Una veiðiþjófadómi en boða hörku framvegis Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. ágúst 2018 08:00 Landeigendur gengu á árinu 2012 frá leigu veiðiréttinda í Þverá/Kjarrá fyrir árin 2013-2017 til Stara ehf. Mynd/Starir Dómi um að veiðiþjófar í Kjarrá þurfi ekki að greiða veiðileyfasala bætur verður ekki áfrýjað. Lögmaður boðar hins vegar hörku ef fleiri slík mál kom upp. Leigutakinn segir veiðiþjófum fjölga og að herða þurfi viðurlög við brotunum. „Það var ekki talið svara kostnaði að fara með málið áfram, sérstaklega þegar horft er til þess að tjónvaldar eru oft ekki borgunarmenn,“ segir Páll Mikael Kristjánsson, lögmaður Stara ehf. „Það breytir því ekki að niðurstaða héraðsdóms var augljóslega röng og ljóst að önnur mál verða sótt af hörku ef þau koma upp.“ Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær voru tveir menn staðnir að veiðiþjófnaði í Kjarrá í fyrrasumar. Auk þess að vera ekki með veiðileyfi – sem kostuðu 245 þúsund krónur fyrir daginn á þeim tíma – veiddu þeir á maðk, sem er stranglega bannað í Kjarrá. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi þá í 50 þúsund króna sekt en hafnaði kröfum Stara ehf. um bætur því ekki hefði tekist að sanna neitt tjón. „Þetta var mjög einbeittur brotavilji hjá þessum mönnum,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, einn leigutakanna. Fyrst hafi sést til mannanna á veiðum í Lambá, hliðará Kjarrár, eftir að bónda grunaði að óboðnir gestir væru á svæðinu og setti dróna á loft. Þegar veiðivörður hafi komið að þeim hafi þeir verið búnir að veiða einn lax á maðk í Efra-Rauðabergi, þekktum veiðistað í sjálfri Kjarrá. Þangað er vel hálftíma gangur. „Þeir velja þennan stað alveg klárlega með það í huga að það séu minni líkur á að þeir verði gripnir. Þetta var einfaldlega skipulögð ferð með veiðiþjófnað í huga,“ segir Ingólfur. Veiðiþjófarnir játuði brot sitt en höfnuðu bótakröfum Stara. „Dómarinn treysti sér ekki til að dæma neinar bætur – sem er merkilegt vegna þess að þarna er verið að taka vöru ófrjálsri hendi,“ segir Ingólfur.Að sögn Ingólfs færist veiðiþjófnaður í vöxt. Veiðivarsla hafi verið aukin víða. „Við erum með eftirlit með drónum og hestum, það er mjög vel fylgst með. Vöktun á ánum almennt er orðin miklu skipulagðari og drónar eru mjög góður þáttur í því. Það er ekki verið að fylgjast með veiðimönnunum sjálfum heldur því sem gerist utan veiðitíma og kannski á svæðum sem eru langt í burtu.“ Viðurlög við veiðiþjófnaði á Íslandi eru alltof væg að mati Ingólfs. Breyta þurfi lagarammanum og hann viti til þess að Landssamband veiðifélaga sé að skoða málið. Erlendis sé staðan önnur. „Ef menn eru staðnir að veiðiþjófnaði í Kanada til dæmis er allt gert upptækt; ef þú ert á bíl þá er hann tekinn af þér og ef þú ert á bát þá er hann tekinn af þér. Sektin er allt að 20 þúsund Kanadadollurum og þú ferð á sakaskrá – þetta er bara meiriháttar mál.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Stangveiði Tengdar fréttir Veiðileyfasali fékk engar bætur dæmdar fyrir þjófnað í Kjarrá Tveir menn sem staðnir voru að veiðiþjófnaði í Kjarrá í Borgarfirði í fyrra sleppa við að greiða tæplega 1,5 milljóna króna bótakröfu og miskabætur að auki en eru dæmdir til að borga 50 þúsund í sekt hvor í ríkissjóð. 15. ágúst 2018 06:45 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira
Dómi um að veiðiþjófar í Kjarrá þurfi ekki að greiða veiðileyfasala bætur verður ekki áfrýjað. Lögmaður boðar hins vegar hörku ef fleiri slík mál kom upp. Leigutakinn segir veiðiþjófum fjölga og að herða þurfi viðurlög við brotunum. „Það var ekki talið svara kostnaði að fara með málið áfram, sérstaklega þegar horft er til þess að tjónvaldar eru oft ekki borgunarmenn,“ segir Páll Mikael Kristjánsson, lögmaður Stara ehf. „Það breytir því ekki að niðurstaða héraðsdóms var augljóslega röng og ljóst að önnur mál verða sótt af hörku ef þau koma upp.“ Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær voru tveir menn staðnir að veiðiþjófnaði í Kjarrá í fyrrasumar. Auk þess að vera ekki með veiðileyfi – sem kostuðu 245 þúsund krónur fyrir daginn á þeim tíma – veiddu þeir á maðk, sem er stranglega bannað í Kjarrá. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi þá í 50 þúsund króna sekt en hafnaði kröfum Stara ehf. um bætur því ekki hefði tekist að sanna neitt tjón. „Þetta var mjög einbeittur brotavilji hjá þessum mönnum,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, einn leigutakanna. Fyrst hafi sést til mannanna á veiðum í Lambá, hliðará Kjarrár, eftir að bónda grunaði að óboðnir gestir væru á svæðinu og setti dróna á loft. Þegar veiðivörður hafi komið að þeim hafi þeir verið búnir að veiða einn lax á maðk í Efra-Rauðabergi, þekktum veiðistað í sjálfri Kjarrá. Þangað er vel hálftíma gangur. „Þeir velja þennan stað alveg klárlega með það í huga að það séu minni líkur á að þeir verði gripnir. Þetta var einfaldlega skipulögð ferð með veiðiþjófnað í huga,“ segir Ingólfur. Veiðiþjófarnir játuði brot sitt en höfnuðu bótakröfum Stara. „Dómarinn treysti sér ekki til að dæma neinar bætur – sem er merkilegt vegna þess að þarna er verið að taka vöru ófrjálsri hendi,“ segir Ingólfur.Að sögn Ingólfs færist veiðiþjófnaður í vöxt. Veiðivarsla hafi verið aukin víða. „Við erum með eftirlit með drónum og hestum, það er mjög vel fylgst með. Vöktun á ánum almennt er orðin miklu skipulagðari og drónar eru mjög góður þáttur í því. Það er ekki verið að fylgjast með veiðimönnunum sjálfum heldur því sem gerist utan veiðitíma og kannski á svæðum sem eru langt í burtu.“ Viðurlög við veiðiþjófnaði á Íslandi eru alltof væg að mati Ingólfs. Breyta þurfi lagarammanum og hann viti til þess að Landssamband veiðifélaga sé að skoða málið. Erlendis sé staðan önnur. „Ef menn eru staðnir að veiðiþjófnaði í Kanada til dæmis er allt gert upptækt; ef þú ert á bíl þá er hann tekinn af þér og ef þú ert á bát þá er hann tekinn af þér. Sektin er allt að 20 þúsund Kanadadollurum og þú ferð á sakaskrá – þetta er bara meiriháttar mál.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Stangveiði Tengdar fréttir Veiðileyfasali fékk engar bætur dæmdar fyrir þjófnað í Kjarrá Tveir menn sem staðnir voru að veiðiþjófnaði í Kjarrá í Borgarfirði í fyrra sleppa við að greiða tæplega 1,5 milljóna króna bótakröfu og miskabætur að auki en eru dæmdir til að borga 50 þúsund í sekt hvor í ríkissjóð. 15. ágúst 2018 06:45 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira
Veiðileyfasali fékk engar bætur dæmdar fyrir þjófnað í Kjarrá Tveir menn sem staðnir voru að veiðiþjófnaði í Kjarrá í Borgarfirði í fyrra sleppa við að greiða tæplega 1,5 milljóna króna bótakröfu og miskabætur að auki en eru dæmdir til að borga 50 þúsund í sekt hvor í ríkissjóð. 15. ágúst 2018 06:45