Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Sveinn Arnarsson skrifar 7. ágúst 2018 06:00 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Fréttablaðið/Ernir Hvalur hf. fór aldrei að hertum reglum um hvalskurð frá árinu 2009. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra slakaði á kröfunum sem hið opinbera setur um hvalskurð nú sumarbyrjun. Árið 2009 tók í gildi reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum. Í henni var kveðið á um að hvalskurður skuli hefjast um leið og hvalur er kominn á land og að skurðarflöturinn skuli vera innandyra. Það ákvæði kom þó ekki til áhrifa fyrr en ári seinna, árið 2010. „Það er rétt að það hefur aldrei verið yfirbyggður skurðarflötur hjá Hval hf. eins og reglugerðin sagði til um,“ segir Freydís Dana Sigurðardóttir, fagsviðstjóri eftirlits búfjárafurða hjá Matvælastofnun, sem hefur eftirlit með starfsemi hvalveiðifyrirtækja Þessu ákvæði var því aldrei fylgt við skurð á stórhvelum. Hvalskurður átti að framkvæma innandyra þar sem um matvæli er að ræða.SkjáskotHvalur hf. virti þannig ákvæðið að vettugi án þess að Matvælastofnun stöðvi framleiðsluna eða krefji fyrirtækið um að gera eitthvað til að framfylgja reglugerðinni. „Þessu ákvæði var breytt með reglugerð og ekki er lengur gerð krafa um yfirbyggðan skurðarflöt, heldur þarf viðeigandi varnir til að koma í veg fyrir mengun afurða skv. áhættumati sem rekstraraðili gerir,“ segir Viktor Pálsson, lögfræðingur Matvælastofnunar. Starfsleyfi Hvals hf., rennur út 15. september. Í leyfinu segir að fyrirtækið skuli uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til starfseminnar í lögum og reglugerðum. Í eftirliti MAST hinn 12. júní síðastliðinn voru gerðar sjö athugasemdir sem töldust frávik frá starfsleyfi fyrirtækisins. Í aukaeftirliti að tveimur vikum liðnum voru enn sex frávik skráð frá starfsleyfi. Fréttablaðið hefur ekki vitneskju um að gerð hafi verið önnur úttekt eftir það. Hvalur hf. hefur leyfi til að veiða rúmlega 160 langreyðar á þessari vertíð og er jafnframt eina hvalveiðistöðin í heiminum í dag sem veiðir stórhveli. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30 „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Hvalur hf. fór aldrei að hertum reglum um hvalskurð frá árinu 2009. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra slakaði á kröfunum sem hið opinbera setur um hvalskurð nú sumarbyrjun. Árið 2009 tók í gildi reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum. Í henni var kveðið á um að hvalskurður skuli hefjast um leið og hvalur er kominn á land og að skurðarflöturinn skuli vera innandyra. Það ákvæði kom þó ekki til áhrifa fyrr en ári seinna, árið 2010. „Það er rétt að það hefur aldrei verið yfirbyggður skurðarflötur hjá Hval hf. eins og reglugerðin sagði til um,“ segir Freydís Dana Sigurðardóttir, fagsviðstjóri eftirlits búfjárafurða hjá Matvælastofnun, sem hefur eftirlit með starfsemi hvalveiðifyrirtækja Þessu ákvæði var því aldrei fylgt við skurð á stórhvelum. Hvalskurður átti að framkvæma innandyra þar sem um matvæli er að ræða.SkjáskotHvalur hf. virti þannig ákvæðið að vettugi án þess að Matvælastofnun stöðvi framleiðsluna eða krefji fyrirtækið um að gera eitthvað til að framfylgja reglugerðinni. „Þessu ákvæði var breytt með reglugerð og ekki er lengur gerð krafa um yfirbyggðan skurðarflöt, heldur þarf viðeigandi varnir til að koma í veg fyrir mengun afurða skv. áhættumati sem rekstraraðili gerir,“ segir Viktor Pálsson, lögfræðingur Matvælastofnunar. Starfsleyfi Hvals hf., rennur út 15. september. Í leyfinu segir að fyrirtækið skuli uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til starfseminnar í lögum og reglugerðum. Í eftirliti MAST hinn 12. júní síðastliðinn voru gerðar sjö athugasemdir sem töldust frávik frá starfsleyfi fyrirtækisins. Í aukaeftirliti að tveimur vikum liðnum voru enn sex frávik skráð frá starfsleyfi. Fréttablaðið hefur ekki vitneskju um að gerð hafi verið önnur úttekt eftir það. Hvalur hf. hefur leyfi til að veiða rúmlega 160 langreyðar á þessari vertíð og er jafnframt eina hvalveiðistöðin í heiminum í dag sem veiðir stórhveli.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30 „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19
Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30
„Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04