Krónískt ástand Ólöf Skaftadóttir skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Reglulega skýtur upp kollinum brýn umræða um heilbrigðiskerfið. Umræðan snýst oft um fjármuni sem ríkið setur í málaflokkinn, um hver á að veita þjónustuna og greiða fyrir hana. Í fjölmiðlum má svo finna ógrynni frétta um langa biðlista, ómannlegt álag á starfsfólki Landspítalans og óásættanlega aðstöðu fyrir sjúklinga. Umræðan um hið svokallaða tvöfalda kerfi hefur líka verið hávær. Með nokkurri einföldun snýst hræðslan við hið tvöfalda kerfi um að ef einkareknar sjúkrastofnanir fá tilskilin leyfi og fjármuni frá hinu opinbera til þess að sinna ákveðinni þjónustu leiði það til þess að þeir sem hafa meira á milli handanna geti keypt sig fram fyrir biðlista eða keypt betri þjónustu. Vitaskuld er mikilvægt að þróunin verði ekki sú. Sú sem nú heldur um stjórnartaumana í heilbrigðisráðuneytinu, Svandís Svavarsdóttir, hefur ekki farið leynt með skoðun sína á tvöföldu kerfi og vill að heilbrigðisþjónusta sé alfarið í höndum hins opinbera. Gott og vel. En þá þarf slíkt fyrirkomulag að virka. Staðreyndin er sú að langir biðlistar hafa myndast í ýmsar aðgerðir sem kalla má algengar og spítalinn annar ekki eftirspurn. Sjúklingar geta leitað til Sjúkratrygginga Íslands sem er heimilt að greiða fyrir læknismeðferð erlendis ef meðferð er ekki í boði innan réttlætanlegs tíma á Íslandi. Mikið hefur verið rætt um liðskiptaaðgerðir á hnjám og mjaðmaskipti í þessu samhengi. Einkaaðilar hafa óskað eftir að fá að framkvæma hluta þessara aðgerða á Klíníkinni í Ármúla. Yfirvöld neita hins vegar að semja við Klíníkina en kjósa þess í stað að greiða að fullu fyrir meðferð á einkareknum sjúkrahúsum í útlöndum sem engan skatt greiða á Íslandi, í sumum tilfellum rúmlega tvöfalda þá upphæð sem sama aðgerð myndi kosta í Ármúla. Það er einkum tvennt við þetta fyrirkomulag Svandísar að athuga. Í fyrsta lagi stendur fólki sem á fyrir því þegar til boða að borga úr eigin vasa fyrir aðgerðir á Klíníkinni án aðkomu ríkisins. Þannig að fólkið sem á fyrir því kemst fram fyrir röð eins og sakir standa. Í öðru lagi hefur Alþingi staðfest með lögum EES-tilskipun sem veitir ríkisborgurum svæðisins rétt á að sækja sér læknismeðferð innan EES-svæðisins eftir 90 daga á kostnað heimaríkis. Það er grafalvarlegt að sú þjónusta sé ekki veitt á Íslandi. Ef hið opinbera annar því ekki er sjálfsagt að ríkið semji við einkaaðila í heimalandinu. Það er ekki bara best fyrir sjúklinginn, heldur hagkvæmast fyrir ríkið. Á bak við tölur á biðlistum er fólk. Biðraðamenning í jafnvel einfaldar aðgerðir á Íslandi er krónískur sjúkdómur, líkt og aðstoðarmaður ráðherrans og fyrrverandi landlæknir orðaði eitt sinn svo vel. Kallað er eftir skynsamlegum lausnum úr heilbrigðisráðuneytinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Reglulega skýtur upp kollinum brýn umræða um heilbrigðiskerfið. Umræðan snýst oft um fjármuni sem ríkið setur í málaflokkinn, um hver á að veita þjónustuna og greiða fyrir hana. Í fjölmiðlum má svo finna ógrynni frétta um langa biðlista, ómannlegt álag á starfsfólki Landspítalans og óásættanlega aðstöðu fyrir sjúklinga. Umræðan um hið svokallaða tvöfalda kerfi hefur líka verið hávær. Með nokkurri einföldun snýst hræðslan við hið tvöfalda kerfi um að ef einkareknar sjúkrastofnanir fá tilskilin leyfi og fjármuni frá hinu opinbera til þess að sinna ákveðinni þjónustu leiði það til þess að þeir sem hafa meira á milli handanna geti keypt sig fram fyrir biðlista eða keypt betri þjónustu. Vitaskuld er mikilvægt að þróunin verði ekki sú. Sú sem nú heldur um stjórnartaumana í heilbrigðisráðuneytinu, Svandís Svavarsdóttir, hefur ekki farið leynt með skoðun sína á tvöföldu kerfi og vill að heilbrigðisþjónusta sé alfarið í höndum hins opinbera. Gott og vel. En þá þarf slíkt fyrirkomulag að virka. Staðreyndin er sú að langir biðlistar hafa myndast í ýmsar aðgerðir sem kalla má algengar og spítalinn annar ekki eftirspurn. Sjúklingar geta leitað til Sjúkratrygginga Íslands sem er heimilt að greiða fyrir læknismeðferð erlendis ef meðferð er ekki í boði innan réttlætanlegs tíma á Íslandi. Mikið hefur verið rætt um liðskiptaaðgerðir á hnjám og mjaðmaskipti í þessu samhengi. Einkaaðilar hafa óskað eftir að fá að framkvæma hluta þessara aðgerða á Klíníkinni í Ármúla. Yfirvöld neita hins vegar að semja við Klíníkina en kjósa þess í stað að greiða að fullu fyrir meðferð á einkareknum sjúkrahúsum í útlöndum sem engan skatt greiða á Íslandi, í sumum tilfellum rúmlega tvöfalda þá upphæð sem sama aðgerð myndi kosta í Ármúla. Það er einkum tvennt við þetta fyrirkomulag Svandísar að athuga. Í fyrsta lagi stendur fólki sem á fyrir því þegar til boða að borga úr eigin vasa fyrir aðgerðir á Klíníkinni án aðkomu ríkisins. Þannig að fólkið sem á fyrir því kemst fram fyrir röð eins og sakir standa. Í öðru lagi hefur Alþingi staðfest með lögum EES-tilskipun sem veitir ríkisborgurum svæðisins rétt á að sækja sér læknismeðferð innan EES-svæðisins eftir 90 daga á kostnað heimaríkis. Það er grafalvarlegt að sú þjónusta sé ekki veitt á Íslandi. Ef hið opinbera annar því ekki er sjálfsagt að ríkið semji við einkaaðila í heimalandinu. Það er ekki bara best fyrir sjúklinginn, heldur hagkvæmast fyrir ríkið. Á bak við tölur á biðlistum er fólk. Biðraðamenning í jafnvel einfaldar aðgerðir á Íslandi er krónískur sjúkdómur, líkt og aðstoðarmaður ráðherrans og fyrrverandi landlæknir orðaði eitt sinn svo vel. Kallað er eftir skynsamlegum lausnum úr heilbrigðisráðuneytinu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun