Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Sighvatur Arnmundsson skrifar 29. ágúst 2018 06:00 Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja fram tillögu um að bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að grípa til aðgerða eins og að skylda foreldra til að láta bólusetja börn sín. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti í gær máls á óviðunandi stöðu bólusetninga hér á landi. Minni þátttaka í bólusetningum og mislingafaraldrar í Evrópu séu mikið áhyggjuefni. Hyggst hún leggja fram tillögu í borgarstjórn um að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. Í nýlegri skýrslu Landlæknisembættisins kemur fram að 91 prósents þátttaka var á síðasta ári í bólusetningu við mislingum, hettusótt og rauðum hundum sem gerð er við 18 mánaða aldur. Æskilegt hlutfall er talið 95 prósent. „Á mörgum sviðum vildum við vissulega hafa betri þátttöku í bólusetningum. Ástæðan fyrir því að þátttakan er ekki nógu góð er samt að okkar mati ekki sú að svona margir foreldrar séu á móti bólusetningum. Það eru til staðar ákveðin kerfislæg vandamál sem tengjast skráningu og innköllunarkerfi á ákveðnum aldri,“ segir Þórólfur.Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.Fréttablaðið/StefánHann telur að laga þurfi þá þætti áður en lengra er gengið. „Ég tel óráðlegt að fara fram með svona hörku þó ég skilji málflutninginn og áhyggjurnar. Við erum á fullu að reyna að laga þetta í samvinnu við heilsugæsluna. Þátttökutölur eru samt meiri en við erum að birta vegna ákveðinna skráningarvandamála.“ Að sögn Þórólfs benda rannsóknir hérlendis til þess að viðhorf til bólusetninga sé almennt jákvætt og það sé ekki um að ræða stóran hóp sem sé mótfallinn þeim. „Við höfum verið að sjá eitt og eitt mislingatilfelli koma að utan en það er engin dreifing á sjúkdómnum innanlands. Ef okkur tekst ekki að auka þátttöku í bólusetningum og förum að sjá einhverja dreifingu sjúkdóma innanlands, þá getum við skoðað aðrar leiðir.“ Karen E. Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, lagði á síðasta ári til svipaða leið og Hildur vill nú fara í Reykjavík. „Lögmenn bæjarins skoðuðu þetta og niðurstaðan var sú að við hefðum ekki heimild til að neita óbólusettum börnum um skóla- eða leikskólavist. Ég trúi því staðfastlega að sveitarfélög eigi að hafa þessa heimild. Við þurfum sterkari lagagrundvöll en þetta stendur upp á Alþingi.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Bólusetningar Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að grípa til aðgerða eins og að skylda foreldra til að láta bólusetja börn sín. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti í gær máls á óviðunandi stöðu bólusetninga hér á landi. Minni þátttaka í bólusetningum og mislingafaraldrar í Evrópu séu mikið áhyggjuefni. Hyggst hún leggja fram tillögu í borgarstjórn um að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. Í nýlegri skýrslu Landlæknisembættisins kemur fram að 91 prósents þátttaka var á síðasta ári í bólusetningu við mislingum, hettusótt og rauðum hundum sem gerð er við 18 mánaða aldur. Æskilegt hlutfall er talið 95 prósent. „Á mörgum sviðum vildum við vissulega hafa betri þátttöku í bólusetningum. Ástæðan fyrir því að þátttakan er ekki nógu góð er samt að okkar mati ekki sú að svona margir foreldrar séu á móti bólusetningum. Það eru til staðar ákveðin kerfislæg vandamál sem tengjast skráningu og innköllunarkerfi á ákveðnum aldri,“ segir Þórólfur.Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.Fréttablaðið/StefánHann telur að laga þurfi þá þætti áður en lengra er gengið. „Ég tel óráðlegt að fara fram með svona hörku þó ég skilji málflutninginn og áhyggjurnar. Við erum á fullu að reyna að laga þetta í samvinnu við heilsugæsluna. Þátttökutölur eru samt meiri en við erum að birta vegna ákveðinna skráningarvandamála.“ Að sögn Þórólfs benda rannsóknir hérlendis til þess að viðhorf til bólusetninga sé almennt jákvætt og það sé ekki um að ræða stóran hóp sem sé mótfallinn þeim. „Við höfum verið að sjá eitt og eitt mislingatilfelli koma að utan en það er engin dreifing á sjúkdómnum innanlands. Ef okkur tekst ekki að auka þátttöku í bólusetningum og förum að sjá einhverja dreifingu sjúkdóma innanlands, þá getum við skoðað aðrar leiðir.“ Karen E. Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, lagði á síðasta ári til svipaða leið og Hildur vill nú fara í Reykjavík. „Lögmenn bæjarins skoðuðu þetta og niðurstaðan var sú að við hefðum ekki heimild til að neita óbólusettum börnum um skóla- eða leikskólavist. Ég trúi því staðfastlega að sveitarfélög eigi að hafa þessa heimild. Við þurfum sterkari lagagrundvöll en þetta stendur upp á Alþingi.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Bólusetningar Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20