Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2018 15:20 Hildur Björnsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Anton Brink Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Tillaga þess efnis var felld í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili. Vekur Hildur athygli á tillögunni á Facebook-síðu sinni þar sem hún vitnar í tölur Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um að tilfelli mislinga hafi nær tvöfaldast á milli ára, þrátt fyrir enn sé nokkuð eftir af árinu 2018. Í samtali við Vísi vitnar Hildur í fréttaflutning af áhyggjum sóttvarnarlæknis af þátttöku í almennum bólusetningum hér á landi. Hafði sóttvarnarlæknir áhyggjur af því að ef þáttaka minnkaði enn frekar á milli ára mætti búast við að hér á landi færu að sjást sjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil „Ég held að nú séu enn frekar skilyrði til þess að leggja fram þessa tillögu,“ segir Hildur en athygli vekur að þegar tillagan var felld árið 2015 lagðist sóttvarnarlæknir gegn henni, meðal annars á þeim forsendum að þátttaka í bólusetningum væri viðunandi. Er Hildur bjartsýn á það að tillagan fái brautargengi nú og að mögulega sé afstaða sóttvarnarlæknis breytt frá árinu 2015. „Ef maður kynnir sér það sem sóttvarnarlæknir sagði á sínum tíma og les svo það sem hann segir í síðasta mánuði, þá fer það ekki alveg saman. Mögulega er komin einhver ný afstaða í málið,“ segir Hildur sem mun leggja fram málið á þriðjudaginn þegar borgarstjórn kemur saman á nýjan leik eftir sumarfrí. „Ég vona bara að við fáum upplýsta og yfirvega umræðu um þetta mál.“ Borgarstjórn Bólusetningar Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fækkun bólusettra leiðir til metfjölda mislingasmita í Evrópu Alls hafa rúmlega 41.000 manns greinst með mislinga í álfunni og 37 hafa látist. 20. ágúst 2018 13:08 Bólusetning bjargar lífum en betur má ef duga skal Þróun og framfarir undanfarinna alda hafa bætt lífsskilyrði í heiminum. 21. júní 2018 07:00 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Tillaga þess efnis var felld í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili. Vekur Hildur athygli á tillögunni á Facebook-síðu sinni þar sem hún vitnar í tölur Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um að tilfelli mislinga hafi nær tvöfaldast á milli ára, þrátt fyrir enn sé nokkuð eftir af árinu 2018. Í samtali við Vísi vitnar Hildur í fréttaflutning af áhyggjum sóttvarnarlæknis af þátttöku í almennum bólusetningum hér á landi. Hafði sóttvarnarlæknir áhyggjur af því að ef þáttaka minnkaði enn frekar á milli ára mætti búast við að hér á landi færu að sjást sjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil „Ég held að nú séu enn frekar skilyrði til þess að leggja fram þessa tillögu,“ segir Hildur en athygli vekur að þegar tillagan var felld árið 2015 lagðist sóttvarnarlæknir gegn henni, meðal annars á þeim forsendum að þátttaka í bólusetningum væri viðunandi. Er Hildur bjartsýn á það að tillagan fái brautargengi nú og að mögulega sé afstaða sóttvarnarlæknis breytt frá árinu 2015. „Ef maður kynnir sér það sem sóttvarnarlæknir sagði á sínum tíma og les svo það sem hann segir í síðasta mánuði, þá fer það ekki alveg saman. Mögulega er komin einhver ný afstaða í málið,“ segir Hildur sem mun leggja fram málið á þriðjudaginn þegar borgarstjórn kemur saman á nýjan leik eftir sumarfrí. „Ég vona bara að við fáum upplýsta og yfirvega umræðu um þetta mál.“
Borgarstjórn Bólusetningar Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fækkun bólusettra leiðir til metfjölda mislingasmita í Evrópu Alls hafa rúmlega 41.000 manns greinst með mislinga í álfunni og 37 hafa látist. 20. ágúst 2018 13:08 Bólusetning bjargar lífum en betur má ef duga skal Þróun og framfarir undanfarinna alda hafa bætt lífsskilyrði í heiminum. 21. júní 2018 07:00 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Fækkun bólusettra leiðir til metfjölda mislingasmita í Evrópu Alls hafa rúmlega 41.000 manns greinst með mislinga í álfunni og 37 hafa látist. 20. ágúst 2018 13:08
Bólusetning bjargar lífum en betur má ef duga skal Þróun og framfarir undanfarinna alda hafa bætt lífsskilyrði í heiminum. 21. júní 2018 07:00
Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28