Ítalskir læknar reiðir ríkisstjórninni fyrir að frysta bólusetningarlög Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2018 11:26 Frá samkomu andstæðinga bólusetninga í Róm í febrúar. Vísir/EPA Ríkisstjórn hægrimanna og popúlista á Ítalíu hefur samþykkt að fresta gildistöku laga sem kveða á um að börn þurfi að vera bólusett til að fá inngöngu í leik- og forskóla. Lögin voru sett eftir mislingafaraldur þar sem þúsundir manna smituðust í fyrra. Efri deild ítalska þingsins samþykkti breytingatillögu ríkisstjórnarinnar á föstudag en neðri deildin á enn eftir að greiða atkvæði um hana. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Fimm stjörnu hreyfingin og öfgahægriflokkurinn Bandalagið, voru mótfallnir lögunum þegar þau voru samþykkt í tíð fyrri ríkisstjórnar í fyrra. Þeir telja lögin stuðla að aðgreiningu barna á skólastiginu. Lögin kveða á um að foreldrar þurfi að sýna fram á að börn þeirra hafi fengið tíu hefðbundin bóluefni, þar á meðal gegn mislingum, stífkrampa og mænusótt, að sögn CNN-fréttastofunnar. Með breytingartillögunni yrðu lögin felld úr gildi í eitt ár. Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins og innanríkisráðherra, sagði fyrr í sumar að skyldubólusetningar væru „gagnslausar og í mörgum tilfellum hættulegar ef ekki skaðlegar“.Vara við afleiðingunum fyrir tíðni bólusetninga Læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafa varað við afleiðingum fyrir bólusetningatíðni á Ítalíu. Hún hefur verið undir þeim 95% sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur mælt með til að tryggja svonefnt hjarðónæmi. Hjarðónæmi á að tryggja að þeir sem geta ekki fengið bóluefni af læknisfræðilegum ástæðum njóti einnig verndar fyrir sjúkdómunum sem bólusett er fyrir. Undirróður gegn bólusetningum sem ýmsir hópar samsæriskenningasmiða og kuklara hafa ýtt undir undanfarin ár hafa fallið í sérstaklega frjóan jarðveg á Ítalíu. Dómstóll í Rimini komst að þeirri niðurstöðu árið 2012 að tengsl væru á milli svonefndra MMR-bólusetninga og einhverfu þrátt fyrir að engar vísindalegar rannsóknir bendi til þess. Dómnum var snúið við árið 2015 en CNN segir að málið hafi haft áhrif á traust Ítala til bólusetninga. Aðeins 85% ítalskra barna fengu fyrsta skammt af bóluefni gegn mislingum það ár. Rúmlega fimm þúsund manns smituðust af mislingum í faraldri sem gekk yfir Ítalíu í fyrra. Afgerandi meirihluti þeirra sem smituðust, 89%, hafði ekki verið bólusettur. Bólusetningar Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Ríkisstjórn hægrimanna og popúlista á Ítalíu hefur samþykkt að fresta gildistöku laga sem kveða á um að börn þurfi að vera bólusett til að fá inngöngu í leik- og forskóla. Lögin voru sett eftir mislingafaraldur þar sem þúsundir manna smituðust í fyrra. Efri deild ítalska þingsins samþykkti breytingatillögu ríkisstjórnarinnar á föstudag en neðri deildin á enn eftir að greiða atkvæði um hana. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Fimm stjörnu hreyfingin og öfgahægriflokkurinn Bandalagið, voru mótfallnir lögunum þegar þau voru samþykkt í tíð fyrri ríkisstjórnar í fyrra. Þeir telja lögin stuðla að aðgreiningu barna á skólastiginu. Lögin kveða á um að foreldrar þurfi að sýna fram á að börn þeirra hafi fengið tíu hefðbundin bóluefni, þar á meðal gegn mislingum, stífkrampa og mænusótt, að sögn CNN-fréttastofunnar. Með breytingartillögunni yrðu lögin felld úr gildi í eitt ár. Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins og innanríkisráðherra, sagði fyrr í sumar að skyldubólusetningar væru „gagnslausar og í mörgum tilfellum hættulegar ef ekki skaðlegar“.Vara við afleiðingunum fyrir tíðni bólusetninga Læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafa varað við afleiðingum fyrir bólusetningatíðni á Ítalíu. Hún hefur verið undir þeim 95% sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur mælt með til að tryggja svonefnt hjarðónæmi. Hjarðónæmi á að tryggja að þeir sem geta ekki fengið bóluefni af læknisfræðilegum ástæðum njóti einnig verndar fyrir sjúkdómunum sem bólusett er fyrir. Undirróður gegn bólusetningum sem ýmsir hópar samsæriskenningasmiða og kuklara hafa ýtt undir undanfarin ár hafa fallið í sérstaklega frjóan jarðveg á Ítalíu. Dómstóll í Rimini komst að þeirri niðurstöðu árið 2012 að tengsl væru á milli svonefndra MMR-bólusetninga og einhverfu þrátt fyrir að engar vísindalegar rannsóknir bendi til þess. Dómnum var snúið við árið 2015 en CNN segir að málið hafi haft áhrif á traust Ítala til bólusetninga. Aðeins 85% ítalskra barna fengu fyrsta skammt af bóluefni gegn mislingum það ár. Rúmlega fimm þúsund manns smituðust af mislingum í faraldri sem gekk yfir Ítalíu í fyrra. Afgerandi meirihluti þeirra sem smituðust, 89%, hafði ekki verið bólusettur.
Bólusetningar Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira