Kaþólskir prestar brutu kynferðislega gegn þúsundum barna í Pennsylvaníu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. ágúst 2018 08:00 Skýrslan náði yfir 54 af 67 sýslum Pennsylvaníu. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Biskupar og aðrir háttsettir klerkar innan kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna hylmdu yfir kynferðisbrot yfir hundrað presta á síðustu sjötíu árum. Þetta gerðu þeir með því að fá þolendur til að kæra ekki brotin og með því að telja lögreglumenn á að rannsaka ekki slíkar kærur. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu sem kafaði ofan í kynferðisbrot af hálfu kirkjunnar manna í 54 af 67 sýslum Pennsylvaníu. Í inngangsorðum skýrslunnar segir að meira en þrjú hundruð prestar hafi verið sakaðir um slík brot og af skrám kirkjunnar mætti ráða að þolendur væru að minnsta kosti þúsund. Talið er að fjölmargir hafi aldrei stigið fram vegna ótta við kirkjunnar menn. Meirihluti brotaþola voru ungir drengir en einnig eru fjölmörg dæmi um að brotið hafi verið gegn stúlkum. Flest barnanna voru á táningsaldri þegar brotin áttu sér stað en oft kom þó fyrir að brotið var gegn börnum sem ekki höfðu náð kynþroska. Í skýrslunni er tekið dæmi af stúlku sem var nauðgað af presti þegar hún var að jafna sig á spítala eftir hálskirtlatöku. Þá er annað dæmi tekið af presti sem nauðgaði sautján ára stúlku sem varð þunguð eftir verknaðinn. Presturinn giftist stúlkunni, skildi síðan við hana og fékk að halda brauðinu. „Þrátt fyrir nokkra betrun hafa margir leiðtogar kirkjunnar komist hjá því að sæta ábyrgð vegna þessa. Prestar voru að nauðga drengjum og stúlkum og menn Guðs, sem báru ábyrgð á þeim, gerðu ekkert. Þeir földu allt saman. Áratugum saman,“ segir í skýrslunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Biskupar og aðrir háttsettir klerkar innan kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna hylmdu yfir kynferðisbrot yfir hundrað presta á síðustu sjötíu árum. Þetta gerðu þeir með því að fá þolendur til að kæra ekki brotin og með því að telja lögreglumenn á að rannsaka ekki slíkar kærur. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu sem kafaði ofan í kynferðisbrot af hálfu kirkjunnar manna í 54 af 67 sýslum Pennsylvaníu. Í inngangsorðum skýrslunnar segir að meira en þrjú hundruð prestar hafi verið sakaðir um slík brot og af skrám kirkjunnar mætti ráða að þolendur væru að minnsta kosti þúsund. Talið er að fjölmargir hafi aldrei stigið fram vegna ótta við kirkjunnar menn. Meirihluti brotaþola voru ungir drengir en einnig eru fjölmörg dæmi um að brotið hafi verið gegn stúlkum. Flest barnanna voru á táningsaldri þegar brotin áttu sér stað en oft kom þó fyrir að brotið var gegn börnum sem ekki höfðu náð kynþroska. Í skýrslunni er tekið dæmi af stúlku sem var nauðgað af presti þegar hún var að jafna sig á spítala eftir hálskirtlatöku. Þá er annað dæmi tekið af presti sem nauðgaði sautján ára stúlku sem varð þunguð eftir verknaðinn. Presturinn giftist stúlkunni, skildi síðan við hana og fékk að halda brauðinu. „Þrátt fyrir nokkra betrun hafa margir leiðtogar kirkjunnar komist hjá því að sæta ábyrgð vegna þessa. Prestar voru að nauðga drengjum og stúlkum og menn Guðs, sem báru ábyrgð á þeim, gerðu ekkert. Þeir földu allt saman. Áratugum saman,“ segir í skýrslunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira