Harmleikur almenninganna Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 15. ágúst 2018 05:49 Ögmundur Jónasson stakk niður penna í Fréttablaðið hinn 8. ágúst síðastliðinn og fjallar um eignarhald á landi og Samtök atvinnulífsins. Það er skemmst frá því að segja að Samtök atvinnulífsins hafa ekki yfirlýsta stefnu um eignarhald jarða á Íslandi. Það hef ég hins vegar og það er sjálfsagt að deila henni með Ögmundi. Hann segir meðal annars að Samtök atvinnulífsins hafi sýnt að þeim sé ekki sama um hin huglægu gildi og vísar hann þar í áherslu samtakanna á að styrkja íslenska tungu og menningu. Það er rétt hjá Ögmundi og það má bæta við að tangarsókn til verndar íslenskri tungu mun byggjast á samstarfi við erlend og risastór tæknifyrirtæki. Meira um það síðar. Hann spyr hvernig væri að leyfa landinu og auðlindum þess að fylgja með í þeim pakka; að auðlindirnar verði okkar allra. Skoðum það. Saga auðlinda í almannaeigu er þyrnum stráð. Breski hagfræðingurinn William Forster Lloyd kallaði þetta harmleik almenninganna (e. the tragedy of the commons). Þegar eitthvað er í eigu allra hefur enginn hagsmuni af því að ganga vel um það. Þótt auðlindir séu í eigu einstaklinga er ekki þar með sagt að þeir geti gert við þær það sem þeim sýnist. Ríkið stýrir nýtingu á landi og auðlindum með lögum. Það dettur engum í hug að leggja eitthvað annað til. Ég get hins vegar deilt því með Ögmundi að erfiðu dæmin liggja á jaðrinum. Mér finnst í lagi að erlendir aðilar eigi nokkur prósent af landinu. Mér hugnast sýnu verr að þeir eigi nokkra tugi prósenta. Ég get ekki sætt mig við að landið verði í erlendri eigu. Alhæfingar eru nefnilega svo erfiðar.Hvati til langtímahugsunar Ögmundur nefnir réttilega að auðlindir fylgi eignarrétti að landi. Þannig hefur það verið í þau rúmlega í 1.100 ár sem við höfum búið á þessu landi. Allan þann tíma hafa auðlindir verið í eigu einstaklinga og verið nýttar af þeim. Það er erfitt að gera eitthvað vel, sérstaklega samfleytt í rúmlega 1.100 ár, en heilt á litið hefur þetta bara gengið ljómandi vel. Það hefur enginn meiri hagsmuni af ábyrgri og sjálfbærri nýtingu auðlindar heldur en eigandi hennar. Séreignarréttur skapar hvata til langtímahugsunar. Væntanlega sér Ögmundur fyrir sér að menn eins og hann, stjórnmálamenn, eigi að stýra landi og auðlindum fyrir fólkið. Stjórnmálamenn hugsa hins vegar sjaldnast lengur en til fjögurra ára og sú langtímahugsun fer minnkandi eftir því sem líður á kjörtímabilin. Við verðum að standa vörð um eignarréttinn – eins og við Ögmundur getum rætt yfir kaffibolla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson stakk niður penna í Fréttablaðið hinn 8. ágúst síðastliðinn og fjallar um eignarhald á landi og Samtök atvinnulífsins. Það er skemmst frá því að segja að Samtök atvinnulífsins hafa ekki yfirlýsta stefnu um eignarhald jarða á Íslandi. Það hef ég hins vegar og það er sjálfsagt að deila henni með Ögmundi. Hann segir meðal annars að Samtök atvinnulífsins hafi sýnt að þeim sé ekki sama um hin huglægu gildi og vísar hann þar í áherslu samtakanna á að styrkja íslenska tungu og menningu. Það er rétt hjá Ögmundi og það má bæta við að tangarsókn til verndar íslenskri tungu mun byggjast á samstarfi við erlend og risastór tæknifyrirtæki. Meira um það síðar. Hann spyr hvernig væri að leyfa landinu og auðlindum þess að fylgja með í þeim pakka; að auðlindirnar verði okkar allra. Skoðum það. Saga auðlinda í almannaeigu er þyrnum stráð. Breski hagfræðingurinn William Forster Lloyd kallaði þetta harmleik almenninganna (e. the tragedy of the commons). Þegar eitthvað er í eigu allra hefur enginn hagsmuni af því að ganga vel um það. Þótt auðlindir séu í eigu einstaklinga er ekki þar með sagt að þeir geti gert við þær það sem þeim sýnist. Ríkið stýrir nýtingu á landi og auðlindum með lögum. Það dettur engum í hug að leggja eitthvað annað til. Ég get hins vegar deilt því með Ögmundi að erfiðu dæmin liggja á jaðrinum. Mér finnst í lagi að erlendir aðilar eigi nokkur prósent af landinu. Mér hugnast sýnu verr að þeir eigi nokkra tugi prósenta. Ég get ekki sætt mig við að landið verði í erlendri eigu. Alhæfingar eru nefnilega svo erfiðar.Hvati til langtímahugsunar Ögmundur nefnir réttilega að auðlindir fylgi eignarrétti að landi. Þannig hefur það verið í þau rúmlega í 1.100 ár sem við höfum búið á þessu landi. Allan þann tíma hafa auðlindir verið í eigu einstaklinga og verið nýttar af þeim. Það er erfitt að gera eitthvað vel, sérstaklega samfleytt í rúmlega 1.100 ár, en heilt á litið hefur þetta bara gengið ljómandi vel. Það hefur enginn meiri hagsmuni af ábyrgri og sjálfbærri nýtingu auðlindar heldur en eigandi hennar. Séreignarréttur skapar hvata til langtímahugsunar. Væntanlega sér Ögmundur fyrir sér að menn eins og hann, stjórnmálamenn, eigi að stýra landi og auðlindum fyrir fólkið. Stjórnmálamenn hugsa hins vegar sjaldnast lengur en til fjögurra ára og sú langtímahugsun fer minnkandi eftir því sem líður á kjörtímabilin. Við verðum að standa vörð um eignarréttinn – eins og við Ögmundur getum rætt yfir kaffibolla.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun