Innlent

Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá hlaupi í Skaftá árið 2015.
Frá hlaupi í Skaftá árið 2015. Stöð 2
Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en hlaupið árið 2015 sem var stærsta hlaup í sögu mælinga. Ástæðan fyrir því að hlaupið árið 2015 varð svo stórt er að það braust svo hratt fram. Tómas Janusson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir hlaupið í ár hafa brotist fram með meiri hraða en árið 2015 og því sé óljóst á þessari stundu hvað það verður stórt.

Tómas segir í samtali við fréttastofu að hlaupið í ár rísi mun hraðar en vísindamenn gerður ráð fyrir. Fylgst verður náið með þessari þróun og hve mikið hámarksrennslið verður.

Minna vatn er í eystri Skaftárkatli en þegar hlaupið 2015 átti sér stað. Hlaupið í ár kemur þó mun brattar fram og þess vegna hefur almannavörnum og öðrum hlutaðeigandi verið gert viðvart. Búist er við að það muni taka hlaupið skemmri tíma að ná niður í byggð en áður var talið og að það verði jafnvel stærra en búist var við. Hvort það verði stærra og meira en árið 2015 verður að koma í ljós að sögn Tómasar.

Tómas sagði jökulhlaup í Skaftá iðulega loka vissum leiðum en auðvelt sé að forðast þessi hættusvæði. Varað er hins vegar við því að mengun frá hlaupinu geti valdið fólki slysum á augum ef það dvelur löngum stundum við ána. 


Tengdar fréttir

Ferðafólk haldi sig fjarri farvegi Skaftár

Veðurstofan tilkynnti í gær að Skaftárhlaup væri hafið og að hlaupið brytist væntanlega undan jöklinum aðfaranótt morgundagsins, það nái svo hámarki snemma á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×