Einn leikur fór fram í Pepsi-deild karla í dag þar sem Fylkismenn sóttu ÍBV heim í fallbaráttuslag að viðstöddu fjölmenni enda Þjóðhátíð í fullum gangi í Eyjum um helgina.
Emil Ásmundsson gerði eina mark leiksins á 15.mínútu eftir mistök í varnarlínu heimamanna. Markið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Fylkir komst með sigrinum upp í 10.sæti deildarinnar þar sem liðið hefur fimmtán stig en ÍBV hefur einu stigi meira í 9.sæti deildarinnar.
Sjáðu markið sem skaut Fylki úr fallsæti
Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 0-1 Fylkir | Fylkismenn sóttu þrjú stig á Þjóðhátíð
Fylkismenn unnu gríðarlega mikilvægan 0-1 sigur á ÍBV á Hásteinsvelli í dag í Þjóðhátíðarleik