Segist þvinguð til að brjóta umferðarlög Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. ágúst 2018 06:30 Aka þarf yfir óbrotna línu á miðjum Álftanesvegi til að komast fram hjá nýjum hraðahindrunum. Fréttablaðið/Stefán „Nú eru þeir búnir að neyða okkur til að fremja umferðarlagabrot,“ segir Helga Árnadóttir, íbúi í Hleinahverfi í Garðabæ, um nýjustu vendingar í ágreiningsmáli hverfisbúanna við bæjaryfirvöld vegna umferðar um gamla Álftanesveginn. Bæjaryfirvöld ákváðu að loka fyrir umferð um gamla Álftanesveginn vegna óska frá íbúum í svokölluðu Prýðahverfi sem er norðan við veginn. Íbúar í Hleinahverfi nærri Hrafnistu og íbúar í norðurbæ Hafnarfjarðar mótmæltu þar sem lokunin myndi kosta þá óþægindi við að aka lengri leiðir út úr hverfum sínum. Málið er í kæruferli en nýlega settu bæjaryfirvöld upp hraðahindranir á veginum. „Þeir eru búnir að setja þrengingar á veginn með steypuklumpum svo við verðum að brjóta heila línu til að aka í gegn,“ segir Helga. „Mér finnst þetta hálfvitalegt. Ef löggan sér okkur og sektar okkur, hver á þá að borga það?“ spyr Helga sem kveður Hleinahverfisbúa afar ósátta. „Bæjarstjórinn gekk hér í öll hús fyrir kosningar og lofaði öllu fögru; sagði að engu yrði breytt og veginum ekki lokað,“ segir Helga. Greinilega eigi ekki að standa við þau fyrirheit. Enda hafi bæjarstjórinn sagt á fundi fyrir kosningar að minni hagsmunir yrðu að víkja fyrir meiri og þá átt við að loka þyrfti veginum á endanum. „Ég skil ekki það mat,“ segir Helga. „En fólkið í Prýðahverfinu vill ekki að við séum að aka þarna um, við erum eitthvað að trufla það. Þannig að við gamla fólkið megum bara éta það sem úti frýs.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
„Nú eru þeir búnir að neyða okkur til að fremja umferðarlagabrot,“ segir Helga Árnadóttir, íbúi í Hleinahverfi í Garðabæ, um nýjustu vendingar í ágreiningsmáli hverfisbúanna við bæjaryfirvöld vegna umferðar um gamla Álftanesveginn. Bæjaryfirvöld ákváðu að loka fyrir umferð um gamla Álftanesveginn vegna óska frá íbúum í svokölluðu Prýðahverfi sem er norðan við veginn. Íbúar í Hleinahverfi nærri Hrafnistu og íbúar í norðurbæ Hafnarfjarðar mótmæltu þar sem lokunin myndi kosta þá óþægindi við að aka lengri leiðir út úr hverfum sínum. Málið er í kæruferli en nýlega settu bæjaryfirvöld upp hraðahindranir á veginum. „Þeir eru búnir að setja þrengingar á veginn með steypuklumpum svo við verðum að brjóta heila línu til að aka í gegn,“ segir Helga. „Mér finnst þetta hálfvitalegt. Ef löggan sér okkur og sektar okkur, hver á þá að borga það?“ spyr Helga sem kveður Hleinahverfisbúa afar ósátta. „Bæjarstjórinn gekk hér í öll hús fyrir kosningar og lofaði öllu fögru; sagði að engu yrði breytt og veginum ekki lokað,“ segir Helga. Greinilega eigi ekki að standa við þau fyrirheit. Enda hafi bæjarstjórinn sagt á fundi fyrir kosningar að minni hagsmunir yrðu að víkja fyrir meiri og þá átt við að loka þyrfti veginum á endanum. „Ég skil ekki það mat,“ segir Helga. „En fólkið í Prýðahverfinu vill ekki að við séum að aka þarna um, við erum eitthvað að trufla það. Þannig að við gamla fólkið megum bara éta það sem úti frýs.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira