Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. ágúst 2018 19:30 Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. Sviðstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að sveitarfélögin vinni saman að lausn þessara mála. Málefni heimilislausra eru margþætt enda eru þeir ólíkur hópur. Annars vegar er um þá að ræða sem eru utangarðs vegna áfengis- eða vímuefnaneyslu og hins vegar þá sem bíða eftir félagslegu húsnæði. Í svari þáverandi Félagsmálaráðherra við fyrirspurn frá árinu 2017 kemur fram að Reykjavíkurborg stæði sig best í að útvega fólki félagslegt húsnæði en Garðabær og Kjósahreppur verst. Reykjarvíkurborg rekur Gistiskýlið við Lindargötu og Konukot svo dæmi séu nefnd. Þangað eru aðilar velkomnir óháð búsetu. „Já við greiðum allan kostnað við Gistiskýlið og rekum það. Við höfum ekki vísað fólki úr öðrum sveitarfélögum frá ef pláss er í skýlinu. Í fyrra voru um 150 gistinætur þar frá fólki sem kom annars staðar frá. Í Konukoti voru gistinætur fólks úr öðrum sveitarfélögum en Reykjavík 750 eða 25% af heildargistinóttum,“ Segir Regína Ástvaldsdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs. Þá segir hún mikilvægt að sveitarfélögin alls staðar að á landinu setjist niður og vinni saman að lausn þessara mála.Er samtal á milli sveitarfélaga þegar kemur að þessum málaflokki?„Já það er samtal á milli sveitarfélaga. Við eigum í samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ég finn ekki fyrir öðru en áhuga hjá þeim til að taka þátt í þessum málum. Þá hefur það ekki komið í framkvæmd að önnur sveitarfélög borgi fyrir viðveru íbúa sinna í gistiskýlinu við Lindargötu,“ segir Regína. Þá er ljóst að Reykjarvíkurborg beri þungann í málefnum utangarðsfólks en vandi þeirra hefur oft verið kallaður höfuðborgarvandi. „Það er eðlilegt að fólk leiti til höfuðborgarinnar sem á í fíkniefnavanda eða margþættum vanda. Þetta er þekkt erlendis og þar er mjög algengt að ríkið komi líka að þessum málaflokki vegna þess að það er vitað að höfuðborgin hefur ákveðið aðdráttarafl fyrir þennan hóp,“ segir Regína. Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. Sviðstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að sveitarfélögin vinni saman að lausn þessara mála. Málefni heimilislausra eru margþætt enda eru þeir ólíkur hópur. Annars vegar er um þá að ræða sem eru utangarðs vegna áfengis- eða vímuefnaneyslu og hins vegar þá sem bíða eftir félagslegu húsnæði. Í svari þáverandi Félagsmálaráðherra við fyrirspurn frá árinu 2017 kemur fram að Reykjavíkurborg stæði sig best í að útvega fólki félagslegt húsnæði en Garðabær og Kjósahreppur verst. Reykjarvíkurborg rekur Gistiskýlið við Lindargötu og Konukot svo dæmi séu nefnd. Þangað eru aðilar velkomnir óháð búsetu. „Já við greiðum allan kostnað við Gistiskýlið og rekum það. Við höfum ekki vísað fólki úr öðrum sveitarfélögum frá ef pláss er í skýlinu. Í fyrra voru um 150 gistinætur þar frá fólki sem kom annars staðar frá. Í Konukoti voru gistinætur fólks úr öðrum sveitarfélögum en Reykjavík 750 eða 25% af heildargistinóttum,“ Segir Regína Ástvaldsdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs. Þá segir hún mikilvægt að sveitarfélögin alls staðar að á landinu setjist niður og vinni saman að lausn þessara mála.Er samtal á milli sveitarfélaga þegar kemur að þessum málaflokki?„Já það er samtal á milli sveitarfélaga. Við eigum í samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ég finn ekki fyrir öðru en áhuga hjá þeim til að taka þátt í þessum málum. Þá hefur það ekki komið í framkvæmd að önnur sveitarfélög borgi fyrir viðveru íbúa sinna í gistiskýlinu við Lindargötu,“ segir Regína. Þá er ljóst að Reykjarvíkurborg beri þungann í málefnum utangarðsfólks en vandi þeirra hefur oft verið kallaður höfuðborgarvandi. „Það er eðlilegt að fólk leiti til höfuðborgarinnar sem á í fíkniefnavanda eða margþættum vanda. Þetta er þekkt erlendis og þar er mjög algengt að ríkið komi líka að þessum málaflokki vegna þess að það er vitað að höfuðborgin hefur ákveðið aðdráttarafl fyrir þennan hóp,“ segir Regína.
Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira