Ein leið að lægri vöxtum Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Það eru ýmsar leiðir til að bæta lífskjör almennings og á það bendir Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði, í skýrslu sem hann skrifaði fyrir fyrir stjórnvöld nýverið. Bendir Gylfi réttilega á að til að bæta lífskjör þurfi að taka tillit til fleiri þátta en fjölda króna í launaumslagi og nefnir sem dæmi að vaxtakjör sem almenningi býðst skipti ekki síður máli. Raunar telur hann ástæðu til að tekin séu til skoðunar þau kjör sem almenningi býðst í viðskiptabönkum hér á landi og kanna hvort hagræða megi í bankakerfinu til að bæta kjör almennings. Upplegg Gylfa er nokkuð áhugavert í ljósi þess að Gylfi er nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans sem ákvarðar stýrivexti í landinu og beitingu hinna svokölluðu innflæðishafta, sem hafa stöðvað fjárfestingu erlendra aðila í innlendum skuldabréfum frá því þau voru sett á sumarið 2016. Innflæðishöftin kveða á um að 40% bindiskylda er lögð á fjárfestingar í íslenskum skuldabréfum fyrir nýjan erlendan gjaldeyri og svipar þeim til þeirra hafta sem voru í Síle 1991 til 1998 þótt útfærslan sé talsvert stífari hér á landi. Tveir erlendir ráðgjafar sem störfuðu fyrir starfshópinn um endurskoðun peningastefnunnar, Kristin Forbes og Sebastian Edwards, draga fram í sinni skýrslu niðurstöður úr erlendum rannsóknum af reynslu Síle af sínum höftum. Ein af meginniðurstöðunum er að höftin í Síle hafi veitt seðlabankanum skjól til að viðhalda hærra vaxtastigi en ella. Þá benda þau einnig á að rannsóknir hafi sýnt fram á að höftin í Síle hafi hækkað fjármögnunarkostnað minni og meðalstórra fyrirtækja vegna þess að höftin drógu úr framboði lánsfjármagns og takmörkuðu þar með aðgengi að lánsfé. Nú flokkast flest íslensk fyrirtæki sem lítil og meðalstór fyrirtæki, þar á meðal viðskiptabankarnir þrír. Því má færa heim sanninn um að íslensku innflæðishöftin ein og sér leiða til lakari vaxtakjara til bæði heimila og fyrirtækja. Tilkoma haftanna hefur gert Seðlabankanum kleift að viðhalda hærra vaxtastigi og um leið dregið úr framboði af lánsfé. Frá því í lok árs 2016 hafa stýrivextir Seðlabankans lækkað um eitt prósent en á sama tíma hefur vaxtagrunnur fastvaxta íbúðalána hækkað umtalsvert þrátt fyrir vaxtalækkanir Seðlabankans. Fastir vextir verðtryggðra lána hjá bönkum og lífeyrissjóðum hafa staðið í stað á meðan raunvextir ríkistryggðra bréfa til sambærilegs tíma, hafa næstum helmingast. Seðlabankastjóri og aðrir fulltrúar peningastefnunefndar hafa verið helstu talsmenn íslensku innflæðishaftanna og virðast höftin eiga sér mjög fáa aðra meðmælendur. Innflæðishöftin ganga þvert gegn ráðleggingum erlendra sérfræðinga og stofnana. Þannig hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verið afdráttarlaus í sinni andstöðu gegn íslensku innflæðishöftunum. Að mati sjóðsins á að beita höftum aðeins í neyð, þau eiga að vera tímabundin og á engan hátt að gegna lykilhlutverki í almennri hagstjórn. Fyrrnefndir ráðgjafar starfshópsins um endurskoðun peningastefnunnar taka í sama streng og telja raunar að innflæði erlends fjármagns til Íslands fyrir tilkomu haftanna hafi aldrei verið af þeirri stærðargráðu að það hafi vegið að fjármálastöðugleika – hvað þá nú tveimur árum seinna þegar vaxtamunur við útlönd hefur minnkað talsvert og útflæðishöftum á innlenda fjármagnseigendur hefur verið aflétt. Staða Íslands er eftirsóknarverð í alþjóðlegum samanburði. Hér hefur verið viðvarandi viðskiptaafgangur, skuldir hafa verið greiddar niður og hrein erlend skuldastaða aldrei verið sterkari. Þá hefur verðbólga verið stöðug og lág, afgangur hefur verið af rekstri ríkissjóðs og lánshæfi Íslands á uppleið. Við slíkar aðstæður ættu vextir á fjármagnsmarkaði að styðja við íslensk heimili og fyrirtæki en ekki öfugt eins og staðan er í skjóli stífra innflæðishafta og fjármagnsskorts. Íslenski fjármálamarkaðurinn er þunnur og smár og beiting innflæðishafta því mjög skæð. Það er spurning hvort ekki sé fyrsta skrefið til bæta vaxtakjör til heimila og fyrirtækja að hleypa öðrum erlendum fjárfestum að borðinu.Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Það eru ýmsar leiðir til að bæta lífskjör almennings og á það bendir Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði, í skýrslu sem hann skrifaði fyrir fyrir stjórnvöld nýverið. Bendir Gylfi réttilega á að til að bæta lífskjör þurfi að taka tillit til fleiri þátta en fjölda króna í launaumslagi og nefnir sem dæmi að vaxtakjör sem almenningi býðst skipti ekki síður máli. Raunar telur hann ástæðu til að tekin séu til skoðunar þau kjör sem almenningi býðst í viðskiptabönkum hér á landi og kanna hvort hagræða megi í bankakerfinu til að bæta kjör almennings. Upplegg Gylfa er nokkuð áhugavert í ljósi þess að Gylfi er nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans sem ákvarðar stýrivexti í landinu og beitingu hinna svokölluðu innflæðishafta, sem hafa stöðvað fjárfestingu erlendra aðila í innlendum skuldabréfum frá því þau voru sett á sumarið 2016. Innflæðishöftin kveða á um að 40% bindiskylda er lögð á fjárfestingar í íslenskum skuldabréfum fyrir nýjan erlendan gjaldeyri og svipar þeim til þeirra hafta sem voru í Síle 1991 til 1998 þótt útfærslan sé talsvert stífari hér á landi. Tveir erlendir ráðgjafar sem störfuðu fyrir starfshópinn um endurskoðun peningastefnunnar, Kristin Forbes og Sebastian Edwards, draga fram í sinni skýrslu niðurstöður úr erlendum rannsóknum af reynslu Síle af sínum höftum. Ein af meginniðurstöðunum er að höftin í Síle hafi veitt seðlabankanum skjól til að viðhalda hærra vaxtastigi en ella. Þá benda þau einnig á að rannsóknir hafi sýnt fram á að höftin í Síle hafi hækkað fjármögnunarkostnað minni og meðalstórra fyrirtækja vegna þess að höftin drógu úr framboði lánsfjármagns og takmörkuðu þar með aðgengi að lánsfé. Nú flokkast flest íslensk fyrirtæki sem lítil og meðalstór fyrirtæki, þar á meðal viðskiptabankarnir þrír. Því má færa heim sanninn um að íslensku innflæðishöftin ein og sér leiða til lakari vaxtakjara til bæði heimila og fyrirtækja. Tilkoma haftanna hefur gert Seðlabankanum kleift að viðhalda hærra vaxtastigi og um leið dregið úr framboði af lánsfé. Frá því í lok árs 2016 hafa stýrivextir Seðlabankans lækkað um eitt prósent en á sama tíma hefur vaxtagrunnur fastvaxta íbúðalána hækkað umtalsvert þrátt fyrir vaxtalækkanir Seðlabankans. Fastir vextir verðtryggðra lána hjá bönkum og lífeyrissjóðum hafa staðið í stað á meðan raunvextir ríkistryggðra bréfa til sambærilegs tíma, hafa næstum helmingast. Seðlabankastjóri og aðrir fulltrúar peningastefnunefndar hafa verið helstu talsmenn íslensku innflæðishaftanna og virðast höftin eiga sér mjög fáa aðra meðmælendur. Innflæðishöftin ganga þvert gegn ráðleggingum erlendra sérfræðinga og stofnana. Þannig hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verið afdráttarlaus í sinni andstöðu gegn íslensku innflæðishöftunum. Að mati sjóðsins á að beita höftum aðeins í neyð, þau eiga að vera tímabundin og á engan hátt að gegna lykilhlutverki í almennri hagstjórn. Fyrrnefndir ráðgjafar starfshópsins um endurskoðun peningastefnunnar taka í sama streng og telja raunar að innflæði erlends fjármagns til Íslands fyrir tilkomu haftanna hafi aldrei verið af þeirri stærðargráðu að það hafi vegið að fjármálastöðugleika – hvað þá nú tveimur árum seinna þegar vaxtamunur við útlönd hefur minnkað talsvert og útflæðishöftum á innlenda fjármagnseigendur hefur verið aflétt. Staða Íslands er eftirsóknarverð í alþjóðlegum samanburði. Hér hefur verið viðvarandi viðskiptaafgangur, skuldir hafa verið greiddar niður og hrein erlend skuldastaða aldrei verið sterkari. Þá hefur verðbólga verið stöðug og lág, afgangur hefur verið af rekstri ríkissjóðs og lánshæfi Íslands á uppleið. Við slíkar aðstæður ættu vextir á fjármagnsmarkaði að styðja við íslensk heimili og fyrirtæki en ekki öfugt eins og staðan er í skjóli stífra innflæðishafta og fjármagnsskorts. Íslenski fjármálamarkaðurinn er þunnur og smár og beiting innflæðishafta því mjög skæð. Það er spurning hvort ekki sé fyrsta skrefið til bæta vaxtakjör til heimila og fyrirtækja að hleypa öðrum erlendum fjárfestum að borðinu.Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun