Nær Cody Garbrandt að endurheimta beltið? Pétur Marinó Jónsson skrifar 4. ágúst 2018 17:00 Dillashaw fagnar í fyrri bardaga þeirra. Vísir/Getty UFC 227 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Besti bardagamaður heims fer í enn eina titilvörnina og fyrrum meistari reynir að endurheimta tapað belti. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir T.J. Dillashaw og Cody Garbrandt. Um endurat (e. rematch) er að ræða en þeir mættust í nóvember í fyrra. Þá var Garbrandt meistari en Dillashaw varð aftur bantamvigtarmeistari eftir rothögg í 2. lotu eins og má sjá hér. Fyrir akkúrat níu mánuðum síðan var Cody Garbrandt á leið í sína fyrstu titilvörn. Titilvörnin fór ekki eins og vonir stóðu til og fær hann nú annað tækifæri til að endurheimta beltið. Óhætt er að segja að sagan sé ekki með Garbrandt. Þegar fyrrum meistari fær strax annað tækifæri gegn ríkjandi meistara (án þess að hvorugur berjist við aðra andstæðinga) hefur fyrrum meistarinn alltaf tapað síðan 2004. Randy Couture tapaði léttþungavigtarbeltinu sínu til Vitor Belfort í janúar 2004. Hann fékk þó tækifæri á að endurheimta beltið nokkrum mánuðum síðar og sigraði þá Belfort. Síðan þá hafa fimm fyrrum meistarar reynt hið sama en alltaf mistekist. Nú síðast sáum við Joanna Jedrzejczyk reyna að endurheimta beltið af Rose Namajunas en eins og svo oft áður hélt meistarinn titlinum. Garbrandt er því ekki með söguna með sér og gæti verið kominn í leiðinlega stöðu tapi hann í kvöld. Það yrði hans annað tap gegn ríkjandi meistara og yrði það því ansi ólíklegt að Garbrandt fengi aftur séns á beltinu á meðan Dillashaw er meistari. Það er því ansi mikið undir fyrir Garbrandt. Garbrandt á þó góðan séns í kvöld enda var hann ekki langt frá því að rota Dillashaw í fyrra. Bardaginn verður væntanlega gríðarlega jafn eins og fyrri bardaginn og gætu smá mistök reynst ansi dýrkeypt. Eins og áður segir mun besti bardagamaður heims, Demetrious Johnson, berjast í kvöld. Hann mætir Henry Cejudo en sá bardagi er einnig endurat. Fyrri bardagi þeirra var ekki eins jafn eins og viðureign Dillashaw og Garbrandt. Johnson kláraði Cejudo með höggum eftir tæpar þrjár mínútur í fyrstu lotu og spurning hvort Cejudo geti staðið betur í honum í þetta sinn. Cejudo tók gull á Ólympíuleikunum 2008 í frjálsri glímu og ætlar sér nú að taka gullið í fluguvigt UFC. UFC 227 fer fram í kvöld í Los Angeles en bein útsending hefst kl. 2 í nótt á Stöð 2 Sport 2. MMA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
UFC 227 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Besti bardagamaður heims fer í enn eina titilvörnina og fyrrum meistari reynir að endurheimta tapað belti. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir T.J. Dillashaw og Cody Garbrandt. Um endurat (e. rematch) er að ræða en þeir mættust í nóvember í fyrra. Þá var Garbrandt meistari en Dillashaw varð aftur bantamvigtarmeistari eftir rothögg í 2. lotu eins og má sjá hér. Fyrir akkúrat níu mánuðum síðan var Cody Garbrandt á leið í sína fyrstu titilvörn. Titilvörnin fór ekki eins og vonir stóðu til og fær hann nú annað tækifæri til að endurheimta beltið. Óhætt er að segja að sagan sé ekki með Garbrandt. Þegar fyrrum meistari fær strax annað tækifæri gegn ríkjandi meistara (án þess að hvorugur berjist við aðra andstæðinga) hefur fyrrum meistarinn alltaf tapað síðan 2004. Randy Couture tapaði léttþungavigtarbeltinu sínu til Vitor Belfort í janúar 2004. Hann fékk þó tækifæri á að endurheimta beltið nokkrum mánuðum síðar og sigraði þá Belfort. Síðan þá hafa fimm fyrrum meistarar reynt hið sama en alltaf mistekist. Nú síðast sáum við Joanna Jedrzejczyk reyna að endurheimta beltið af Rose Namajunas en eins og svo oft áður hélt meistarinn titlinum. Garbrandt er því ekki með söguna með sér og gæti verið kominn í leiðinlega stöðu tapi hann í kvöld. Það yrði hans annað tap gegn ríkjandi meistara og yrði það því ansi ólíklegt að Garbrandt fengi aftur séns á beltinu á meðan Dillashaw er meistari. Það er því ansi mikið undir fyrir Garbrandt. Garbrandt á þó góðan séns í kvöld enda var hann ekki langt frá því að rota Dillashaw í fyrra. Bardaginn verður væntanlega gríðarlega jafn eins og fyrri bardaginn og gætu smá mistök reynst ansi dýrkeypt. Eins og áður segir mun besti bardagamaður heims, Demetrious Johnson, berjast í kvöld. Hann mætir Henry Cejudo en sá bardagi er einnig endurat. Fyrri bardagi þeirra var ekki eins jafn eins og viðureign Dillashaw og Garbrandt. Johnson kláraði Cejudo með höggum eftir tæpar þrjár mínútur í fyrstu lotu og spurning hvort Cejudo geti staðið betur í honum í þetta sinn. Cejudo tók gull á Ólympíuleikunum 2008 í frjálsri glímu og ætlar sér nú að taka gullið í fluguvigt UFC. UFC 227 fer fram í kvöld í Los Angeles en bein útsending hefst kl. 2 í nótt á Stöð 2 Sport 2.
MMA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira