Farið verði með Kaspíahafið samtímis sem haf og stöðuvatn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjans, Hassam Rouhani, forseti Írans, Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstans, Vladímír Pútín, forseti Rússlands, og Gubanguly Berdimuhamedow, forseti Túrkmenistans, við undirritun samkomulagsins um Kaspíahaf sem fram fór í kasaska bænum Aktau í gær. Vísir/epa Ríkin fimm sem eiga land að Kaspíahafinu undirrituðu í gær sögulegt samkomulag um skilgreiningu hafsins og nýtingu auðlinda sem þar er að finna. Með samkomulaginu er stigið stórt skref í að leysa deilu sem staðið hefur yfir frá falli Sovétríkjanna. Ríkin fimm sem eiga aðild að samkomulaginu eru Rússland, Túrkmenistan, Kasakstan, Aserbaídsjan og Íran. Samkvæmt samkomulaginu verður Kaspíahafið skilgreint bæði sem haf og sem stöðuvatn. Hefði svæðið verið skilgreint sem stöðuvatn hefði það skipst jafnt á milli ríkjanna fimm en sem haf hefði það skipst niður í réttum hlutföllum við strandlengju hvers og eins ríkis. Samkomulagið felur í sér að hafið verður í senn bæði haf og stöðuvatn. Mismunandi reglur munu því koma til með að gilda um þær auðlindir sem þar kunna að finnast. Enn hefur ekki verið ákveðið með nákvæmum hætti hvaða svæði falla í hlut hvers og eins ríkis eða hvernig þeim verður heimilt að fara með þau. Ríkin fimm ákváðu hins vegar að engin önnur ríki fengju að nýta auðlindir eða landsvæði við hafið. Þetta þýðir meðal annars að engin erlend herlið mega hafa þar bækistöð. Hið landlukta Kaspíahaf er tæplega fjórfalt stærra en Ísland og ríkt af auðlindum. Áætlað er að þar sé að finna olíulindir sem séu ríkari en finnast í Nígeríu. Þá á ein dýrasta kavíartegund heimsins rætur að rekja þangað. Aserbaídsjan Birtist í Fréttablaðinu Kasakstan Túrkmenistan Tengdar fréttir Binda enda á aldarfjórðungsgamla deilu Ríkin í kringum Kaspíahaf skrifuðu í dag undir samkomulag um skiptingu hafsins milli þeirra. Með því binda þau enda á aldarfjórðungsgamla deilu. 12. ágúst 2018 20:36 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Ríkin fimm sem eiga land að Kaspíahafinu undirrituðu í gær sögulegt samkomulag um skilgreiningu hafsins og nýtingu auðlinda sem þar er að finna. Með samkomulaginu er stigið stórt skref í að leysa deilu sem staðið hefur yfir frá falli Sovétríkjanna. Ríkin fimm sem eiga aðild að samkomulaginu eru Rússland, Túrkmenistan, Kasakstan, Aserbaídsjan og Íran. Samkvæmt samkomulaginu verður Kaspíahafið skilgreint bæði sem haf og sem stöðuvatn. Hefði svæðið verið skilgreint sem stöðuvatn hefði það skipst jafnt á milli ríkjanna fimm en sem haf hefði það skipst niður í réttum hlutföllum við strandlengju hvers og eins ríkis. Samkomulagið felur í sér að hafið verður í senn bæði haf og stöðuvatn. Mismunandi reglur munu því koma til með að gilda um þær auðlindir sem þar kunna að finnast. Enn hefur ekki verið ákveðið með nákvæmum hætti hvaða svæði falla í hlut hvers og eins ríkis eða hvernig þeim verður heimilt að fara með þau. Ríkin fimm ákváðu hins vegar að engin önnur ríki fengju að nýta auðlindir eða landsvæði við hafið. Þetta þýðir meðal annars að engin erlend herlið mega hafa þar bækistöð. Hið landlukta Kaspíahaf er tæplega fjórfalt stærra en Ísland og ríkt af auðlindum. Áætlað er að þar sé að finna olíulindir sem séu ríkari en finnast í Nígeríu. Þá á ein dýrasta kavíartegund heimsins rætur að rekja þangað.
Aserbaídsjan Birtist í Fréttablaðinu Kasakstan Túrkmenistan Tengdar fréttir Binda enda á aldarfjórðungsgamla deilu Ríkin í kringum Kaspíahaf skrifuðu í dag undir samkomulag um skiptingu hafsins milli þeirra. Með því binda þau enda á aldarfjórðungsgamla deilu. 12. ágúst 2018 20:36 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Binda enda á aldarfjórðungsgamla deilu Ríkin í kringum Kaspíahaf skrifuðu í dag undir samkomulag um skiptingu hafsins milli þeirra. Með því binda þau enda á aldarfjórðungsgamla deilu. 12. ágúst 2018 20:36