Stjörnufans til styrktar Einstökum börnum Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Þeir félagarnir ákváðu að taka þátt til að bæði styrkja og vekja athygli á Einstökum börnum. Fréttablaðið/Þórsteinn Þeir félagar Pétur Kiernan, Aron Mola og Sigurbjartur Sturla Atlason hafa rottað sig saman og munu hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu saman. Ástæðan fyrir því að þeir taka þátt í þessari þrekraun er málefnið sem þeir hlaupa fyrir – Einstök börn. Einstök börn er stuðningsfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma og heilkenni. Helsta hlutverk félagsins er að gæta hagsmuna þessara barna og aðstandenda þeirra. „Það er málefni sem okkur finnst skipta miklu máli, viljum glaðir styrkja og vekja athygli á,“ segja strákarnir. Þeir hafa skráð sig í 10 kílómetrana en útiloka alls ekki að vegalengdin geti lengst umtalsvert ef vel gengur að safna. „Við erum skráðir í 10 kílómetra eins og er. Ef söfnunin okkar gengur vel þá gætum við hins vegar endað með að hlaupa heilt maraþon. Ef við fáum tvær milljónir hlaupum við 21 kílómetra en fjórar milljónir senda okkur í heilt maraþon.“Er þetta ykkar fyrsta maraþon eða hafið þið hlaupið áður? „Pétur og Sigurbjartur hafa hlaupið tíu kílómetra áður. Aron hefur hlaupið mest átta kílómetra þannig hann ætti að vera í mesta áhættuhópnum. En við munum peppa hver annan upp þar sem enginn okkar er í líkamlegu standi til að hlaupa maraþon.“Einstök börn urðu 20 ára í fyrra og nokkur einstök börn heimsóttu Bessastaði af því tilefni.Fréttablaðið/StefánÞeir eru sammála um að Pétur sé í langbesta forminu af þeim öllum og Aron í því versta. Enginn þeirra er þó nálægt því að vera í formi til að hlaupa heilt maraþon játa þeir. Aðspurðir hvort þeir séu byrjaðir að æfa segjast þeir ekki vera komnir mikið af stað – en metnaðurinn er þó töluverður og þeir eru komnir með gífurlega sterkan liðsauka í þjálfuninni fyrir maraþonið. „Við erum bara nýbúnir að taka þessa ákvörðun þannig að við höfum ekki æft mikið en við erum að koma okkur af stað. Kári Steinn ætlar að kenna okkur einhver trix sem munu vonandi skila sér á stóra deginum.“ Það er þó ekki bara líkamleg þjálfun sem skiptir máli – það er líka andlegi þátturinn, sem þarf að sinna í langhlaupum. Það að hafa viljastyrkinn til að halda áfram að gera sama hlutinn aftur og aftur í lengri tíma og ýta sér alla leið yfir marklínuna getur verið þrautin þyngri – hvernig tæklið þið þetta strákar? „Við verðum bara að vera tilbúnir að klífa alla þá veggi sem við rekumst á, við hættum ekki fyrr en við erum komnir í mark.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Þeir félagar Pétur Kiernan, Aron Mola og Sigurbjartur Sturla Atlason hafa rottað sig saman og munu hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu saman. Ástæðan fyrir því að þeir taka þátt í þessari þrekraun er málefnið sem þeir hlaupa fyrir – Einstök börn. Einstök börn er stuðningsfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma og heilkenni. Helsta hlutverk félagsins er að gæta hagsmuna þessara barna og aðstandenda þeirra. „Það er málefni sem okkur finnst skipta miklu máli, viljum glaðir styrkja og vekja athygli á,“ segja strákarnir. Þeir hafa skráð sig í 10 kílómetrana en útiloka alls ekki að vegalengdin geti lengst umtalsvert ef vel gengur að safna. „Við erum skráðir í 10 kílómetra eins og er. Ef söfnunin okkar gengur vel þá gætum við hins vegar endað með að hlaupa heilt maraþon. Ef við fáum tvær milljónir hlaupum við 21 kílómetra en fjórar milljónir senda okkur í heilt maraþon.“Er þetta ykkar fyrsta maraþon eða hafið þið hlaupið áður? „Pétur og Sigurbjartur hafa hlaupið tíu kílómetra áður. Aron hefur hlaupið mest átta kílómetra þannig hann ætti að vera í mesta áhættuhópnum. En við munum peppa hver annan upp þar sem enginn okkar er í líkamlegu standi til að hlaupa maraþon.“Einstök börn urðu 20 ára í fyrra og nokkur einstök börn heimsóttu Bessastaði af því tilefni.Fréttablaðið/StefánÞeir eru sammála um að Pétur sé í langbesta forminu af þeim öllum og Aron í því versta. Enginn þeirra er þó nálægt því að vera í formi til að hlaupa heilt maraþon játa þeir. Aðspurðir hvort þeir séu byrjaðir að æfa segjast þeir ekki vera komnir mikið af stað – en metnaðurinn er þó töluverður og þeir eru komnir með gífurlega sterkan liðsauka í þjálfuninni fyrir maraþonið. „Við erum bara nýbúnir að taka þessa ákvörðun þannig að við höfum ekki æft mikið en við erum að koma okkur af stað. Kári Steinn ætlar að kenna okkur einhver trix sem munu vonandi skila sér á stóra deginum.“ Það er þó ekki bara líkamleg þjálfun sem skiptir máli – það er líka andlegi þátturinn, sem þarf að sinna í langhlaupum. Það að hafa viljastyrkinn til að halda áfram að gera sama hlutinn aftur og aftur í lengri tíma og ýta sér alla leið yfir marklínuna getur verið þrautin þyngri – hvernig tæklið þið þetta strákar? „Við verðum bara að vera tilbúnir að klífa alla þá veggi sem við rekumst á, við hættum ekki fyrr en við erum komnir í mark.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira