Ferðamenn fengu nokkrar mínútur til að forða sér Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. ágúst 2018 13:25 Hlaupið í Skaftá hefur haft mikil áhrif á ferðamenn á svæðinu. Rýma þurfti Hólaskjól eftir að brennisteinsmælir fór í gang. Vísir/Einar Skaftárhlaup hefur haft mikil áhrif á ferðalanga á svæðinu frá því það hófst. Hópur erlendra ferðamanna í hestaferð þurfti að yfirgefa Hólaskjól á föstudagskvöldið á nokkrum mínútum eftir að brennisteinsmælir fór í gang. Skilja þurfti sextíu hesta eftir um tíma. Björgunarsveitir og landverðir voru fljót til þegar brennisteinsmælir í hálendissmiðstöðinni Hólaskjóli á Fjallabaksleið nyrðri fór í gang á föstudagskvöldið. Þar var staddur hópur fólks nýkominn úr hestaferð. Tók korter að rýma Ágústa Ragnars skálavörður í Hólaskjóli segir að það hafi aðeins tekið korter að rýma svæðið. „Ég átti ekki von á því að þurfa að yfirgefa svæðið. Það hafði verið ákveðið að hópurinn myndi sitja hlaupið af sér í Hólaskjóli. En það var nú aldeilis ekki, það voru bara allir rifnir upp á rassinum og komnir út í bíla 15 mínútum síðar,“ segir hún. Hún segir að megn gaslykt hafi verið á svæðinu. „Það fóru að pípa mælar sem mæla gasmengum og það var tekin ákvörðun samfara því en lyktin fannst líka greinilega og maður fann aðeins til í hálsinum. Hjálparsveitir og landverðir voru komnir með grímur. Það var svolítið furðulegt að sjá þetta. Þetta var eins og stríðsástand,“ segir hún. Ágústa hælir björgunarfólki fyrir fagleg vinnubrögð og hræðsla hafi gripið um sig. „Hópurinn var nýkominn úr hestaferð þegar þetta gerðist og allir þreyttir og blautir. Svo kom kallið og þá var bara allt skilið eftir og ætt af stað. Maður hafði eiginlega ekki tíma fyrir neitt annað en að taka lyklanna og loka. Ég gleymdi meira að segja að taka niður fánann og það var ennþá kjöt á grillinu,“ segir hún og hlær. Skilja þurfti sextíu hesta eftir við Hólaskjól en þeir voru sóttir síðar um kvöldið að sögn Ágústu og farið með þá að Álftavatni. „Mér finnst spennandi að vera í svona ati ég er líkahálfgerður sígauni í mér en hef hins vegar aldrei lent í svona. Þetta er reynsla sem bætist í bankann, segir hún að lokum. Hlaup í Skaftá Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Sjá meira
Skaftárhlaup hefur haft mikil áhrif á ferðalanga á svæðinu frá því það hófst. Hópur erlendra ferðamanna í hestaferð þurfti að yfirgefa Hólaskjól á föstudagskvöldið á nokkrum mínútum eftir að brennisteinsmælir fór í gang. Skilja þurfti sextíu hesta eftir um tíma. Björgunarsveitir og landverðir voru fljót til þegar brennisteinsmælir í hálendissmiðstöðinni Hólaskjóli á Fjallabaksleið nyrðri fór í gang á föstudagskvöldið. Þar var staddur hópur fólks nýkominn úr hestaferð. Tók korter að rýma Ágústa Ragnars skálavörður í Hólaskjóli segir að það hafi aðeins tekið korter að rýma svæðið. „Ég átti ekki von á því að þurfa að yfirgefa svæðið. Það hafði verið ákveðið að hópurinn myndi sitja hlaupið af sér í Hólaskjóli. En það var nú aldeilis ekki, það voru bara allir rifnir upp á rassinum og komnir út í bíla 15 mínútum síðar,“ segir hún. Hún segir að megn gaslykt hafi verið á svæðinu. „Það fóru að pípa mælar sem mæla gasmengum og það var tekin ákvörðun samfara því en lyktin fannst líka greinilega og maður fann aðeins til í hálsinum. Hjálparsveitir og landverðir voru komnir með grímur. Það var svolítið furðulegt að sjá þetta. Þetta var eins og stríðsástand,“ segir hún. Ágústa hælir björgunarfólki fyrir fagleg vinnubrögð og hræðsla hafi gripið um sig. „Hópurinn var nýkominn úr hestaferð þegar þetta gerðist og allir þreyttir og blautir. Svo kom kallið og þá var bara allt skilið eftir og ætt af stað. Maður hafði eiginlega ekki tíma fyrir neitt annað en að taka lyklanna og loka. Ég gleymdi meira að segja að taka niður fánann og það var ennþá kjöt á grillinu,“ segir hún og hlær. Skilja þurfti sextíu hesta eftir við Hólaskjól en þeir voru sóttir síðar um kvöldið að sögn Ágústu og farið með þá að Álftavatni. „Mér finnst spennandi að vera í svona ati ég er líkahálfgerður sígauni í mér en hef hins vegar aldrei lent í svona. Þetta er reynsla sem bætist í bankann, segir hún að lokum.
Hlaup í Skaftá Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Sjá meira