Hinn 29 ára gamli Salih Khater frá Birmingham, sem sakaður er um að hafa vísvitandi keyrt bifreið sinni á fótgangandi og hjólandi vegfarendur við Westminster í Englandi verður ákærður fyrir morðtilraun.
BBC greinir frá því að Khater sem er upprunalega frá Súdan hafi sært þrjá vegfarendur í árásinni sem ákæruvaldið telur til hryðjuverks.
Khater er ákærður í tveimur liðum, fyrst fyrir morðtilraun fyrir utan þinghús Breta og í öðrum lið fyrir tilraun til morðs á lögreglumönnum
