Gömul NBA-stjarna rekin fyrir að gagnrýna Kawhi Leonard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2018 16:00 Bruce Bowen. Vísir/Getty Bruce Bowen er gömul hetja úr NBA-meistaraliði San Antonio Spurs sem hefur verið að lýsa leikjum Los Angeles Clippers liðsins. En ekki lengur. Los Angeles Clippers sá til þess að Bruce Bowen var sagt upp störfum og er ástæðan er gagnrýni hans á Kawhi Leonard, fyrrum leikmann San Antonio Spurs. Aðalástæðan fyrir viðkvæmni Clippers er að félagið ætlar sér að ná í Kawhi Leonard næsta sumar. Kawhi Leonard fór til Toronto Raptors frá Spurs og klárar þar lokaár samningsins. Hann er síðan með lausan samning næsta sumar og þá ætlar Los Angeles Clippers að reyna að tæla hann til sín. Bruce Bowen var mjög ósáttur við það að Kawhi Leonard vildi fara frá San Antonio Spurs og gerði lítið úr afsökunum leikmannsins sem hann kallaði væl og vitleysu.Two months after Bruce Bowen ranted about Kawhi Leonard's "excuses," the Clippers stepped in https://t.co/mttPhNfNYq — New York Post Sports (@nypostsports) August 13, 2018 Bowen vann í raun fyrir Fox Sports West en ekki fyrir Los Angeles Clippers en Clippers pressaði á það að hann yrði rekinn sem varð svo raunin. Bandarísku fjölmiðlamennirnir voru fljótir að benda á það. Það eru mörg félög sem munu keppa um undirskrift Kawhi Leonard næsta sumar og nágrannar Clippers í Los Angeles Lakers eru eitt af þeim liðum. Kawhi Leonard er frábær leikmaður, einstakur varnarmaður sem var orðinn aðalstjarnan í San Antonio Spurs. Hann meiddist hins vegar illa í úrslitakeppninni 2017 og spilaði lítið á síðasta tímabili. Allt fór síðan upp í háaloft á milli hans og Spurs. Bowen blandaði sér í umræðuna en það kostaði hann líka starfið.The 2019 free agency chase is underway: In aftermath of critical comments about Kawhi Leonard, Bruce Bowen won’t return as TV game analyst for the Los Angeles Clippers. Story on ESPN. https://t.co/0kRmwpStBi — Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 13, 2018 Bruce Bowen var frábær varnarmaður og þriggja stiga skytta hjá San Antonio Spurs og var í þremur meistaraliðum Spurs árin 2003, 2005 og 2007. Bowen var meðal annars átta sinnum kosinn í fyrsta eða annað varnarlið ársins og treyja hans númer 12 hangir í loftinu í San Antonio Spurs höllinni. Jú, hann er Spurs-maður í gegn. NBA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira
Bruce Bowen er gömul hetja úr NBA-meistaraliði San Antonio Spurs sem hefur verið að lýsa leikjum Los Angeles Clippers liðsins. En ekki lengur. Los Angeles Clippers sá til þess að Bruce Bowen var sagt upp störfum og er ástæðan er gagnrýni hans á Kawhi Leonard, fyrrum leikmann San Antonio Spurs. Aðalástæðan fyrir viðkvæmni Clippers er að félagið ætlar sér að ná í Kawhi Leonard næsta sumar. Kawhi Leonard fór til Toronto Raptors frá Spurs og klárar þar lokaár samningsins. Hann er síðan með lausan samning næsta sumar og þá ætlar Los Angeles Clippers að reyna að tæla hann til sín. Bruce Bowen var mjög ósáttur við það að Kawhi Leonard vildi fara frá San Antonio Spurs og gerði lítið úr afsökunum leikmannsins sem hann kallaði væl og vitleysu.Two months after Bruce Bowen ranted about Kawhi Leonard's "excuses," the Clippers stepped in https://t.co/mttPhNfNYq — New York Post Sports (@nypostsports) August 13, 2018 Bowen vann í raun fyrir Fox Sports West en ekki fyrir Los Angeles Clippers en Clippers pressaði á það að hann yrði rekinn sem varð svo raunin. Bandarísku fjölmiðlamennirnir voru fljótir að benda á það. Það eru mörg félög sem munu keppa um undirskrift Kawhi Leonard næsta sumar og nágrannar Clippers í Los Angeles Lakers eru eitt af þeim liðum. Kawhi Leonard er frábær leikmaður, einstakur varnarmaður sem var orðinn aðalstjarnan í San Antonio Spurs. Hann meiddist hins vegar illa í úrslitakeppninni 2017 og spilaði lítið á síðasta tímabili. Allt fór síðan upp í háaloft á milli hans og Spurs. Bowen blandaði sér í umræðuna en það kostaði hann líka starfið.The 2019 free agency chase is underway: In aftermath of critical comments about Kawhi Leonard, Bruce Bowen won’t return as TV game analyst for the Los Angeles Clippers. Story on ESPN. https://t.co/0kRmwpStBi — Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 13, 2018 Bruce Bowen var frábær varnarmaður og þriggja stiga skytta hjá San Antonio Spurs og var í þremur meistaraliðum Spurs árin 2003, 2005 og 2007. Bowen var meðal annars átta sinnum kosinn í fyrsta eða annað varnarlið ársins og treyja hans númer 12 hangir í loftinu í San Antonio Spurs höllinni. Jú, hann er Spurs-maður í gegn.
NBA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira