Körfubolti

Miklar breytingar á NBA-landslaginu á aðeins rúmu einu ári

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James og Kyrie Irving hafa báðir yfirgefið Cleveland á rúmu ári.
LeBron James og Kyrie Irving hafa báðir yfirgefið Cleveland á rúmu ári. Vísir/Getty
NBA-deildin í körfubolta hefur tekið miklum breytingum á síðustu mánuðum þar sem margir stjörnuleikmenn hafa fundið sér ný lið af ýmsum ástæðum.

Af þessu tilefni er athyglisvert að skoða aðeins leikmenn sem tóku þátt í Stjörnuleik NBA-deildarinnar tímabilið 2016-17.

12 af 24 leikmönnum í Stjörnuleiknum 2017 spila nú með öðru liði en þeir gerði í febrúarmánuði 2017.

NBC Sports tók þetta saman og setti upp í grafík sem má sjá hérna fyrir neðan.







Meðal þeirra sem hafa fundið sér nýtt lið voru tvær stærstu stjörnur þá ríkjandi NBA-meistara Cleveland Cavaliers þeir LeBron James og Kyrie Irving.

Tveir leikmenn í þessum hóp hafa náð að fara í gegnum þrjú félög á þessum tíma en það eru þeir Isaiah Thomas og Carmelo Anthony.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×