Djakarta sekkur í hafið á methraða Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. ágúst 2018 06:00 Flóð eru tíð í Djakarta og verða enn tíðari í framtíðinni. Vísir/Getty Djakarta, höfuðborg Indónesíu, sekkur svo hratt að stórir hlutar borgarinnar gætu verið á kafi árið 2050. Norðurhluti borgarinnar hefur sokkið um 2,5 metra á síðustu tíu árum og þótt aðrir borgarhlutar sökkvi hægar sökkva þeir þó. Ítarlega var fjallað um hættuna sem steðjar að þessari tíu milljóna manna borg á BBC í gær. Breski miðillinn ræddi við ýmsa íbúa borgarinnar. Einn þeirra, Fortuna Sophia, sagði til að mynda frá því að þótt ekki hafi flætt inn í hús hennar mynduðust sprungur í veggjunum í gríð og erg vegna þess að landið sekkur. Borgin liggur að sjó, er byggð á mýri og heilar þrettán ár renna í gegnum hana. Því eru flóð afar tíð og hefur tíðnin aukist eftir því sem borgin sekkur. Hækkandi sjávarborð, ein afleiðinga loftslagsbreytinga, útskýrir þó vandann aðeins að hluta. Samkvæmt BBC er stór sökudólgur sá að íbúar Djakarta dæla upp grunnvatni undan borginni í gríð og erg. Yfirvöld geta ekki svalað nema fjörutíu prósentum af vatnsþörf borgarbúa. Því er hverjum sem er heimilt að dæla upp grunnvatni, fái viðkomandi leyfi til þess. Borgarbúar hafa stokkið á tækifærið og dælt upp gríðarlegu magni. En stærsta vandamálið er ef til vill fólgið í því að stór hluti borgarinnar dælir upp grunnvatni án leyfis. Og þegar grunnvatninu er dælt upp lækkar landið fyrir ofan. Borgaryfirvöld reisa nú múr við strönd Djakartaflóa og á strandlengjum sautján manngerðra eyja til að reyna að koma í veg fyrir að borgin sökkvi í hafið. Áætlað er að verkefnið komi til með að kosta meira en fjórar billjónir króna. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Djakarta, höfuðborg Indónesíu, sekkur svo hratt að stórir hlutar borgarinnar gætu verið á kafi árið 2050. Norðurhluti borgarinnar hefur sokkið um 2,5 metra á síðustu tíu árum og þótt aðrir borgarhlutar sökkvi hægar sökkva þeir þó. Ítarlega var fjallað um hættuna sem steðjar að þessari tíu milljóna manna borg á BBC í gær. Breski miðillinn ræddi við ýmsa íbúa borgarinnar. Einn þeirra, Fortuna Sophia, sagði til að mynda frá því að þótt ekki hafi flætt inn í hús hennar mynduðust sprungur í veggjunum í gríð og erg vegna þess að landið sekkur. Borgin liggur að sjó, er byggð á mýri og heilar þrettán ár renna í gegnum hana. Því eru flóð afar tíð og hefur tíðnin aukist eftir því sem borgin sekkur. Hækkandi sjávarborð, ein afleiðinga loftslagsbreytinga, útskýrir þó vandann aðeins að hluta. Samkvæmt BBC er stór sökudólgur sá að íbúar Djakarta dæla upp grunnvatni undan borginni í gríð og erg. Yfirvöld geta ekki svalað nema fjörutíu prósentum af vatnsþörf borgarbúa. Því er hverjum sem er heimilt að dæla upp grunnvatni, fái viðkomandi leyfi til þess. Borgarbúar hafa stokkið á tækifærið og dælt upp gríðarlegu magni. En stærsta vandamálið er ef til vill fólgið í því að stór hluti borgarinnar dælir upp grunnvatni án leyfis. Og þegar grunnvatninu er dælt upp lækkar landið fyrir ofan. Borgaryfirvöld reisa nú múr við strönd Djakartaflóa og á strandlengjum sautján manngerðra eyja til að reyna að koma í veg fyrir að borgin sökkvi í hafið. Áætlað er að verkefnið komi til með að kosta meira en fjórar billjónir króna.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira