Pálmi Rafn: Mikilvægt fyrir félagið að ná Evrópusæti Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. ágúst 2018 18:45 Pálmi Rafn átti fínan leik á Akureyri í dag. vísir/bára KR fór norður til Akureyrar í dag og vann mikilvægan en nauman sigur á KA og styrkti þar með stöðu sína í 4.sæti Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var vægast sagt bragðdaufur en Pálmi Rafn Pálmason var besti leikmaður vallarins og lagði meðal annars upp eina mark leiksins. Hann segist ekki hafa verið farinn að örvænta þó erfiðlega hafi gengið að brjóta þéttan varnarmúr KA á bak aftur. „1-0 er kannski tæpt en mér fannst við stjórna leiknum meira og minna í 90 mínútur og mér fannst þetta verðskuldað. Auðvitað sækja þeir í endann og fá hornspyrnur og aukaspyrnur en mér fannst þetta fyllilega verðskuldað,“ segir Pálmi. „Það var ekkert farið að fara um mig. Mér fannst við skapa færi í fyrri hálfleik og við áttum að skora. Í seinni hálfleik náum við spilinu okkar betur í gang en sköpum okkur kannski ekki nein dauðafæri. Það er nóg að skora eitt mark á meðan hinir skora ekki neitt og það var það sem við gerðum.“ ,,Mikilvægt fyrir félagið að ná Evrópusæti"Í ljósi þess að Breiðablik og Stjarnan eru á leið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins mun 4.sæti Pepsi-deildarinnar að öllum líkindum þýða sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. Pálmi Rafn segir þá staðreynd veita KR-ingum aukinn kraft fyrir lokatörn Pepsi-deildarinnar. „Algjörlega. Það er hrikalega mikilvægt fyrir félagið að ná Evrópusæti. Við viljum að sjálfsögðu ná þessu Evrópusæti aftur og það er alltaf markmiðið hjá KR. Við ætlum að berjast fyrir því eins og við getum,“ segir Pálmi. Pálmi Rafn lék með KA við góðan orðstír fyrir rúmum áratug síðan en hann segir þó engar blendnar tilfinningar hafa bærst innra með honum í leiknum í dag. „Nei, nei, ekkert þannig. Það er orðið langt síðan ég spilaði fyrir KA en mér þykir mjög vænt um klúbbinn og fólkið hérna. Þetta er yndislegur staður og yndislegt að koma hingað. Auðvitað er öðruvísi að spila á móti KA heldur en öðrum liðum. Þetta er svolítið eins og að spila á móti Völsung. Mér þykir vænt um félagið og vona að þeim vegni vel, en ekki gegn okkur,“ sagði Pálmi að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
KR fór norður til Akureyrar í dag og vann mikilvægan en nauman sigur á KA og styrkti þar með stöðu sína í 4.sæti Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var vægast sagt bragðdaufur en Pálmi Rafn Pálmason var besti leikmaður vallarins og lagði meðal annars upp eina mark leiksins. Hann segist ekki hafa verið farinn að örvænta þó erfiðlega hafi gengið að brjóta þéttan varnarmúr KA á bak aftur. „1-0 er kannski tæpt en mér fannst við stjórna leiknum meira og minna í 90 mínútur og mér fannst þetta verðskuldað. Auðvitað sækja þeir í endann og fá hornspyrnur og aukaspyrnur en mér fannst þetta fyllilega verðskuldað,“ segir Pálmi. „Það var ekkert farið að fara um mig. Mér fannst við skapa færi í fyrri hálfleik og við áttum að skora. Í seinni hálfleik náum við spilinu okkar betur í gang en sköpum okkur kannski ekki nein dauðafæri. Það er nóg að skora eitt mark á meðan hinir skora ekki neitt og það var það sem við gerðum.“ ,,Mikilvægt fyrir félagið að ná Evrópusæti"Í ljósi þess að Breiðablik og Stjarnan eru á leið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins mun 4.sæti Pepsi-deildarinnar að öllum líkindum þýða sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. Pálmi Rafn segir þá staðreynd veita KR-ingum aukinn kraft fyrir lokatörn Pepsi-deildarinnar. „Algjörlega. Það er hrikalega mikilvægt fyrir félagið að ná Evrópusæti. Við viljum að sjálfsögðu ná þessu Evrópusæti aftur og það er alltaf markmiðið hjá KR. Við ætlum að berjast fyrir því eins og við getum,“ segir Pálmi. Pálmi Rafn lék með KA við góðan orðstír fyrir rúmum áratug síðan en hann segir þó engar blendnar tilfinningar hafa bærst innra með honum í leiknum í dag. „Nei, nei, ekkert þannig. Það er orðið langt síðan ég spilaði fyrir KA en mér þykir mjög vænt um klúbbinn og fólkið hérna. Þetta er yndislegur staður og yndislegt að koma hingað. Auðvitað er öðruvísi að spila á móti KA heldur en öðrum liðum. Þetta er svolítið eins og að spila á móti Völsung. Mér þykir vænt um félagið og vona að þeim vegni vel, en ekki gegn okkur,“ sagði Pálmi að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira