Wow Air segir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um að kenna Hersir Aron Ólafsson skrifar 26. ágúst 2018 20:00 Upplýsingafulltrúi WOW Air hafnar því að rangar upplýsingar um Icelandair komi fram í viðbótarskjölum við útboðskynningu WOW í gær. Hún kennir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um rangan samanburð á einingakostnaði félaganna. Fjallað er um málið á vef Túrista, en fyrst var greint frá því um miðjan ágúst að WOW hygðist sækja sér aukið fjármagn með skuldabréfaútboði. Talsvert hefur verið fjallað um versnandi rekstrarumhverfi íslensku flugfélaganna, en um einn og hálfur mánuður er síðan hlutabréf Icelandair hríðféllu í verði eftir afkomuviðvörun sem birt var 8. júlí.Skýrari upplýsingar í viðbótargögnumÞá hafa sérfræðingar sagt ástæðu til að hafa áhyggjur af WOW Air, þó erfitt sé að segja til um horfur hjá félaginu vegna skorts á upplýsingum.Í gær var hins vegargreint frá tveimur aukasíðumsem bætt var við útboðskynningu WOW, en þar kemur m.a. fram að rekstur félagsins hafi verið réttu megin við núllið á seinni helmingi síðasta árs – þrátt fyrir tæplega 2,4 milljarða tap á árinu öllu, en þær upplýsingar hafa ekki komið fram áður.Í viðbótargögnunum koma hins vegar einnig fram upplýsingar um stöðu samkeppnisaðilans, sem virðast byggðar á röngum forsendum.Kostnaður Icelandair Group birtur, í stað IcelandairÞannig er einingakostnaður Icelandair sagður vera hátt í tvöfalt hærri en hjá WOW. Samkvæmt umfjöllun í dag virðist þessum tölum nú hafa verið eytt, enda hafi allur kostnaður Icelandair Group samstæðunnar, m.a. vegna rekstrar hótela og annarra atriða sem ekki tengjast millilandaflugi Icelandair, ranglega verið tekinn inn í jöfnuna. Úr varð hærri einingakostnaður Icelandair og meira bil milli félaganna en rétt er. Ekki fékkst viðtal við forsvarsmenn WOW vegna málsins, en í skriflegu svari segir m.a. að útreikningar séu byggðir á opinberum gögnum og jákvætt væri ef Icelandair birti betur sundurliðaðar upplýsingar. Þá komi skýrt fram í gögnunum að um Icelandair Group sé að ræða, og því ekki hægt að segja að tölurnar séu ekki réttar. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Olíukostnaður fjórðungur af tekjum WOW Air Hærra olíuverð er meginskýringin á versnandi afkomu WOW air. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 36 prósent á fyrri helmingi ársins en ólíkt evrópskum keppinautum ver félagið ekki eldsneytiskaup sín. 16. ágúst 2018 05:00 Hlutafjáraukning hjá Wow Air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. 13. ágúst 2018 17:00 WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Upplýsingafulltrúi WOW Air hafnar því að rangar upplýsingar um Icelandair komi fram í viðbótarskjölum við útboðskynningu WOW í gær. Hún kennir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um rangan samanburð á einingakostnaði félaganna. Fjallað er um málið á vef Túrista, en fyrst var greint frá því um miðjan ágúst að WOW hygðist sækja sér aukið fjármagn með skuldabréfaútboði. Talsvert hefur verið fjallað um versnandi rekstrarumhverfi íslensku flugfélaganna, en um einn og hálfur mánuður er síðan hlutabréf Icelandair hríðféllu í verði eftir afkomuviðvörun sem birt var 8. júlí.Skýrari upplýsingar í viðbótargögnumÞá hafa sérfræðingar sagt ástæðu til að hafa áhyggjur af WOW Air, þó erfitt sé að segja til um horfur hjá félaginu vegna skorts á upplýsingum.Í gær var hins vegargreint frá tveimur aukasíðumsem bætt var við útboðskynningu WOW, en þar kemur m.a. fram að rekstur félagsins hafi verið réttu megin við núllið á seinni helmingi síðasta árs – þrátt fyrir tæplega 2,4 milljarða tap á árinu öllu, en þær upplýsingar hafa ekki komið fram áður.Í viðbótargögnunum koma hins vegar einnig fram upplýsingar um stöðu samkeppnisaðilans, sem virðast byggðar á röngum forsendum.Kostnaður Icelandair Group birtur, í stað IcelandairÞannig er einingakostnaður Icelandair sagður vera hátt í tvöfalt hærri en hjá WOW. Samkvæmt umfjöllun í dag virðist þessum tölum nú hafa verið eytt, enda hafi allur kostnaður Icelandair Group samstæðunnar, m.a. vegna rekstrar hótela og annarra atriða sem ekki tengjast millilandaflugi Icelandair, ranglega verið tekinn inn í jöfnuna. Úr varð hærri einingakostnaður Icelandair og meira bil milli félaganna en rétt er. Ekki fékkst viðtal við forsvarsmenn WOW vegna málsins, en í skriflegu svari segir m.a. að útreikningar séu byggðir á opinberum gögnum og jákvætt væri ef Icelandair birti betur sundurliðaðar upplýsingar. Þá komi skýrt fram í gögnunum að um Icelandair Group sé að ræða, og því ekki hægt að segja að tölurnar séu ekki réttar.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Olíukostnaður fjórðungur af tekjum WOW Air Hærra olíuverð er meginskýringin á versnandi afkomu WOW air. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 36 prósent á fyrri helmingi ársins en ólíkt evrópskum keppinautum ver félagið ekki eldsneytiskaup sín. 16. ágúst 2018 05:00 Hlutafjáraukning hjá Wow Air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. 13. ágúst 2018 17:00 WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Olíukostnaður fjórðungur af tekjum WOW Air Hærra olíuverð er meginskýringin á versnandi afkomu WOW air. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 36 prósent á fyrri helmingi ársins en ólíkt evrópskum keppinautum ver félagið ekki eldsneytiskaup sín. 16. ágúst 2018 05:00
Hlutafjáraukning hjá Wow Air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. 13. ágúst 2018 17:00
WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00