Gróðahugsun Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 13. ágúst 2018 07:00 Ferðaþjónustan er undirstöðuatvinnugrein hér á landi. Um leið á hún ekki bara að hrifsa til sín gróða, hún verður að skila sínu til samfélagsins, eins og er bæði sanngjarnt og sjálfsagt. Samt er áberandi tregða til þess innan greinarinnar. Þar er mikið kapp lagt á að koma sér undan gjaldtöku sé þess nokkur kostur. Því miður er eins og forsvarsmenn ferðaþjónustunnar séu staðráðnir í því að líta til forsvarsmanna stórútgerðarinnar sem fyrirmyndar. Þeir eru farnir að kvarta jafn mikið og útgerðin undan kröfum um að greinin greiði meira til samfélagsins en hún gerir nú. Þeir fullyrða að þegar sé greitt eðlilegt gjald og segja að atvinnugreinin sé auk þess svo viðkvæm að hún megi ekki við frekari álögum. Þegar ferðaþjónustan og stórútgerðin leggja saman í grátkór þá ná hljóðin vitanlega eyrum ráðamanna. Yfirleitt vill svo til að í ríkisstjórn er flokkur sem lætur sér sérlega annt um hag sérhagsmunaafla. Þá er segin saga að ráðamenn koma sér snarlega í hlutverk huggarans og sefa hina óhamingjusömu hópa sem elska gróða sinn svo mjög. Ákveðið er að ræða saman einhvern tíma seinna og jafnvel stofnaður starfshópur til að fara yfir málið, en vitanlega deyr hann drottni sínum hægt og hljóðlega. Hin áberandi gróðahugsun innan ferðaþjónustunnar tekur á sig ýmsar myndir. Allir þekkja raddirnar sem hljóma nánast eins og mantra frá greiningardeild Arion banka: „Við þurfum að fjölga efnuðum erlendum ferðamönnum. Við höfum ekkert að gera við þá sparsömu.“ Hvað eftir annað heyrist sagt að hingað til lands þurfi að laða ákjósanlega hópa erlendra ferðamanna. Þannig skiptir miklu máli hvaðan ferðamaðurinn kemur og hversu lengi hann dvelur á landinu, en höfuðatriðið er hversu miklu hann eyðir. Hinn erlendi ferðamaður er veginn og metinn og settur í flokk. Þeir efnuðu einstaklingar sem hingað koma lenda vitanlega í gæðaflokki. Þeir eru gangandi og ótæmandi gróðahít, fara í Bláa lónið, borða á fínni veitingastöðum og gista á hótelum í Reykjavík og úti á landi. Hinir, sem velja ódýrustu gistingu sem í boði er, versla í Bónus og álíka verslunum og vilja helst ferðast um landið á puttanum eru léttvægir fundnir. Þeir teljast ekki heppilegasta tegundin af ferðamanni og lenda í ruslflokki. Grátkór ferðaþjónustunnar hefur yfir ýmsu að kvarta. Hátt gengi krónunnar er meðal þess sem veldur henni hugarangri því fyrir vikið eyða erlendir ferðamenn ekki eins miklu og æskilegt er talið. Þeir eru samt ekki einir um að andvarpa. Íslendingar sem búa erlendis og koma heim í frí hafa líkt því við rán um miðjan dag að kaupa hér í matinn. Íslenskur almenningur þekkir það af eigin raun að það er enn meira rán að borða á flestum íslenskum veitingastöðum, sérstaklega á kvöldin. Mesta ránið er þó að fara með flugi innanlands og gista á hótelum. Á því hefur venjulegt fólk ekki efni. Skýringin á því er okur, þótt forsvarsmenn ferðaþjónustunnar vilji ekki viðurkenna það. Þeir eru uppteknir við annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er undirstöðuatvinnugrein hér á landi. Um leið á hún ekki bara að hrifsa til sín gróða, hún verður að skila sínu til samfélagsins, eins og er bæði sanngjarnt og sjálfsagt. Samt er áberandi tregða til þess innan greinarinnar. Þar er mikið kapp lagt á að koma sér undan gjaldtöku sé þess nokkur kostur. Því miður er eins og forsvarsmenn ferðaþjónustunnar séu staðráðnir í því að líta til forsvarsmanna stórútgerðarinnar sem fyrirmyndar. Þeir eru farnir að kvarta jafn mikið og útgerðin undan kröfum um að greinin greiði meira til samfélagsins en hún gerir nú. Þeir fullyrða að þegar sé greitt eðlilegt gjald og segja að atvinnugreinin sé auk þess svo viðkvæm að hún megi ekki við frekari álögum. Þegar ferðaþjónustan og stórútgerðin leggja saman í grátkór þá ná hljóðin vitanlega eyrum ráðamanna. Yfirleitt vill svo til að í ríkisstjórn er flokkur sem lætur sér sérlega annt um hag sérhagsmunaafla. Þá er segin saga að ráðamenn koma sér snarlega í hlutverk huggarans og sefa hina óhamingjusömu hópa sem elska gróða sinn svo mjög. Ákveðið er að ræða saman einhvern tíma seinna og jafnvel stofnaður starfshópur til að fara yfir málið, en vitanlega deyr hann drottni sínum hægt og hljóðlega. Hin áberandi gróðahugsun innan ferðaþjónustunnar tekur á sig ýmsar myndir. Allir þekkja raddirnar sem hljóma nánast eins og mantra frá greiningardeild Arion banka: „Við þurfum að fjölga efnuðum erlendum ferðamönnum. Við höfum ekkert að gera við þá sparsömu.“ Hvað eftir annað heyrist sagt að hingað til lands þurfi að laða ákjósanlega hópa erlendra ferðamanna. Þannig skiptir miklu máli hvaðan ferðamaðurinn kemur og hversu lengi hann dvelur á landinu, en höfuðatriðið er hversu miklu hann eyðir. Hinn erlendi ferðamaður er veginn og metinn og settur í flokk. Þeir efnuðu einstaklingar sem hingað koma lenda vitanlega í gæðaflokki. Þeir eru gangandi og ótæmandi gróðahít, fara í Bláa lónið, borða á fínni veitingastöðum og gista á hótelum í Reykjavík og úti á landi. Hinir, sem velja ódýrustu gistingu sem í boði er, versla í Bónus og álíka verslunum og vilja helst ferðast um landið á puttanum eru léttvægir fundnir. Þeir teljast ekki heppilegasta tegundin af ferðamanni og lenda í ruslflokki. Grátkór ferðaþjónustunnar hefur yfir ýmsu að kvarta. Hátt gengi krónunnar er meðal þess sem veldur henni hugarangri því fyrir vikið eyða erlendir ferðamenn ekki eins miklu og æskilegt er talið. Þeir eru samt ekki einir um að andvarpa. Íslendingar sem búa erlendis og koma heim í frí hafa líkt því við rán um miðjan dag að kaupa hér í matinn. Íslenskur almenningur þekkir það af eigin raun að það er enn meira rán að borða á flestum íslenskum veitingastöðum, sérstaklega á kvöldin. Mesta ránið er þó að fara með flugi innanlands og gista á hótelum. Á því hefur venjulegt fólk ekki efni. Skýringin á því er okur, þótt forsvarsmenn ferðaþjónustunnar vilji ekki viðurkenna það. Þeir eru uppteknir við annað.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar