Mikill léttir 11. ágúst 2018 09:00 Fyrir fáum áratugum hokraði hér norður í ballarhafi einsleit og einangruð þjóð. Útlent fólk var sjaldséð, hvað þá fólk af asísku eða afrísku bergi brotið. Fáir tóku sér í munn orðin hommi og lesbía – þau voru skammaryrði. Við rákum upp stór augu þá sjaldan þeldökkt fólk eða gestir frá fjarlægum löndum í framandi klæðum sáust á ferli. Litbrigði mannlífsins voru fábreytt, að minnsta kosti á yfirborðinu. Hómósexúalismi var ræddur í skúmaskotum, margir litu hann hornauga og fóru ekki leynt með andúð sína á blásaklausu fólki. Hommum og lesbíum var gert óbærilegt að opinbera hneigðir sínar. Fyrirmyndarfólk, sem enn er í fullu fjöri, hraktist úr landi til að fá að vera það sjálft í friði. Flestir sem náð hafa miðjum aldri þekkja dæmi – eiga vini, kunningja eða ættingja sem flúðu til New York, London eða Kaupmannahafnar. Ekki vegna þess að í útlandinu hafi umburðarlyndið verið meira og almennara, frekar af því að þar býr fleira fólk og þar af leiðandi voru fleiri á sama báti. Samkynhneigðir mynduðu jaðarhópa og höfðu stuðning hver af öðrum. Sökum fámennis urðu slík samfélög óburðug hér á landi. Því var til skamms tíma ekki í mörg hús að venda. Við þekkjum margar sögur af landflótta ráðvilltum ungmennum. Hvílík grimmd – dökkur blettur nýliðins tíma. Samt voru Íslendingar líklega hvorki betri né verri en fólk í öðrum nálægum löndum. Alls staðar eru hópar sem láta hluti sem þeim koma ekki við eitra andrúmsloftið. Trúarofstæki, rasismi og andúð á fólki vegna kynhneigðar eru af sama toga. Sennilega er það óhamingjusamt fólk upp til hópa – oft brjóstumkennanlegt – sem sökum eigin ranghugmynda sér ógn í blásaklausu fólki. Málflutningur þeirra verður sem betur fer æ meira hjáróma. Sólarmerkin sem blasa við tala sínu máli. Veruleikinn afhjúpar hleypidómana. Við þekkjum flest fólk af erlendu bergi brotið – arabískt, asískst og afrískt – sem hefur aðlagast vel. Við höfum fylgst með því breyta daglegu lífi og bæta á fjölmörgum sviðum. Nægir að nefna matargerð, vísindi, listir og íþróttir. Með líku lagi eru hommar og lesbíur í forystuhlutverkum hér og hvar. Þetta fólk gerir dómhörkuna og heimóttarskapinn fáránlegan með breytni sinni. Líklega var hér alla tíð eins og víðast hvar lágvær meirihluti skynsamra, sem lét sér kynhneigð náungans í léttu rúmi liggja, leit á hana sem einkamál hvers og eins. Alltaf voru samkynhneigð pör, karlar og konur, sem fundu taktinn og lifðu lífinu án þess að láta forpokuð sjónarmið trufla sig með áberandi hætti. En um það var lítið talað – margir lifðu í felum. Nú er þetta allt sjálfsagt. Það er mikill léttir fyrir okkur öll. Hinsegin dagar og gleðiganga eru sigurhátíð fjölbreytileikans – sigurhátíð okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir fáum áratugum hokraði hér norður í ballarhafi einsleit og einangruð þjóð. Útlent fólk var sjaldséð, hvað þá fólk af asísku eða afrísku bergi brotið. Fáir tóku sér í munn orðin hommi og lesbía – þau voru skammaryrði. Við rákum upp stór augu þá sjaldan þeldökkt fólk eða gestir frá fjarlægum löndum í framandi klæðum sáust á ferli. Litbrigði mannlífsins voru fábreytt, að minnsta kosti á yfirborðinu. Hómósexúalismi var ræddur í skúmaskotum, margir litu hann hornauga og fóru ekki leynt með andúð sína á blásaklausu fólki. Hommum og lesbíum var gert óbærilegt að opinbera hneigðir sínar. Fyrirmyndarfólk, sem enn er í fullu fjöri, hraktist úr landi til að fá að vera það sjálft í friði. Flestir sem náð hafa miðjum aldri þekkja dæmi – eiga vini, kunningja eða ættingja sem flúðu til New York, London eða Kaupmannahafnar. Ekki vegna þess að í útlandinu hafi umburðarlyndið verið meira og almennara, frekar af því að þar býr fleira fólk og þar af leiðandi voru fleiri á sama báti. Samkynhneigðir mynduðu jaðarhópa og höfðu stuðning hver af öðrum. Sökum fámennis urðu slík samfélög óburðug hér á landi. Því var til skamms tíma ekki í mörg hús að venda. Við þekkjum margar sögur af landflótta ráðvilltum ungmennum. Hvílík grimmd – dökkur blettur nýliðins tíma. Samt voru Íslendingar líklega hvorki betri né verri en fólk í öðrum nálægum löndum. Alls staðar eru hópar sem láta hluti sem þeim koma ekki við eitra andrúmsloftið. Trúarofstæki, rasismi og andúð á fólki vegna kynhneigðar eru af sama toga. Sennilega er það óhamingjusamt fólk upp til hópa – oft brjóstumkennanlegt – sem sökum eigin ranghugmynda sér ógn í blásaklausu fólki. Málflutningur þeirra verður sem betur fer æ meira hjáróma. Sólarmerkin sem blasa við tala sínu máli. Veruleikinn afhjúpar hleypidómana. Við þekkjum flest fólk af erlendu bergi brotið – arabískt, asískst og afrískt – sem hefur aðlagast vel. Við höfum fylgst með því breyta daglegu lífi og bæta á fjölmörgum sviðum. Nægir að nefna matargerð, vísindi, listir og íþróttir. Með líku lagi eru hommar og lesbíur í forystuhlutverkum hér og hvar. Þetta fólk gerir dómhörkuna og heimóttarskapinn fáránlegan með breytni sinni. Líklega var hér alla tíð eins og víðast hvar lágvær meirihluti skynsamra, sem lét sér kynhneigð náungans í léttu rúmi liggja, leit á hana sem einkamál hvers og eins. Alltaf voru samkynhneigð pör, karlar og konur, sem fundu taktinn og lifðu lífinu án þess að láta forpokuð sjónarmið trufla sig með áberandi hætti. En um það var lítið talað – margir lifðu í felum. Nú er þetta allt sjálfsagt. Það er mikill léttir fyrir okkur öll. Hinsegin dagar og gleðiganga eru sigurhátíð fjölbreytileikans – sigurhátíð okkar allra.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar