Erlent

Ökumaðurinn ákærður fyrir morðtilraunir

Andri Eysteinsson skrifar
Khater ók bíl af gerðinni Ford Fiesta inn í skarann fyrir framan þinghúsið.
Khater ók bíl af gerðinni Ford Fiesta inn í skarann fyrir framan þinghúsið. Vísir/AP
Hinn 29 ára gamli Salih Khater frá Birmingham, sem sakaður er um að hafa vísvitandi keyrt bifreið sinni á fótgangandi og hjólandi vegfarendur við Westminster í Englandi verður ákærður fyrir morðtilraun.

BBC greinir frá því að Khater sem er upprunalega frá Súdan hafi sært þrjá vegfarendur í árásinni sem ákæruvaldið telur til hryðjuverks.

Khater er ákærður í tveimur liðum, fyrst fyrir morðtilraun fyrir utan þinghús Breta og í öðrum lið fyrir tilraun til morðs á lögreglumönnum


Tengdar fréttir

Árásin rannsökuð sem hryðjuverk

Enginn lét lífið og enginn særðist alvarlega þegar maður á þrítugsaldri ók Ford Fiesta á fólk við þinghúsið í London.

Ekið á fólk í Lundúnum

Lögreglan í Lundúnum hefur handtekið mann sem ók bíl sínum inn í hóp gangandi vegfarenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×