Ætla sér í úrslitaleik gegn Ajax Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. ágúst 2018 10:30 Þór/KA hefur leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. vísir/þórir Íslandsmeistarar Þórs/KA eru nú staddar í Norður-Írlandi þar sem þær munu taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrirkomulagið er þannig að fjögur lið leika í riðli og kemst efsta lið riðilsins áfram í 32-liða úrslit keppninnar en Þór/KA hefur tvívegis leikið í Meistaradeild Evrópu og fór liðið í bæði skiptin beint í 32-liða úrslit. Þór/KA er í riðli með Norður-Írlandsmeisturum Linfield, Írlandsmeisturum Wexford Youths og hollenska stórveldinu Ajax sem kemur inn í keppnina sem bikarmeistari Hollands. Donni: Ætlum okkur áfram úr riðlinumDonni, þjálfari Þórs/KA.vísir/eyþórÁ heimasíðu Þórs má finna veglega upphitun fyrir keppnina þar sem meðal annars er ítarlegt viðtal við þjálfara liðsins, Halldór Jón Sigurðsson, jafnan kallaður Donni. „Þetta verður mikil reynsla fyrir okkur öll. Fyrir Þór/KA, fyrir stelpurnar, fyrir mig og okkur öll sem standa að þessu. Þetta er búið að vera mikið ferli og mikið umstang fyrir þessa keppni. Þetta er stórt tækifæri fyrir leikmennina að sýna sig og verður án efa mjög gaman,“ segir Donni. Hann kveðst hafa kynnt sér andstæðingana vel og reiknar með Ajax sem sterkasta liðinu. „Við vitum mest um Ajax. Ég er með aðgang að mörgum leikjum hjá þeim. Þær eru sterkasta liðið, eru í efsta styrkleikaflokknum í riðlinum. Það verður klárlega erfiðasti leikurinn. Ef allt er eðlilegt verður það úrslitaleikurinn í riðlinum,“ segir Donni í samtali við Þórsport sem sjá má í heild sinni neðst í fréttinni. Leikið á gervigrasi í kvöldÞór/KA hefur leik í kvöld gegn heimakonum í Linfield og hefst leikurinn klukkan 18:30. Allir leikir riðlakeppninnar fara fram í höfuðborginni Belfast en í kvöld spilar Þór/KA á Seaview leikvangnum þar sem er gervigras. Völlurinn tekur tæplega 3500 manns í sæti.Á heimasíðu Þórs má einnig nálgast upphitunarpistla fyrir hvern leik. Þar segir jafnframt að til standi að sýna leikina beint í gegnum Youtube-síðu félagsins. Íslenski boltinn Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Fleiri fréttir Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Sjá meira
Íslandsmeistarar Þórs/KA eru nú staddar í Norður-Írlandi þar sem þær munu taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrirkomulagið er þannig að fjögur lið leika í riðli og kemst efsta lið riðilsins áfram í 32-liða úrslit keppninnar en Þór/KA hefur tvívegis leikið í Meistaradeild Evrópu og fór liðið í bæði skiptin beint í 32-liða úrslit. Þór/KA er í riðli með Norður-Írlandsmeisturum Linfield, Írlandsmeisturum Wexford Youths og hollenska stórveldinu Ajax sem kemur inn í keppnina sem bikarmeistari Hollands. Donni: Ætlum okkur áfram úr riðlinumDonni, þjálfari Þórs/KA.vísir/eyþórÁ heimasíðu Þórs má finna veglega upphitun fyrir keppnina þar sem meðal annars er ítarlegt viðtal við þjálfara liðsins, Halldór Jón Sigurðsson, jafnan kallaður Donni. „Þetta verður mikil reynsla fyrir okkur öll. Fyrir Þór/KA, fyrir stelpurnar, fyrir mig og okkur öll sem standa að þessu. Þetta er búið að vera mikið ferli og mikið umstang fyrir þessa keppni. Þetta er stórt tækifæri fyrir leikmennina að sýna sig og verður án efa mjög gaman,“ segir Donni. Hann kveðst hafa kynnt sér andstæðingana vel og reiknar með Ajax sem sterkasta liðinu. „Við vitum mest um Ajax. Ég er með aðgang að mörgum leikjum hjá þeim. Þær eru sterkasta liðið, eru í efsta styrkleikaflokknum í riðlinum. Það verður klárlega erfiðasti leikurinn. Ef allt er eðlilegt verður það úrslitaleikurinn í riðlinum,“ segir Donni í samtali við Þórsport sem sjá má í heild sinni neðst í fréttinni. Leikið á gervigrasi í kvöldÞór/KA hefur leik í kvöld gegn heimakonum í Linfield og hefst leikurinn klukkan 18:30. Allir leikir riðlakeppninnar fara fram í höfuðborginni Belfast en í kvöld spilar Þór/KA á Seaview leikvangnum þar sem er gervigras. Völlurinn tekur tæplega 3500 manns í sæti.Á heimasíðu Þórs má einnig nálgast upphitunarpistla fyrir hvern leik. Þar segir jafnframt að til standi að sýna leikina beint í gegnum Youtube-síðu félagsins.
Íslenski boltinn Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Fleiri fréttir Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn