að ná þeim og leik hætt. Ólafía Þórunn og Valdís Þóra mættu Michele Thomson og Meghan Maclaren frá Bretlandi. Þær töpuðu viðureigninni 5&4. Keppt er í riðlum á mótinu þar sem fjögur lið eru í hverjum riðli. Efsta lið hvers riðli komast í undanúrslit. Bæði pör eru aftur í eldlínunni á morgun. Þá mæta Axel og Birgir Leifur ítölsku liði en Ólafía og Valdís keppa gegn Finnum. Keppt er á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslandsmeistarinn Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson unnu fyrsta leik sinn á EM í golfi örugglega í Skotlandi í dag. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir töpuðu sínum fyrsta leik. Í dag hófst keppni á EM í golfi. Nýju móti sem fór af stað í tengslum við nýtt fyrirkomulag á Evrópumeistaramótum þar sem keppt er í fjölmörgum íþróttum á sama tíma, meðal annars sundi og frjálsum íþróttum. Í golfkeppninni er keppt í liðakeppni í svokölluðum fjórbolta í holukeppni. Þá leika báðir keppendur beggja liða holurnar og betra samanlagt skor liðsins telur á hverri holu. Birgir Leifur og Axel mættu þeim Lars Buijs og Christopher Mivis í fyrsta leik. Þeir unnu 6&5, það er þeir voru með sex holu forystu þegar aðeins fimm holur voru eftir og því ómögulegt fyrir Belgana að ná þeim og leik hætt. Ólafía Þórunn og Valdís Þóra mættu Michele Thomson og Meghan Maclaren frá Bretlandi. Þær töpuðu viðureigninni 5&4. Keppt er í riðlum á mótinu þar sem fjögur lið eru í hverjum riðli. Efsta lið hvers riðli komast í undanúrslit. Bæði pör eru aftur í eldlínunni á morgun. Þá mæta Axel og Birgir Leifur ítölsku liði en Ólafía og Valdís keppa gegn Finnum. Keppt er á Gleneagles vellinum í Skotlandi.
Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira