Mikil spenna Indycar-aðdáenda fyrir tilkynningu Alonso Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2018 09:20 Alonso keppti fyrir Andretti Autosport-liðið í Indy 500-kappakstrinum í fyrra. Rætt hefur verið um möguleikann á að Andretti og McLaren fari í samstarf á næsta ári eða árið 2020. Vísir/EPA Fernando Alonso, spænski fyrrverandi heimsmeistarinn í Formúlu 1, kynti undir orðrómum um að hann gæti sagt skilið við formúluna og reynt fyrir sér í Indycar-kappakstrinum vestanhafs með dularfullu tísti um helgina. Í því minnti hann á tilkynningu sem hann ætlar að senda frá sér í dag. Vangaveltur um að Alonso gæti freistað gæfunnar vestanhafs og að McLaren-liðið ætli að sér að stofna lið í Indycar hafa grasserað í sumar. Orðrómar um það fengu byr undir báða vængi þegar Alonso vann Le Mans-þolaksturinn í sumar. Eftir hann þarf hann að sigra í Indianapolis-kappakstrinum til þess að ná eftirsóttu „þreföldu kórónu“ akstursíþrótta: sigri í Monaco, Indianapolis og í Le Mans. Alonso hefur hins vegar ekki ekkert gefið upp um hvað hann ætli sér að gera, aðeins að hann gæti tekið af skorun í þessum mánuði. Því hefur verið mikil eftirvænting fyrir fyrirhugaða tilkynningu sem Alonso ætlar að senda frá sér í dag. Hann kynti hressilega undir spennunni með tísti um helgina. Í því stóð aðeins dagsetningin 14. ágúst ásamt myndbandi af niðurtalningu. Ekkert liggur fyrir um hvað spænski ökuþórinn ætlar að sér að tilkynna en tísti hefur vakið miklar vonir á meðal aðdáenda Indycar um að hann ætli sér að keppa þar. Alonso tók sér leyfi frá Monaco-kappakstrinum í fyrra til að keppa í Indianapolis. Þar blandaði hann sér í baráttu efstu manna lengi framan af þar til Honda-vélin í bíl hans gaf sig.14-08 pic.twitter.com/ojiXsM0NwI— Fernando Alonso (@alo_oficial) August 11, 2018 Formúla Tengdar fréttir Fernando Alonso kominn með annað augað vestur um haf Spænski heimsmeistarinn útilokar ekki að snúa sér alfarið að Indycar-mótaröðinni á næsta ári í leit sinni að sigri á Indy 500. 24. júní 2018 10:42 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fernando Alonso, spænski fyrrverandi heimsmeistarinn í Formúlu 1, kynti undir orðrómum um að hann gæti sagt skilið við formúluna og reynt fyrir sér í Indycar-kappakstrinum vestanhafs með dularfullu tísti um helgina. Í því minnti hann á tilkynningu sem hann ætlar að senda frá sér í dag. Vangaveltur um að Alonso gæti freistað gæfunnar vestanhafs og að McLaren-liðið ætli að sér að stofna lið í Indycar hafa grasserað í sumar. Orðrómar um það fengu byr undir báða vængi þegar Alonso vann Le Mans-þolaksturinn í sumar. Eftir hann þarf hann að sigra í Indianapolis-kappakstrinum til þess að ná eftirsóttu „þreföldu kórónu“ akstursíþrótta: sigri í Monaco, Indianapolis og í Le Mans. Alonso hefur hins vegar ekki ekkert gefið upp um hvað hann ætli sér að gera, aðeins að hann gæti tekið af skorun í þessum mánuði. Því hefur verið mikil eftirvænting fyrir fyrirhugaða tilkynningu sem Alonso ætlar að senda frá sér í dag. Hann kynti hressilega undir spennunni með tísti um helgina. Í því stóð aðeins dagsetningin 14. ágúst ásamt myndbandi af niðurtalningu. Ekkert liggur fyrir um hvað spænski ökuþórinn ætlar að sér að tilkynna en tísti hefur vakið miklar vonir á meðal aðdáenda Indycar um að hann ætli sér að keppa þar. Alonso tók sér leyfi frá Monaco-kappakstrinum í fyrra til að keppa í Indianapolis. Þar blandaði hann sér í baráttu efstu manna lengi framan af þar til Honda-vélin í bíl hans gaf sig.14-08 pic.twitter.com/ojiXsM0NwI— Fernando Alonso (@alo_oficial) August 11, 2018
Formúla Tengdar fréttir Fernando Alonso kominn með annað augað vestur um haf Spænski heimsmeistarinn útilokar ekki að snúa sér alfarið að Indycar-mótaröðinni á næsta ári í leit sinni að sigri á Indy 500. 24. júní 2018 10:42 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fernando Alonso kominn með annað augað vestur um haf Spænski heimsmeistarinn útilokar ekki að snúa sér alfarið að Indycar-mótaröðinni á næsta ári í leit sinni að sigri á Indy 500. 24. júní 2018 10:42