Wow Air segir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um að kenna Hersir Aron Ólafsson skrifar 26. ágúst 2018 20:00 Upplýsingafulltrúi WOW Air hafnar því að rangar upplýsingar um Icelandair komi fram í viðbótarskjölum við útboðskynningu WOW í gær. Hún kennir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um rangan samanburð á einingakostnaði félaganna. Fjallað er um málið á vef Túrista, en fyrst var greint frá því um miðjan ágúst að WOW hygðist sækja sér aukið fjármagn með skuldabréfaútboði. Talsvert hefur verið fjallað um versnandi rekstrarumhverfi íslensku flugfélaganna, en um einn og hálfur mánuður er síðan hlutabréf Icelandair hríðféllu í verði eftir afkomuviðvörun sem birt var 8. júlí.Skýrari upplýsingar í viðbótargögnumÞá hafa sérfræðingar sagt ástæðu til að hafa áhyggjur af WOW Air, þó erfitt sé að segja til um horfur hjá félaginu vegna skorts á upplýsingum.Í gær var hins vegargreint frá tveimur aukasíðumsem bætt var við útboðskynningu WOW, en þar kemur m.a. fram að rekstur félagsins hafi verið réttu megin við núllið á seinni helmingi síðasta árs – þrátt fyrir tæplega 2,4 milljarða tap á árinu öllu, en þær upplýsingar hafa ekki komið fram áður.Í viðbótargögnunum koma hins vegar einnig fram upplýsingar um stöðu samkeppnisaðilans, sem virðast byggðar á röngum forsendum.Kostnaður Icelandair Group birtur, í stað IcelandairÞannig er einingakostnaður Icelandair sagður vera hátt í tvöfalt hærri en hjá WOW. Samkvæmt umfjöllun í dag virðist þessum tölum nú hafa verið eytt, enda hafi allur kostnaður Icelandair Group samstæðunnar, m.a. vegna rekstrar hótela og annarra atriða sem ekki tengjast millilandaflugi Icelandair, ranglega verið tekinn inn í jöfnuna. Úr varð hærri einingakostnaður Icelandair og meira bil milli félaganna en rétt er. Ekki fékkst viðtal við forsvarsmenn WOW vegna málsins, en í skriflegu svari segir m.a. að útreikningar séu byggðir á opinberum gögnum og jákvætt væri ef Icelandair birti betur sundurliðaðar upplýsingar. Þá komi skýrt fram í gögnunum að um Icelandair Group sé að ræða, og því ekki hægt að segja að tölurnar séu ekki réttar. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Olíukostnaður fjórðungur af tekjum WOW Air Hærra olíuverð er meginskýringin á versnandi afkomu WOW air. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 36 prósent á fyrri helmingi ársins en ólíkt evrópskum keppinautum ver félagið ekki eldsneytiskaup sín. 16. ágúst 2018 05:00 Hlutafjáraukning hjá Wow Air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. 13. ágúst 2018 17:00 WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Upplýsingafulltrúi WOW Air hafnar því að rangar upplýsingar um Icelandair komi fram í viðbótarskjölum við útboðskynningu WOW í gær. Hún kennir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um rangan samanburð á einingakostnaði félaganna. Fjallað er um málið á vef Túrista, en fyrst var greint frá því um miðjan ágúst að WOW hygðist sækja sér aukið fjármagn með skuldabréfaútboði. Talsvert hefur verið fjallað um versnandi rekstrarumhverfi íslensku flugfélaganna, en um einn og hálfur mánuður er síðan hlutabréf Icelandair hríðféllu í verði eftir afkomuviðvörun sem birt var 8. júlí.Skýrari upplýsingar í viðbótargögnumÞá hafa sérfræðingar sagt ástæðu til að hafa áhyggjur af WOW Air, þó erfitt sé að segja til um horfur hjá félaginu vegna skorts á upplýsingum.Í gær var hins vegargreint frá tveimur aukasíðumsem bætt var við útboðskynningu WOW, en þar kemur m.a. fram að rekstur félagsins hafi verið réttu megin við núllið á seinni helmingi síðasta árs – þrátt fyrir tæplega 2,4 milljarða tap á árinu öllu, en þær upplýsingar hafa ekki komið fram áður.Í viðbótargögnunum koma hins vegar einnig fram upplýsingar um stöðu samkeppnisaðilans, sem virðast byggðar á röngum forsendum.Kostnaður Icelandair Group birtur, í stað IcelandairÞannig er einingakostnaður Icelandair sagður vera hátt í tvöfalt hærri en hjá WOW. Samkvæmt umfjöllun í dag virðist þessum tölum nú hafa verið eytt, enda hafi allur kostnaður Icelandair Group samstæðunnar, m.a. vegna rekstrar hótela og annarra atriða sem ekki tengjast millilandaflugi Icelandair, ranglega verið tekinn inn í jöfnuna. Úr varð hærri einingakostnaður Icelandair og meira bil milli félaganna en rétt er. Ekki fékkst viðtal við forsvarsmenn WOW vegna málsins, en í skriflegu svari segir m.a. að útreikningar séu byggðir á opinberum gögnum og jákvætt væri ef Icelandair birti betur sundurliðaðar upplýsingar. Þá komi skýrt fram í gögnunum að um Icelandair Group sé að ræða, og því ekki hægt að segja að tölurnar séu ekki réttar.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Olíukostnaður fjórðungur af tekjum WOW Air Hærra olíuverð er meginskýringin á versnandi afkomu WOW air. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 36 prósent á fyrri helmingi ársins en ólíkt evrópskum keppinautum ver félagið ekki eldsneytiskaup sín. 16. ágúst 2018 05:00 Hlutafjáraukning hjá Wow Air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. 13. ágúst 2018 17:00 WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Olíukostnaður fjórðungur af tekjum WOW Air Hærra olíuverð er meginskýringin á versnandi afkomu WOW air. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 36 prósent á fyrri helmingi ársins en ólíkt evrópskum keppinautum ver félagið ekki eldsneytiskaup sín. 16. ágúst 2018 05:00
Hlutafjáraukning hjá Wow Air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. 13. ágúst 2018 17:00
WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00