Knattspyrnuáhugamenn á Indlandi, Afganistan, Bangladesh, Bútan, Nepal, Maldíveyjum, Pakistan og Srí Lanka munu geta horft frítt á leiki La Liga í gegnum Facebook en fólk annars staðar í heiminum mun ekki geta horft á leikina í gegnum samskiptamiðilinn.
270 milljónir Indverja eru á Facebook.
Á undanförnum árum hafa samskiptamiðlar í auknum mæli reynt að koma sér inn á þennan markað og er hafnaboltinn í Bandaríkjunum til að mynda sýndur í gegnum Facebook. Þá eru blikur á lofti varðandi ensku úrvalsdeildina og talið að yfirstandandi leiktíð sé sú síðasta þar sem allir leikir deildarinnar eru seldir til sjónvarpsstöðva.
Í Bandaríkjunum hefur NFL deildin einnig farið þessa leið en Amazon sýnir frá nokkrum leikjum deildarinnar og hafði betur í samkeppni við Twitter, YouTube og Verizon.
From Friday, people in the Indian subcontinent will have only one way to watch La Liga games: on Facebook.
— BBC Sport (@BBCSport) August 14, 2018
https://t.co/dtNhGnsa3P pic.twitter.com/b9dhO92VKI