Dyraverðir vilja öruggara starfsumhverfi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 19:29 Mikill óhugur er meðal dyravarða eftir alvarlega árás á tvo dyraverði um helgina þar sem annar hlaut mænuskaða. Dyraverðir komu saman á fundi síðasta sunnudag og á honum kom fram að öryggi dyravarða sé ábótavant því obeldi aukist. Aðfaranótt sunnudags var fjórum mönnum vísað út af Shooters vegna ónæðis og dónaskapar og þurftu tveir dyraverðir staðarins að fá liðsinni fjögurra dyravarða á nærliggjandi skemmtistöðum. Rétt eftir að liðsauki dyravarðanna fór sneri hópurinn aftur og réðust á dyraverðina tvo sem starfa á Shooters. Annar dyravarðanna, karlmaður á fertugsaldri, hlaut mikla áverka, tví axlabrotnaði, hryggbrotnaði og hefur það fengist staðfest í dag að hann er með mænuskaða. Árásarmennirnir æfa allir bardagaíþróttir. Þeir eru í haldi lögreglu og er málið rannsakað sem alvarleg líkamsárás. Starfsbræður hins slasaða segja hann einn hraustasta dyravörð landsins. Hann hafi sinnt dyravörslu í rúman áratug og staðið sig vel í starfi. Þeir hafa hrint af stað stað söfnun fyrir vin sinn og fer ágóði launa þeirra næsta föstudag beint til hans. Trausti Már Falkvard dyravörður segir það gleymast oft að dyraverðir eru oft fyrsti á vettvang: „Það eru við sem erum fyrstu viðbragðsaðilar þegar koma upp slagsmál og allskonar atvik. Viðbragðstími hjá lögreglu er oft langur á meðan við þurfum að halda mönnum og annað. Erum að leggja okkur í hættu liggjandi ofan á mönnum í jörðinni með hóp af fólki í kringum okkur,“ segir hann og Jón Pétur Vágseið dyravörður tekur undir með honum. Hann bendir á að þeir hlaupi oft út á götu, þar sem þeir eru ekki tryggðir til að stoppa slagsmál svo fólk slasist ekki. Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Mikill óhugur er meðal dyravarða eftir alvarlega árás á tvo dyraverði um helgina þar sem annar hlaut mænuskaða. Dyraverðir komu saman á fundi síðasta sunnudag og á honum kom fram að öryggi dyravarða sé ábótavant því obeldi aukist. Aðfaranótt sunnudags var fjórum mönnum vísað út af Shooters vegna ónæðis og dónaskapar og þurftu tveir dyraverðir staðarins að fá liðsinni fjögurra dyravarða á nærliggjandi skemmtistöðum. Rétt eftir að liðsauki dyravarðanna fór sneri hópurinn aftur og réðust á dyraverðina tvo sem starfa á Shooters. Annar dyravarðanna, karlmaður á fertugsaldri, hlaut mikla áverka, tví axlabrotnaði, hryggbrotnaði og hefur það fengist staðfest í dag að hann er með mænuskaða. Árásarmennirnir æfa allir bardagaíþróttir. Þeir eru í haldi lögreglu og er málið rannsakað sem alvarleg líkamsárás. Starfsbræður hins slasaða segja hann einn hraustasta dyravörð landsins. Hann hafi sinnt dyravörslu í rúman áratug og staðið sig vel í starfi. Þeir hafa hrint af stað stað söfnun fyrir vin sinn og fer ágóði launa þeirra næsta föstudag beint til hans. Trausti Már Falkvard dyravörður segir það gleymast oft að dyraverðir eru oft fyrsti á vettvang: „Það eru við sem erum fyrstu viðbragðsaðilar þegar koma upp slagsmál og allskonar atvik. Viðbragðstími hjá lögreglu er oft langur á meðan við þurfum að halda mönnum og annað. Erum að leggja okkur í hættu liggjandi ofan á mönnum í jörðinni með hóp af fólki í kringum okkur,“ segir hann og Jón Pétur Vágseið dyravörður tekur undir með honum. Hann bendir á að þeir hlaupi oft út á götu, þar sem þeir eru ekki tryggðir til að stoppa slagsmál svo fólk slasist ekki.
Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19
Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02
Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31
Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16