Stjórnarandstæðingur ákærður í Simbabve Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. ágúst 2018 09:30 Tendai Biti í járnum í Harare, höfuðborg Simbabve. Vísir/EPA Simbabve Tendai Biti, fyrrverandi fjármálaráðherra Simbabve, var í gær dreginn fyrir dóm og ákærður, sakaður um að hafa kynt undir ofbeldi eftir kosningar sem fram fóru á mánudaginn í síðustu viku. Biti er hátt settur meðlimur stjórnarandstöðuflokksins Hreyfingin fyrir lýðræðisumbætur (MDC). Biti lýsti yfir sigri fyrir hönd forsetaframbjóðanda flokksins stuttu eftir kosningar, þrátt fyrir að úrslit hafi ekki verið kynnt. MDC-liðar sögðu að brögð væru í tafli, tafir hafi orðið á tilkynningunni þar sem landskjörstjórn væri að hagræða úrslitum. Á miðvikudegi eftir kosningar brutust mótmæli MDC-liða út í átök við lögreglu og fórust sex mótmælendur. Eftir kosningarnar, sem flokkurinn ZANU-PF vann, hefur Emmerson Mnangagwa forseti beitt sér af hörku gegn stjórnarandstöðu. Lýst var eftir Biti og átta öðrum MDC-liðum í upphafi vikunnar og var Biti handtekinn á miðvikudaginn. Biti var þá rétt kominn yfir landamærin og til Sambíu þar sem hann sótti um hæli en var fluttur aftur til Simbabve. Hann á yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm. „Þetta er mikil þolraun en við lifum þetta af. Við höldum áfram baráttunni,“ sagði Biti þegar honum var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu. Bandaríska ríkisstjórnin er á meðal þeirra sem hafa sagst hafa áhyggjur af ástandinu í Simbabve. Utanríkisráðuneytið sagði á fimmtudaginn að svo gæti farið að Sambíumönnum yrði refsað fyrir að hafa framselt Biti. Undir þetta hefur flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna tekið. Sagt að það gæti verið alvarlegt brot á alþjóðalögum að afhenda Biti simbabvesku lögreglunni ef frásögn lögmanns Biti um að hæstiréttur Sambíu hafi áður kveðið upp úrskurð um að ekki mætti afhenda Biti væri rétt. Í gær sótti Nelson Chamisa, sem laut í lægra haldi fyrir Mnangagwa, stjórnlagadómstól heim þar sem hann kærði kosningarnar. Dómstóllinn hefur nú þrettán daga til að kveða upp úrskurð í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Sambía Simbabve Tengdar fréttir Biti tekinn við landamærin Lögreglan í Simbabve náði rétt að bíta í hælana á fyrrverandi fjármálaráðherranum Tendai Biti á landamærunum við Sambíu er hann reyndi að flýja land í gær. 9. ágúst 2018 06:00 Stjórnvöld í hart gegn stjórnarandstöðu Hátt settir stjórnarandstæðingar eftirlýstir. Sakaðir um að kynda undir ofbeldi. Mannréttindavaktin fordæmir aðför að stjórnarandstæðingum. Segir lögreglu og her berja á þeim. 8. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Simbabve Tendai Biti, fyrrverandi fjármálaráðherra Simbabve, var í gær dreginn fyrir dóm og ákærður, sakaður um að hafa kynt undir ofbeldi eftir kosningar sem fram fóru á mánudaginn í síðustu viku. Biti er hátt settur meðlimur stjórnarandstöðuflokksins Hreyfingin fyrir lýðræðisumbætur (MDC). Biti lýsti yfir sigri fyrir hönd forsetaframbjóðanda flokksins stuttu eftir kosningar, þrátt fyrir að úrslit hafi ekki verið kynnt. MDC-liðar sögðu að brögð væru í tafli, tafir hafi orðið á tilkynningunni þar sem landskjörstjórn væri að hagræða úrslitum. Á miðvikudegi eftir kosningar brutust mótmæli MDC-liða út í átök við lögreglu og fórust sex mótmælendur. Eftir kosningarnar, sem flokkurinn ZANU-PF vann, hefur Emmerson Mnangagwa forseti beitt sér af hörku gegn stjórnarandstöðu. Lýst var eftir Biti og átta öðrum MDC-liðum í upphafi vikunnar og var Biti handtekinn á miðvikudaginn. Biti var þá rétt kominn yfir landamærin og til Sambíu þar sem hann sótti um hæli en var fluttur aftur til Simbabve. Hann á yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm. „Þetta er mikil þolraun en við lifum þetta af. Við höldum áfram baráttunni,“ sagði Biti þegar honum var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu. Bandaríska ríkisstjórnin er á meðal þeirra sem hafa sagst hafa áhyggjur af ástandinu í Simbabve. Utanríkisráðuneytið sagði á fimmtudaginn að svo gæti farið að Sambíumönnum yrði refsað fyrir að hafa framselt Biti. Undir þetta hefur flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna tekið. Sagt að það gæti verið alvarlegt brot á alþjóðalögum að afhenda Biti simbabvesku lögreglunni ef frásögn lögmanns Biti um að hæstiréttur Sambíu hafi áður kveðið upp úrskurð um að ekki mætti afhenda Biti væri rétt. Í gær sótti Nelson Chamisa, sem laut í lægra haldi fyrir Mnangagwa, stjórnlagadómstól heim þar sem hann kærði kosningarnar. Dómstóllinn hefur nú þrettán daga til að kveða upp úrskurð í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Sambía Simbabve Tengdar fréttir Biti tekinn við landamærin Lögreglan í Simbabve náði rétt að bíta í hælana á fyrrverandi fjármálaráðherranum Tendai Biti á landamærunum við Sambíu er hann reyndi að flýja land í gær. 9. ágúst 2018 06:00 Stjórnvöld í hart gegn stjórnarandstöðu Hátt settir stjórnarandstæðingar eftirlýstir. Sakaðir um að kynda undir ofbeldi. Mannréttindavaktin fordæmir aðför að stjórnarandstæðingum. Segir lögreglu og her berja á þeim. 8. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Biti tekinn við landamærin Lögreglan í Simbabve náði rétt að bíta í hælana á fyrrverandi fjármálaráðherranum Tendai Biti á landamærunum við Sambíu er hann reyndi að flýja land í gær. 9. ágúst 2018 06:00
Stjórnvöld í hart gegn stjórnarandstöðu Hátt settir stjórnarandstæðingar eftirlýstir. Sakaðir um að kynda undir ofbeldi. Mannréttindavaktin fordæmir aðför að stjórnarandstæðingum. Segir lögreglu og her berja á þeim. 8. ágúst 2018 06:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent