Mjölnir sýndi Henning stuðning með æfingu honum til heiðurs Sylvía Hall skrifar 25. ágúst 2018 20:45 Hér má sjá seinni hóp dagsins sem reyndi við Henning101 æfinguna. Aðsend Iðkendur í víkingaþrekinu í Mjölni tóku vel á því í morgun þegar æfing til heiðurs fyrrum þjálfara var framkvæmd í tímum dagsins. Æfingin sem umræðir heitir Henning101, en hún er skírð í höfuðið á Henning Jónassyni, Crossfit-þjálfara í stöðinni Grandi101. Líkt og Vísir greindi frá í gær slasaðist Henning alvarlega þegar hann var í fríi ásamt kærustu sinni, Laufeyju Kristjánsdóttur, í Suður-Frakklandi. Þau höfðu leigt sér hjólabát og sigldu um Gorges du Verdon þegar Henning ákvað að stinga sér til sunds. Það fór ekki betur en svo að mun grynnra var en hann hafði haldið, og endaði hann með höfuðið í botninum sem varð til þess að hann þríbrotnaði á efsta hálsliðnum.Sjá einnig: Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Í kjölfar slyssins ákvað Grandi101 að gera æfingu honum til heiðurs, en hann starfar sem þjálfari í stöðinni, og skoruðu á aðrar Crossfit-stöðvar að framkvæmda æfinguna í sínum stöðvum.Böðvar Tandri Reynisson, þjálfari.Ásgeir MarteinssonHenning mikil fyrirmynd Það voru svo fyrrum félagar Hennings í Mjölni sem tóku áskoruninni og gerðu Henning101 að æfingu dagsins í víkingaþrekstímum, en Henning starfaði lengi vel sem þjálfari í víkingaþrekinu. „Það var iðkandi sem stakk upp á þessu í iðkendahópnum á Facebook. Yfirþjálfarinn, Gyða, tók vel í þetta og seinna hringdi hinn yfirþjálfarinn í mig og sagði að við ætluðum að kýla á þetta,“ segir Böðvar Tandri Reynisson, þjálfari í Mjölni, í samtali við Vísi. Hann þjálfaði æfingu dagsins ásamt Benjamín Þorláki, sem er annar yfirþjálfara víkingaþreksins. Böðvar segir Henning hafa verið mikla fyrirmynd á tíma sínum í Mjölni og hafi hvatt hann áfram þegar hann steig sín fyrstu skref innan Mjölnis. Þá kannast margir iðkendur vel við hann frá því að hann þjálfaði þar og því var vel tekið í það að æfing dagsins yrði tileinkuð honum. Á Instagram-reikningi félagsins segir meðal annars að Henning hafi haft afar góð áhrif á marga iðkendur og óskar félagið honum skjótum bata. Vel var mætt á æfingar dagsins og segir Böðvar stemninguna hafa verið góða. Iðkendur tóku vel á því, en æfingin þótti virkilega krefjandi og var varla þurr blettur á fólki í salnum eftir tímann. Frábærar æfingar í hádeginu í dag í Víkingaþrekinu! Æfingin í hádeginu í dag var „Hetju-WOD“ tileinkað Henning Jónassyni, fyrrum þjálfara í Mjölni, en hann slasaðist alvarlega á dögunum. Henning er á batavegi en hann þjálfaði í Víkingaþrekinu í Mjölni í mörg ár og þjálfar nú í Granda 101. Grandi 101 bjó til Hetju WOD sem samanstóð af nokkrum af uppáhalds æfingum Hennings og var sú æfing tekin í Víkingaþrekinu í dag. Henning hefur haft afar jákvæð áhrif á marga í Víkingaþrekinu og vonandi batnar honum sem fyrst. —- #mjolnirmma #vikingaþrek #henning101 #herowod A post shared by Mjölnir (@mjolnirmma) on Aug 25, 2018 at 7:21am PDT CrossFit Tengdar fréttir Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Iðkendur í víkingaþrekinu í Mjölni tóku vel á því í morgun þegar æfing til heiðurs fyrrum þjálfara var framkvæmd í tímum dagsins. Æfingin sem umræðir heitir Henning101, en hún er skírð í höfuðið á Henning Jónassyni, Crossfit-þjálfara í stöðinni Grandi101. Líkt og Vísir greindi frá í gær slasaðist Henning alvarlega þegar hann var í fríi ásamt kærustu sinni, Laufeyju Kristjánsdóttur, í Suður-Frakklandi. Þau höfðu leigt sér hjólabát og sigldu um Gorges du Verdon þegar Henning ákvað að stinga sér til sunds. Það fór ekki betur en svo að mun grynnra var en hann hafði haldið, og endaði hann með höfuðið í botninum sem varð til þess að hann þríbrotnaði á efsta hálsliðnum.Sjá einnig: Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Í kjölfar slyssins ákvað Grandi101 að gera æfingu honum til heiðurs, en hann starfar sem þjálfari í stöðinni, og skoruðu á aðrar Crossfit-stöðvar að framkvæmda æfinguna í sínum stöðvum.Böðvar Tandri Reynisson, þjálfari.Ásgeir MarteinssonHenning mikil fyrirmynd Það voru svo fyrrum félagar Hennings í Mjölni sem tóku áskoruninni og gerðu Henning101 að æfingu dagsins í víkingaþrekstímum, en Henning starfaði lengi vel sem þjálfari í víkingaþrekinu. „Það var iðkandi sem stakk upp á þessu í iðkendahópnum á Facebook. Yfirþjálfarinn, Gyða, tók vel í þetta og seinna hringdi hinn yfirþjálfarinn í mig og sagði að við ætluðum að kýla á þetta,“ segir Böðvar Tandri Reynisson, þjálfari í Mjölni, í samtali við Vísi. Hann þjálfaði æfingu dagsins ásamt Benjamín Þorláki, sem er annar yfirþjálfara víkingaþreksins. Böðvar segir Henning hafa verið mikla fyrirmynd á tíma sínum í Mjölni og hafi hvatt hann áfram þegar hann steig sín fyrstu skref innan Mjölnis. Þá kannast margir iðkendur vel við hann frá því að hann þjálfaði þar og því var vel tekið í það að æfing dagsins yrði tileinkuð honum. Á Instagram-reikningi félagsins segir meðal annars að Henning hafi haft afar góð áhrif á marga iðkendur og óskar félagið honum skjótum bata. Vel var mætt á æfingar dagsins og segir Böðvar stemninguna hafa verið góða. Iðkendur tóku vel á því, en æfingin þótti virkilega krefjandi og var varla þurr blettur á fólki í salnum eftir tímann. Frábærar æfingar í hádeginu í dag í Víkingaþrekinu! Æfingin í hádeginu í dag var „Hetju-WOD“ tileinkað Henning Jónassyni, fyrrum þjálfara í Mjölni, en hann slasaðist alvarlega á dögunum. Henning er á batavegi en hann þjálfaði í Víkingaþrekinu í Mjölni í mörg ár og þjálfar nú í Granda 101. Grandi 101 bjó til Hetju WOD sem samanstóð af nokkrum af uppáhalds æfingum Hennings og var sú æfing tekin í Víkingaþrekinu í dag. Henning hefur haft afar jákvæð áhrif á marga í Víkingaþrekinu og vonandi batnar honum sem fyrst. —- #mjolnirmma #vikingaþrek #henning101 #herowod A post shared by Mjölnir (@mjolnirmma) on Aug 25, 2018 at 7:21am PDT
CrossFit Tengdar fréttir Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15