Hinsegin Reykjavík – borgin okkar allra Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 07:00 Góð borg einkennist af fjölmörgu. Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga í vor varð okkur tíðrætt um frjálslynda og jafnréttissinnaða borg þar sem íbúar eru jafnir, án tillits til kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna eða annars. Það er því góð tilfinning að koma að stjórn borgar með meirihluta sem leggur áherslu á mannréttindi og velsæld allra íbúa sinna. Hinsegin dagar eru í raun merkileg hátíð – grasrótarviðburður sem berst fyrir jafnrétti og sýnileika en setur um leið gleðina á oddinn og gæðir borgina okkar lit og lífi. Í gegnum tíðina hefur hinsegin fólk mátt þola fordóma, skerðingu á frelsi og því miður ofbeldi. Það er því ekki annað hægt en að fagna þeim miklu breytingum sem orðið hafa á síðustu áratugum en á sama tíma er það deginum ljósara að við verðum að halda áfram á sömu braut. Það er sorgleg staðreynd að réttindi sem náðst hafa með þrotlausri baráttu geta verið tekin aftur líkt og erlend dæmi sanna og því verðum við að vera samtaka á vitundarvaktinni. Við munum hér eftir sem hingað til láta verkin tala í þágu frjálslyndis og jafnréttis og ég mun svo sannarlega gera hvað ég get svo Reykjavíkurborg leggi áfram sitt af mörkum og fari áfram með góðu fordæmi eins og borgin hefur gert í áraraðir. Fyrr á þessu ári sótti borgin um inngöngu í samtök regnbogaborga (Rainbow Cities Network) með það að markmiði að staðfesta einlægan ásetning sinn um að virða og styðja fjölbreytileikann. Við viljum fjölbreytta borg fyrir alla, sem byggir á mannréttindum og frjálslyndi. Mér er það því bæði ljúft og skylt að taka virkan þátt í Hinsegin dögum og hlakka mikið til að ganga í gleðigöngunni á laugardaginn í nafni mannréttinda, frelsis og betra samfélags.Höfundur er formaður borgarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Góð borg einkennist af fjölmörgu. Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga í vor varð okkur tíðrætt um frjálslynda og jafnréttissinnaða borg þar sem íbúar eru jafnir, án tillits til kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna eða annars. Það er því góð tilfinning að koma að stjórn borgar með meirihluta sem leggur áherslu á mannréttindi og velsæld allra íbúa sinna. Hinsegin dagar eru í raun merkileg hátíð – grasrótarviðburður sem berst fyrir jafnrétti og sýnileika en setur um leið gleðina á oddinn og gæðir borgina okkar lit og lífi. Í gegnum tíðina hefur hinsegin fólk mátt þola fordóma, skerðingu á frelsi og því miður ofbeldi. Það er því ekki annað hægt en að fagna þeim miklu breytingum sem orðið hafa á síðustu áratugum en á sama tíma er það deginum ljósara að við verðum að halda áfram á sömu braut. Það er sorgleg staðreynd að réttindi sem náðst hafa með þrotlausri baráttu geta verið tekin aftur líkt og erlend dæmi sanna og því verðum við að vera samtaka á vitundarvaktinni. Við munum hér eftir sem hingað til láta verkin tala í þágu frjálslyndis og jafnréttis og ég mun svo sannarlega gera hvað ég get svo Reykjavíkurborg leggi áfram sitt af mörkum og fari áfram með góðu fordæmi eins og borgin hefur gert í áraraðir. Fyrr á þessu ári sótti borgin um inngöngu í samtök regnbogaborga (Rainbow Cities Network) með það að markmiði að staðfesta einlægan ásetning sinn um að virða og styðja fjölbreytileikann. Við viljum fjölbreytta borg fyrir alla, sem byggir á mannréttindum og frjálslyndi. Mér er það því bæði ljúft og skylt að taka virkan þátt í Hinsegin dögum og hlakka mikið til að ganga í gleðigöngunni á laugardaginn í nafni mannréttinda, frelsis og betra samfélags.Höfundur er formaður borgarráðs
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar