Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. ágúst 2018 06:00 Róhingi í Kutupalong-flóttamannabúðunum. Vísir/Getty Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna mælir með því að yfirmenn mjanmarska hersins verði sóttir til saka fyrir alvarlegustu brot á alþjóðalögum. Það er að segja þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var í gær. Málið snýst að mestu um meint brot mjanmarska hersins, að frumkvæði hershöfðingja, gegn þjóðflokknum Róhingjum í Rakhineríki. Saga ranglætis í garð Róhingja er áratugalöng. Þann 25. ágúst í fyrra gerði Frelsisher Róhingja árás á lögreglu- og herstöðvar í ríkinu í von um að vekja heimsathygli. Mjanmarski herinn brást við af mikilli hörku, samkvæmt rannsóknarnefndinni úr öllu samhengi við árásirnar, og leiddi það til þess að um 750.000 Róhingjar flúðu til Bangladess. Lýsingarnar á brotum hersins í skýrslunni eru ógeðfelldar. Meðal annars er sagt frá því börn hafi oft verið drepin fyrir framan foreldri sín. Þá er einnig talað um að herinn hafi staðið að nauðgunum í stórum stíl. „Stundum var allt að 40 konum og stelpum hópnauðgað á sama tíma. Nauðganir fóru fram á opnum vettvangi, fyrir framan fjölskyldur og samfélagið allt, til að hámarka skömmina og áfallið. Mæðrum var nauðgað fyrir framan börn sín. Árásunum var sérstaklega beint gegn konum og stelpum frá þrettán ára til 25, þungaðar konur voru einnig skotmörk,“ er á meðal þess sem segir í skýrslunni. Enn fremur er sagt frá því að mikill fjöldi hafi verið myrtur og líkin brennd eða grafin í fjöldagröfum. Húsum hafi verið læst og Róhingjar brenndir inni. Mótmælendur kalla hér eftir afsögn Aung San Suu Kyi.Vísir/getty Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmars og raunverulegur þjóðarleiðtogi, er sögð hafa hvorki notað stöðu sína né siðferðislegt vald sitt til þess að koma í veg fyrir atburðina. Heldur hafi ríkisstjórn hennar logið um meinta glæpi, neitað því að herinn hafi brotið af sér og komið í veg fyrir óháðar rannsóknir. Suu Kyi fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1991. Ríkisstjórnin kom í veg fyrir að rannsóknarnefndin fengi að fara til Mjanmar. Þess í stað tók hún hundruð viðtala við sjónarvotta og fórnarlömb, studdist við skjöl, gervihnattamyndir, ljósmyndir og myndskeið. „Þau stórfelldu mannréttindabrot sem framin hafa verið í Kachin-, Rakhine- og Shanríkjum eru sláandi í ljósi hrollvekjandi eðlis þeirra. Mörg þessara brota samsvara án nokkurs vafa alvarlegustu brotum á alþjóðalögum,“ segir meðal annars í skýrslunni. Mælst er til þess að öryggisráðið komi sér saman um að sjá til þess að réttlætinu verði fullnægt. Annaðhvort með því að vísa málinu til Alþjóðaglæpadómstólsins eða með því að samþykkja skipun sjálfstæðs stríðsglæpadómstóls. Samkvæmt blaðamanni BBC í Suðaustur-Asíu er ólíklegt að fyrri valkosturinn verði að raunveruleika þar sem Mjanmar er ekki aðili að sáttmálanum um stofnun dómstólsins. Þá er ekki útséð með hvort Kína beiti neitunarvaldi. Einnig er mælst til þess að alþjóðasamfélagið nýti sitt vald til þess að aðstoða fórnarlömbin og vernda. Þar til öryggisráðið kemst að niðurstöðu er mælst til þess að Allsherjarþingið eða Mannréttindaráðið stofni óháða nefnd til að safna saman og greina brotin. Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorð Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er hvattur til að taka málið til skoðunar. 27. ágúst 2018 18:48 Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna mælir með því að yfirmenn mjanmarska hersins verði sóttir til saka fyrir alvarlegustu brot á alþjóðalögum. Það er að segja þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var í gær. Málið snýst að mestu um meint brot mjanmarska hersins, að frumkvæði hershöfðingja, gegn þjóðflokknum Róhingjum í Rakhineríki. Saga ranglætis í garð Róhingja er áratugalöng. Þann 25. ágúst í fyrra gerði Frelsisher Róhingja árás á lögreglu- og herstöðvar í ríkinu í von um að vekja heimsathygli. Mjanmarski herinn brást við af mikilli hörku, samkvæmt rannsóknarnefndinni úr öllu samhengi við árásirnar, og leiddi það til þess að um 750.000 Róhingjar flúðu til Bangladess. Lýsingarnar á brotum hersins í skýrslunni eru ógeðfelldar. Meðal annars er sagt frá því börn hafi oft verið drepin fyrir framan foreldri sín. Þá er einnig talað um að herinn hafi staðið að nauðgunum í stórum stíl. „Stundum var allt að 40 konum og stelpum hópnauðgað á sama tíma. Nauðganir fóru fram á opnum vettvangi, fyrir framan fjölskyldur og samfélagið allt, til að hámarka skömmina og áfallið. Mæðrum var nauðgað fyrir framan börn sín. Árásunum var sérstaklega beint gegn konum og stelpum frá þrettán ára til 25, þungaðar konur voru einnig skotmörk,“ er á meðal þess sem segir í skýrslunni. Enn fremur er sagt frá því að mikill fjöldi hafi verið myrtur og líkin brennd eða grafin í fjöldagröfum. Húsum hafi verið læst og Róhingjar brenndir inni. Mótmælendur kalla hér eftir afsögn Aung San Suu Kyi.Vísir/getty Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmars og raunverulegur þjóðarleiðtogi, er sögð hafa hvorki notað stöðu sína né siðferðislegt vald sitt til þess að koma í veg fyrir atburðina. Heldur hafi ríkisstjórn hennar logið um meinta glæpi, neitað því að herinn hafi brotið af sér og komið í veg fyrir óháðar rannsóknir. Suu Kyi fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1991. Ríkisstjórnin kom í veg fyrir að rannsóknarnefndin fengi að fara til Mjanmar. Þess í stað tók hún hundruð viðtala við sjónarvotta og fórnarlömb, studdist við skjöl, gervihnattamyndir, ljósmyndir og myndskeið. „Þau stórfelldu mannréttindabrot sem framin hafa verið í Kachin-, Rakhine- og Shanríkjum eru sláandi í ljósi hrollvekjandi eðlis þeirra. Mörg þessara brota samsvara án nokkurs vafa alvarlegustu brotum á alþjóðalögum,“ segir meðal annars í skýrslunni. Mælst er til þess að öryggisráðið komi sér saman um að sjá til þess að réttlætinu verði fullnægt. Annaðhvort með því að vísa málinu til Alþjóðaglæpadómstólsins eða með því að samþykkja skipun sjálfstæðs stríðsglæpadómstóls. Samkvæmt blaðamanni BBC í Suðaustur-Asíu er ólíklegt að fyrri valkosturinn verði að raunveruleika þar sem Mjanmar er ekki aðili að sáttmálanum um stofnun dómstólsins. Þá er ekki útséð með hvort Kína beiti neitunarvaldi. Einnig er mælst til þess að alþjóðasamfélagið nýti sitt vald til þess að aðstoða fórnarlömbin og vernda. Þar til öryggisráðið kemst að niðurstöðu er mælst til þess að Allsherjarþingið eða Mannréttindaráðið stofni óháða nefnd til að safna saman og greina brotin.
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorð Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er hvattur til að taka málið til skoðunar. 27. ágúst 2018 18:48 Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorð Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er hvattur til að taka málið til skoðunar. 27. ágúst 2018 18:48
Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45